Vikan


Vikan - 11.01.1940, Side 4

Vikan - 11.01.1940, Side 4
4 VIKAN, nr. 2, 1940 niður eftir, blasti við sjónum hrikalegur skógarveggur. Eftir 222 km. akstur er numið staðar við tollstöðina í Vuotso. Okkur er það nokkurt furðuefni að rekast á tollstöð í miðju landi, en það liggur svo í því, að hér fyrir norðan er landið ákaflega strjálbýlt, jafnvel enn þá strjálbýlla en Island, og þess vegna er landinu skipt í tollasvæði með „fríhafnar- landi“ allt norður að íshafi. Við tókum benzín í Vuotso — benzín- geymar eru með allri norðuríshafsbraut- um, enda þótt engin viðgerð fengist í Ivalo. Nú var tekið að rigna, og þar eð veg- urinn var nú öllu verri en áður, fórum við hægar yfir. Rigningin var óskapleg og veg- urinn versnaði eftir því sem norðar dróg. Nálægt 502 kílómetramerkinu fórum við fram hjá grísk-kaþólsku munkaklaustri í Yláluostari, og við urðum, sannast að segja, fegin er við komumst til Petsamo eftir fjögra tíma akstur. Hér er nyrsta hermannastöð í Finnlandi og þar skammt Með þátttöku Finna í olymp- iskuleikjunum fór að fara frægðar- orð af guf ubaði, er þeir nefnaSanna, og er einn lið- urinn í þjálfun íþróttamanna þeirra. Þessi böð eru eldgömul og afar vinsæl í Finnlandi. Bað- klefinn er hitað- ur upp með gufu af glóandi stein- um sem kastað er í vatn, en bað- endur strýkja sig með reyniviðar- greinum til stæl- ingar og hreins- unar. s<diiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii = 2 i Snæbjörn Einarsson: 1 Hvað máir lífsins lit af kinn og vör, \ og logann þann, sem kynnti æskufjör? = — Það kann víst enginn við þeim vanda = svör. — I § Eg þekkti konu, er kom um farinn veg, i É — við komum sama stiginn, hún og ég. — | i I»á virtist hún svo blíð og barnaleg. É Og þá var létt um hennar heiðu brá, i hjartað var þrungið lífsins stærstu þrá: É | Hún elskaði mann, sem önnur vildi fá. i Já, ástin varpar ljóma á lífsins brá, i hún læknar meinin, öll hin göfga þrá. = — En mannsins sorg og hatur hvíslast á. i Því lífið gefur sumum yndi og auð, i en aðrir hljóta steina fyrir brauð. í Og loks þú finnur: Lifsins þrá er dauð. inni — og þutum nú enn á ný inn í skóg- inn. Brátt komum við á þær slóðir, er Lapp- ar þvo gull úr fljótssandinum. Þeir eru þó ónýtir til þeirra verka, af því að þeir tolla illa í sama stað til lengdar. Lappar fara hér um á einlægu rölti á eftir hreindýra- hjörðum sínum. Þeir koma frá Rússlandi, fara yfir finnskt land og dvelja um hríð á norskum og sænskum háf jallaheiðum. Svo hverfa þeir aftur sömu leið — allt að vilja hjarða sinna. Handan við Laanila-þorpið, eða 260 km. frá Rovaniemi, tekur loks við skóglaust land. Vegurinn liggur um heiðar og fjöll, um Kaunispáá, sem er ofar trjágróður- mörkum. Á þessum slóðum er allt þakið mosa, kjarr er sjaldséð, þetta eru heim- kynni hreindýra og Lappa. Hér er víðsýni mikið og mann órar fyrir, hve Finnland er geysivíðáttumikið norðan heimsskauts- baugs. Nokkru eftir að við fórum fram hjá Laanila sprakk hjá okkur og skiptingin tók nokkurn tíma. Við ákváðum því að gista í Ivalo, þar var stöð fyrir áætlunarbílinn frá Petsamo og einhver von um að fá viðgerð. Greiðasölukonan í Ivalo og dóttir hennar töluðu báðar þýzku ágætlega, og við urð- um fegin að hvíla okkur undir mjúkum dúnsængum, þó að við yrðum raunar að hátta við kertaljós, því að hér norðurfrá er ekki að tala um rafmagn eða gas. Við vorum vakin tvisvar um nóttina, er áætl- unarbíllinn frá Rovaniemi brunaði í hlað- ið og hélt aftur af stað til Petsamo fyrir dagmál. En við vorum fljót að týgja okk- ur af stað um morguninn og héldum af stað í norðurátt á eftir áætlunarbíln- frá er grísk-kaþólsk kirkja með fagurlega útskornum turni. Staðurinn er mjög þýð- ingarmikill frá hernaðarlegu sjónarmiði. Landamærin við Rússland eru á næstu grösum og Rússar hafa aldrei getað sætt sig við, að Finnar fengu höfn við Norður- íshafið, aðeins 8 km. frá Petsamo hjá Liinahamari. Liinahamari er endastöð norðuríshafs- brautarinnar — einasta bílvegarins á meginlandinu að norðuríshafinu — og þar bíður vegmóðs ferðalangs þægileg aðkoma. Ferðafélag Finnlands hefir komið þar upp þokkalegu og frammúrskarandi hreinlegu gistihúsi, og þar mætir manni sama elsku- lega gestrisnin og í töfrahöllinni í Rovani- emi. En þeir, sem aka bíl sínum til Liina- hamari fá sérstaka viðurkenningu, ein- kennisskjöld á bílinn, sem er mjög eftir- sótt meðal bílaeigenda í Norðurálfu og hefir Ferðafélagið látið útbúa þessi merki. Við héldum af stað aftur heimleiðis samdægurs. Það rigndi enn sem fyrr og vegurinn var afleitur. Það var ekki um- ferðin á veginum, sem tafði okkur, því að á allri leiðinni frá Petsamo til Ivalo, sem er 240 km„ mættum við einum einasta bíl, en fólk sáum við yfir höfuð alls ekki nema út við íshafsströndina. Við gistum aftur í Ivalo, og þar fengum við loksins nýja bílslöngu, sem komið hafði með áætl- unarbílnum, og tryggði okkur nokkurn veginn slysalausa ferð til Rovaniemi. Á ferð minni í Finnlandi hafði ég þrá- sinnis tækifæri til að dást að hinum stór- huga framfaravilja, sem býr með hinni fámennu þjóð, en fátt grípur ferðalanginn sterkari tökum og verður honum minni- É — Og nú er hrukka, þar sem brosið bjó, 1 og bjarminn horfinn, er um svipinn sló. : 1 öilum dráitum eilíf dauðaró. stæðara en viðbúnaður þjóðarinnar til að verja fjör og frelsi fyrir árás að austan, sem lýsir sér nær alls staðar. Finnar vita vel, hvers þeir eiga að vænta af Rússum. Ekkert land á jafnlöng landamæri til aust- urs að verja. I frelsisstríðinu 1917 og 1918 fengu Finnar að kenna á „bróðurkærleik- anum frá Moskva“, og þeir gleyma aldrei þeirri reynslu. Rússar eru erfðaféndur þeirra, sem æ ofan í æ hafa ráðizt inn í land þeirra til rána, hryðjuverka og kúg- unar. Engin þjóð gleymir slíku. I biturri borgarastyrjöld börðu Finnar niður rauðu morðvargana og stofnuðu sitt unga ríki með aðstoð þýzkra vopna. En Sovétríkið hefir augastað á málmauði Finnlands, vatnsaflinu og skógunum. Leið heimsbyltingarinnar til Norðurlanda ligg- ur um kúgað Finnland. Þess vegna eru Finnar vel á verði gagnvart öllum sovét- rússneskum áróðri og þeir vísa honum heim til föðurhúsanna með bros á vör. Annars væri enginn skaði skeður, þó að allir sovét-vinir væru leiddir að landamær- um Finnlands og Rússlands og þeim leyft að sjá yfir gaddavírsgirðingarnar þá „sæluheima", sem getur að líta þar fyrir handan. En ég ætla ekki að vera svo ill- gjarn að óska þess, að þeir fari yfir girð- inguna til Leningrad, það gæti þá verið, að þeir ættu ekki afturkvæmt, ef forvitnin leiddi þá lengra en leyfilegt þætti.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.