Vikan


Vikan - 05.10.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 05.10.1939, Blaðsíða 11
Nr. 40, 1939 VIKAN 11 Grasastúlkan frá Strönd. Annar kafli af endurminningum Guðlaugs á Fremmstafelli jóðhátíðin 1874 vakti nýjar hreyfing- ingar meðal landsmanna. Fóru þá ýmsir með áhuga að hyggja til framfara. Var þess og full þörf, því að deyfð og drungi hafði legið í landinu. Margir fyllt- ust guðmóði framfarabaráttunnar. 1 því skini voru stofnuð ýms félög, einnig í Mý- vatnssveit. Fyrsta félagið þar í sveit hét Menntafélag Mývetninga. Tillög félags- manna var ein króna á ári, og úr þeim sjóði var kennurum unglingaskólanna goldið kaup þeirra. Er fleiri og greiðari vegir urðu til mennta fór félagi þessu að hnigna og félagsmannatalan að þynnast. Ákváðum við þá að verja sjóðleifunum til kaupa á útlendum bókum, er voru látnar ganga á milli félagsmanna til lesturs. Að því búnu voru þær seldar, eða geymdar, ef viðunandi verð fékkst ekki fyrir þær. Þessar bækur okkar urðu síðar fyrsti vís- irinn til bókasafns Suður-Þingeyinga. Veturinn eftir þjóðhátíðarsumarið var stofnaður unglingaskóli í Mývatnsveit — fyrir atbeina og forgöngu helztu manna sveitarinnar. Var þetta fyrsti unglinga- skóli hér á landi. Hægt var á stað farið, því að ekki starfaði skólinn nema einn mánuð, og nemendur voru, að mig minnir, tólf talsins, — þó ekki alltaf þeir sömu, en aðrir komu þá í hinna stað, svo að talan hélzt. Skólinn var á Grímsstöðum, hjá Jakobi Halfdánarsyni, bónda, síðar kaup- félagsstjóra. Ég sótti þennan fyrsta alþýðuskóla í landinu, en þar var kennari Jón, er síðar var kenndur við Múla, sonur Jóns Hinriks- sonar, skálds. Mjög þótti mér skemmtilegt í skólanum, en nærri má geta, að ekki safn- aði ég þar miklum fróðleik fyrir lífið. Þó var þetta mér vakning til að afla mér menntunar á eigin spýtur og mannast á eigin hönd, þótt seint gengi. Námsgreinir skólans voru: reikningur, landafræði, rétt- ritun og danska, auðvitað einföldustu grundvallaratriði, því aldrei fyrr hafði nokkur okkar litið í þessi fræði. Tveimur árum síðar var ég einn mánuð í skóla á Skútustöðum, en kennari skólans var þá Sigurður frá Yztafelli. Hann var snemma gáfaður vel, en skólaveg hafði hann aldrei gengið, fremur en Jón frá Múla. 1 Skútu- staðaskólanum bætti ég það við fróðleik minn, að nú varð ég viðþolslaus af löngun til að ganga skólaveginn, — en úr því gat þó ekki orðið. Til þess voru engin efni né aðrar veraldlegar kringumstæður. Svo liðu tvö ár. Þá komst ég í þriggja vikna læri til séra Stefáns Jónssonar á Þóroddsstað. Kenndi hann mér eingöngu dönsku og reikning. Þetta er öll sú tilsögn, sem ég hefi fengið og notið um mína daga, og henni var seint aflað og með nokkurri fyrirhöfn, því ég var á 17. ári, er ég lærði fyrst að draga til stafs svo heitið gæti. Fyrsta veturinn, sem ég var á Stöng — skömmu eftir nýár 1875 — fór mamma um nokkurn hluta Mývatnssveitar til að finna skyldfólk sitt, sem hún hafi svo sjaldan séð síðan á æskuskeiði. Ég fékk að vera fylgdarsveinn hennar og hafði gaman af. Hafði ég þá lítt kynnst Mývetningum, en þótti þeir f jörugir og skemmtilegir. Á Geit- eyjarströnd gistum við hjá Rósu móður- systur minni. Var þar margt fólk í heimili og mikil glaðværð. Þar ólst þá upp stúlka, sem Anna hét. Hún var dóttir Sigurðar frá Rauðá og systir Erlendar á Bretningsstöð- um. Hún var nú á 16. ári, en þroskuð meira en aldur benti til. Veitti ég henni ekki mikla athygli, og var ég þó vanur að gefa ungum stúlkum auga, enda þótti ég glögg- skyggn á þau einkenni þeirra, sem nokkurs voru verð. Eitthvað myndarlegt fannst mér við svip þessarar stúlku, og látbragð, þó ég gæfi henni ekki nánari gætur. Um kvöldið sat hún á litlum þrífættum stóli og greiddi hár sitt, og er hún hafði