Vikan


Vikan - 11.01.1940, Qupperneq 5

Vikan - 11.01.1940, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 2, 1940 5 Síðasta grein QUNNARS KAABER: UM LOFTHERNAÐ. Eiturgas, og verndun óvarðra borga Hér lýkur greinaflokki Gunnars Kaaber: Um lofthernað, er hann hefir skrifað fyrir VIKUNA. Sem fulltrúi fyrir Ven- syssel-hérað í Norður-Jótlandi sótti Gunnar í haust nám- skeið danskra lyfjafræðinga, er landvarnaráðuneyti Dana gekkst fyrir í þeim tilgangi, að lyf jafræðingarnir gætu haft forustu í björgun og landvarnamálum, hver á sínum stað, ef til árása úr lofti kynni að koma. I þessari grein sinni gerir höfundurinn grein fyrir eiturgas- árásum og verndun óvarðra borga gegn árásum úr lofti. — hvert skipti, er upp hafa fundizt ný vopn í hernaði, hafa jafnan von bráð- ar fundizt varnarvopn gegn þeim. Þetta gildir.ekki sízt eftir að eiturgasið kom til sögunnar í heimsstyrjöldinni. Þegar eftir fyrstu árás Þjóðverja með eiturgasi, vorið 1915, fengu hermenn Frakka og Englendinga tæki til varnar klórlofti. Það var svört andlitsskýla fyrir allt andlitið, með glervörðum götum í augnastað, en fyrir nefi og munni var hafður ullartausklútur, vættur í uppleystu fixernatórn. Þessi vökvi myndar hættu- laust efnasamband við klór. Eftir því sem eiturefnum fjölgaði, er notuð voru, fengu hermennirnir klúta með nýjum efnum. En eins og gefur að skilja var þetta fyrir- komulag mjög óhentugt. — Áður en hægt var að ákveða, um hvaða eiturgastegund var að ræða og hvaða efni þyrfti til að eyða því, hafði hlotizt talsvert tjón af. Til þess að geta greint efni þau, er notuð voru, kom til kasta efnafræðinganna — og ekki voru þeir á hverju strái. Þá varð annað til bragðs að taka, og var nú reynt að nota viðarkol eða beinkol, sem hafa sömu eiginleika. Eins og flest- um er kunnugt hefir það verið notað frá alda öðli til að eyða rotnunaródaun, t. d. nálykt, þar sem lík standa uppi. Þessar tilraunir sýndu það, að sé and- rúmsloftið látið fara gegnum mulin kol, sugu þau í sig öllum eitruðum lofttegund- um, sem til greina komu. Nú var tekið að framleiða gasgrímur, svipaðar þeim, sem enn eru notaðar. And- rúmsloftið síaðist gegn um mulin kol og hreinsaðist þannig af öllu eiturgasi, er þekktist á fyrstu stríðsárunum. En ekki vildu Þjóðverjar gefast upp við svo búið. Árangur efnastríðsins hafði verið of mikill til þess, að nú mætti leggja árar í bát. Það, sem nú lá fyrir, var að finna eiturefni, sem var nægilega frábrugðið þeim, er hingað til höfðu verið notuð, til þess að loftsía gasgrímanna yrðu gagnslausar. Það tókst. Þeir höfðu tekið eftir því, að gasgrím- urnar vörðu ekki gegn reyk, og 1917 tókst þeim að framleiða hnerrigas, er ég gat um í fyrri grein minni um eiturgas. