Vikan


Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 21
Nr. 29, 1939 VIKAN 21 KVÖLD I BORGINNI. Framh. af bls. 19. minn, og fara með hann fram á skrifstof- una hinu megin. Skilurðu? Hann rétti honum miðann. — Yður er óhætt að treysta mér, herra minn, sagði Charles. Pundsseðillinn fór sömu leið. — Og nú þarf ég að tala fáein orð við símastúlkuna, sagði Bill. Fáum mínútum síðar var Bill aftur kominn að borðinu og settist. — Það verður kallað á okkur, þegar sambandið er fengið, sagði hann. Hann forðaðist að líta framan í Önnu. Sendill kom að borðinu. — Það er sím- inn til yðar, herra minn. Bill stóð upp.— Þú verður að koma líka, sagði hann við Lady Brinsmead. — Það getur verið, að ég vilji láta þig tala við Peabody líka. Anna bíður á meðan. Hann gekk á undan fram í anddyrið. Hann sá útundan sér, að Charles flýtti sér að borði Sir Hugo. Símaklefinn var vinstra megin. Bill fór inn og skildi Lady Brin- smead eftir fyrir utan. Hann tók símann. — Halló! er það Beabody ? Það er William. Hlustaðu, það er mjög áríðandi. Lady Brinsmead er hérna hjá mér. Hvenær fór Sir Hugo að heiman í dag? Ha — hvað segirðu? Er hann —. Bíddu! Plann setti hendina fyrir taltregtina og snéri sér að dyrunum. — Hvað er að ? spurði Lady Brinsmead. Bill virtist vera orðlaus af undrun. — Hann er heima. Hann er að borða. Okkur hefir þá skjátlast. — Hann sneri sér að símanum aftur. — Peabody, biddu Sir Hugo að koma í símann. Segðu honum ekki, að ég sé í símanum. Segðu bara, að Lady Brinsmead vilji tala við hann. Hann rýmdi fyrir Lady Brinsmead í klefanum. — Þú mátt ekki segja honum, að þú sért í London, sagði hann hvíslandi. — Þú talar frá frænku þinni í Somerset. Það er bezt, að þú segir, að frænka þín sé mikið betri, og að þú ætlir að koma heim í kvöld. Hérna, taktu símann. — Halló, sagði rödd Sir Hugo. — Ert það þú elskan mín? Ha? Já, auðvitað. Hvar hélztu að ég væri? Hvernig líður frænku þinni ? Lady Brinsmead var ekki leikin í að skrökva, en hún gerði það sem hún gat. — Ha? sagði Sir Hugo. — Koma heim í kvöld? Hvaða vitleysa! Láttu þér ekki detta það í hug. Það er allt of seint. Þú verður dauðuppgefin. Á morgun — góða. Lady Brinsmead lagði símann á og kom út úr klefanum. Hún virtist vera rugluð. — William, sagði hún skjálfrödduð, — ég er dálítið óstyrk. Ég held að það sé bezt að við hættum við leikhúsförina og allt hitt. Ég vildi helzt ná í bíl, og fara heim. — Auðvitað, sagði Bill. — Ég skal út- vega bíl. En hvað þetta var leiðinlegt. Bíllinn getur verið kominn hingað eftir hálftíma — ef þú vilt endilega fara —. — Já, endilega, sagði Lady Brinsmead. — Ég skal hringja undir eins, farðu inn og fáðu þér eitthvað að borða á meðan. Þegar Lady Brinsmead kom inn í sal- inn aftur, var Sir Hugo að gæða sér á sil- ung, og nýopnuð kampavínsflaska stóð fyrir framan hann á borðinu. Bill hringdi í annað sinn. — Er það Jack? Heyrðu, sendu elzta og gangversta bílinn þinn að aðaldyrum Venetia eftir hálftíma. Hann á að fara með stjúpmóð- ur mína, Lady Brinsmead til Pembury Hall í Hampshire. Það er þriggja tíma akstur, en hann verður að vera f jóra tíma. Segðu bílstjóranum að fara eins mikla krókaleik og hann getur. Sendu svo ann- an bíl um leið að bakdyrum Venetia — hraðskreiðasta bílinn og bezta bílstjórann. Hann á að fara með föður minn á sama stað. En hann verður að vera kominn heim klukkutíma á undan. Allt í lagi. Bless. Hann dró andann djúpt. Heili hans var ekki vanur svona miklu andlegu erfiði. Sir Hugo og Lady Brinsmead voru ný- setzt að morgunverði daginn eftir, þegar Bill kom. — Þetta var óvænt gleði, sagði Sir Hugo. — Hvað er erindið? Peabody, legðu disk á borðið fyrir William. Þau horfðu bæði fast á hann. — Ég skal segja ykkur nokkuð, sagði Bill. — Ég hef verið að hugsa. — Það gleður mig, sagði Sir Hugo. — Um trúlofun okkar Önnu. Það var þögn. — Jæja, sagði Lady Brinsmead. — Nú, sagði Sir Hugo. — Mér finnst þið ekki hafa verið sann- gjörn