losað það úr fléttunum huldi það hana alla. Þóttist ég ekki hafa séð jafn mikið og fagurt hár. Á þessum árum voru fjallagrös allmjög höfð til matar í þeim sveitum landsins, sem hægt áttu með að afla þeirra. Vorið eftir var Anna litla á ,,Strönd“ látin fara til grasa að Stöng og var hún þar í tvær vikur. Gengum við systkinin með henni á grasamóinn. Var um þann tíma svalviðra- samt og súldir, svo að okkur var oft kalt. Flugust við þá á, okkur til hita. Hafði ég þá alltaf í fullum höndum við systur mínar, en er við Anna áttumst við mátti ekki á milli sjá, hvort sterkara væri. Þessir grasa- dagar fundust mér fyrirtaks dagar, og er Anna var horfin heim fannst mér lífið dapurt og tómlegt, enda þótt ég héldi glað- lyndi mínu óskertu. Nú er skemmst af því að segja, að seinna urðum við Anna þessi samtíða á Brettings- stöðum og tókust þá með okkur svo náin kynni, að við ákváðum að eyða saman líf- dögum. Gengum við síðar í hjónaband og byrjuðum búskap að Stöng 1884. Fluttum við síðar að Haganesi og vorum þar í nokk- ur ár, en þaðan fluttum við að Fremstafelli í Ljósavatnshreppi og dvöldum þar síðan. Er við komum að Fremstafelli hafði okkur orðið tveggja dætra auðið, Rósu og Esther. Síðar eignuðumst við tvær dætur, Klöru og Sigrúnu. Fleiri börn áttum við Anna ekki. En ég eignaðist einn dreng með annarri stúlku. Lét ég hann heita Frið- þjóf. Ekki valdi ég honum þetta nafn sök- um þess, að tilvera hans rændi nokkrum friði úr hjónabandi okkar Önnu, því það var jafn gott eftir sem áður, — heldur hitt, að mér var nafnið kært frá söguljóð- um Friðþjófs frækna, sem ég var hugfang- inn af og kunni utan að. Svo olli þetta sjálf- um mér allmiklum óróleika, sem að líkind- um lætur, því mér fannst þetta vera all óviðfeldinn ljóður á ráði mínu. Samt var þessu tekið með skynsamlegri stillingu af öllum, þótt Anna ætti þar að vísu beztan og drýgstan hlutinn, því hún sýndi þá, sem oftar, að hún var meira en meðalkona og gat fyrirgefið án þess að heimta nokkra fórn í staðinn. Móðir Friðþjófs var Jón- ína, systir Arnfríðar, konu Ásmundar bróður míns. Var það all-velgefin stúlka. bæði til munns og handa og mjög vel lát- in af öllum, sem henni hafa kynnzt. Helzt hefðum við hjónin kosið að taka drenginn til okkar, en þar sem hann var móður sinni dýrmætari en hennar eigin sál, fannst okkur óréttlátt að særa þá móðurást og skerða þá einlægu móðurgleði, og létum við henni því eftir að ala drenginn upp, þar sem líka mátti trúa henni fyrir því. Vorið 1910 brugðum við búi og gáfum ábúðarrétt okkar á jörðinni í hendur Rósu dóttur okkar og manni hennar Kristjáni Jónssyni frá Hriflu. Nokkrum árum síðar keyptu þau jörðina, sem var landssjóðs eign, og hafa þau búið hér síðan. En við Anna mín settumst hér í húsmennsku, vörpuðum af okkur búsáhyggjum og tók- um upp rólegar lífsvenjur. Höfðum við lengi framan af nokkrar kindur og eitt hross. Oft var ég í kaupavinnu haust og vor, og fékkst ögn við barnakennslu tíma og tíma í stað á vetrum. En annars tætt- um við Anna mín smáband, og svo heklaði hún kvensjöl og prjónaði þríhyrnur, er hún seldi. Þannig liðu árin í sátt og hamingju hóf- legs starfs og góðrar hvíldar. Dætur okkar giftust, barnabörnin fæddust, — og svo kom um síðir, að við Anna mín áttum gul.1- brúðkaup. Var okkur þá haldin vegleg veizla og til þess fagnaðar boðið 180 manns. Margar ræður voru okkur fluttar og mikið sungið. Ennfremur voru okkur afhentar að gjöf 200 krónur í peningum, sem okkur var sagt að nota okkur til gagns og ánægju eftir vild. Tíu heillaóskaskeyti fengum við og frá fjarstöddum vinum. Fannst okkur mikið til um þennan fagnað. Skömmu seinna fór Anna til Akureyrar til að finna kunningja sína þar, og gat hún Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.