Vikan


Vikan - 05.10.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 05.10.1939, Blaðsíða 14
14 V IK A N Nr. 40, 1939 ifegurct og I3ízka FíEÍlíTlllT ^ Aldrei er eins mikil þörf á að hugsa um * fótleggina og þegar stuttu pilsin eru í tízku. Fótleggimir verða bláir og bólgnir, ef þið gangið í þunnum sokk- um í kuldum. Hvernig haldið þið, að handleggirnir litu út, ef þeir sættu sömu meðferð og vesalings fæturnir? Nei, þið sem hafið fallega fætur og viljið, að þeir verði fallegir, verðið að klæða ykkur eftir veðrinu. Og þið, sem hafið haft granna og fallega fætur, en eigið ekki því láni að fagna lengur, meg- ið ekki draga það að fá bót á þessu hjá fótasérfræðingum. Þeir geta hjálpað ykkur. Drag- ið þetta ekki, þar til í óefni er komið. Því erfiðara er að lækna það. Fótunum verður að forða frá kulda eins og öðrum líkamshlutum. II. Líkþorn fáið þið af of litlum skóm, sem þrengja að tánum. Gangið því aldrei í of litlum skóm og takið ykkur oft fótaböð. Varið yður að láta grafa í líkþornum, það getur verið óskaplega kvalarfullt. Leitið aðgerðar í tíma, því að líkþornum er hægt að eyða. in. Niðurgrónar neglur er mjög algengur kvilli og stafar oftast af því, að fólk kann ekki að klippa neglurnar. Neglurn- ar á að klippa þvert fyrir. Ef þið hafið of þykkar og harðar neglur, skuluð þið fara til fóta- sérfræðings strax, því að hann hefir verkfæri til þess að lag- færa þær. Það er þýðingar- laust að láta taka slíkar negl- Haustdragt. Hún er úr brúnu efni ur a^ ’ Þv* Þær koma hér um með breiðum röndum og með skinn- bil undantekningarlaust jafn kiaga' slæmar eða verri aftur. IV. Hörð húð (sigg) stafar af því, aðfæturnireru ekki baðaðir nógu oft, og húðin er of hörð. Takið ykkur helzt fotabað a Herra Guðmundur Finnbogason, verkstjóri, og hveriu kvöldi með brúður hans, ungfrú Valborg Sigurðardóttir. — , _ . , (Sigurður Guðmundsson tók myndina). goðn sapu — græn- sápa er ágæt —, þurrkið þá og nuddið með grófu handklæði. Ágætt er að bera á fæturna feit smyrsli eða lanolíu. V. Ef fætur yðar eru alveg heilbrigðir, ættuð þér ekki að finna til þreytu eða óþæginda í þeim frekar en annars staðar. Ef þið þreytist af að ganga eða standa, er eitthvað að fótum yðar. Þreytan gæti t. d. stafað vaf ilsigi, sem er slæmur fóta- kvilli og ákaflega algengur að verða. Fólk getur fengið ilsig á öllum aldri. Bezta ráðið við ilsigi er að nota ilstoðir, sem eru eingöngu úr leðri. Þær eru léttar og liprar fyrir hina sjúku fætur og fara vel í skónum. Góð morgunæfing. Standið beinar, teygið handleggina upp, beygið ykkur hægt áfram — hnén bein — og réttið handleggina út. Stofa handa ungum hjónum. Hún er ekkert íburðarmikil, en ljómandi lagleg. Takið eftir stóru blómunum á borðinu. Nú þegar eru fyrstu tízkuhattar haustsins að koma. Stórar fjaðrir verða mikið notaðar til skrauts.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.