í minn garð. Þau hrukku við. Orðalagið var þeim ekki ókunnugt. Sir Hugo tæmdi sherry-glasið sitt. — Við vorum einmitt að tala um þetta í morgun — var það ekki, væna mín. — Jú, sagði Lady Brinsmead. Sir Hugo hóstaði. — Ég var að hugsa um það í gær, á meðan stjúpmóðir þín var að heiman. Veikindi frænku hennar gerðu mig órólegan. Ég var áhyggjufullur allan daginn — var það ekki Peabody? — Jú, Sir Hugo, sagði Peabody rólega. — Og svo, þegar hú hringdir um kvöld- matinn, væna mín, var ég ákaflega kvíða- fullur — var það ekki Peabody? — Jú, Sir Hugo. — Mér þykir leitt, að frænka þín skuh vera veik, sagði Bill kurteislega. — Þakka þér fyrir, sagði frúin. — Það er vonandi ekkert alvarlegt? — Nei. Hún var svo mikið betri í gær- kvöldi, að ég gat farið heim samstundis. — Það var gleðilegt, sagði Bill. — En svo að við snúum okkur aftur að trúlofun minni. Hvers vegna komið þið ekki bæði að heilsa upp á Önnu? Það er svo langt síðan þið hafið komið til London. Sir Hugo ræskti sig. — Ég kæri mig ekki um London nú orðið. En kannske í þetta eina skipti — þín vegna----. Hvað ? — Kannske að við förum, sagði Lady Brinsmead. — Finnst þér, væna mín? Bill tæmdi sherry-glasið, sem Peabody hafði skenkt honum. — Þið eruð afbragð, sagði hann. — Þið hafið gott af að vera eina nótt í London! Gísli Ólafsson, þýddi. MAÐURINN, SEM KOM Á FRIÐI í SUÐUR-ARABÍU. Framh. af bls. 8. og tala við þá undir fjögur augu. Með því náði hann alltaf betri tökum á viðkomanda, og á þann hátt fékk hann nokkur hundruð ráðamanna til að skrifa undir vopnahlés- skuldbindinguna. Og meðan Ingrams sat á eintali við menn, fekk kona hans að heimsækja kvennabúrin og tala þar fyrir hugsjónum friðar og samlyndis í ríkinu. Nokkrir höfðingjar þve'rtóku þó fyrir að skuldbinda sig til nokkurra friðarsamn- inga og báru því fyrir sig, að þeir yrðu að verja hendur sínar, ef á þá yrði ráðist, og sögðust því ekki undirskrifa neinn vopnahléssamning, nema brezka stjórnin héti þeim stuðningi, ef á þá yrði leitað. En Ingrams gat ekki heitið þeim stuðningi brezku stjórnarinnar, en reyndi að skýra bréflega fyrir nýlendumálaráðuneytinu, að hann þyrfti á loforði um stuðning hersins að halda. Og loks var honum heitið liðs- styrk biezkra hernaðarflugvéla til að bæla niður uppreisnir og hnekkja á þeim, er ekki hefðu haldið vopnahléssamninginn. Nú var aðstaða Ingrams mun betri, enda varð honum nú betur ágengt en fyrr. Þó voru enn nokkrir höfðingjar, sem van- treystu þessu loforði Breta. En til allrar hamingju fyrir Ingrams og samningaum- leitanir hans dró til óeirða, svo að brezka stjórnin var knúin til að standa við loforð sitt, er tók af allan vafa um, að Bretar mundu láta málin afskiptalaus. Brezku hernaðarflugvélarnar komu á tilsettum tíma á tiltekinn stað og vörpuðu sprengj- um yfir óeirðamennina, og bundu fljótt og eftirminnilega enda á þær skærur. Eftir það var sérhverjum höfðingja ljúft að undirskrifa vopnahlésskuldbindinguna, og nú þeystu þau hjónin fram og aftur til höfðingjanna, til að sanna þeim, að þau bæru ekkert vantraust til þeirra. Fyrir rúmu ári var 1 fyrsta skipti í alda- raðir kominn á fullkominn, innbyrðis friður í Hadramaut, og um leið og friðarsamn- ingurinn gekk í gildi, dundu stórfelldari rigningar yfir landið en gamlir menn mundu dæmi til. En það boðaði góða upp- skeru, og almennt góðæri, og Arabarnir voru fyrir sitt leyti sannfærðir um, að regnið væri og komið fyrir tilstilli Ingrams, og skrifuðu honum fjölda þakkarbréfa. Strax og vopnahléð komst á, urðu ýms- ar breytingar í lifnaðarháttum þjóðarinn- ar, meðal annars sú, að ræningja-ættkvísl- irnar urðu nú að vinna á heiðarlegan hátt fyrir sínu daglega brauði. Vopnainnflutn- ingurinn frá Evrópu stöðvaðist, og nú var þeim peningum, er áður var varið fyrir vopn, varið til nýtra framkvæmda á sviði landbúnaðarins, aukinnar ræktunar, vega- lagninga og bygginga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.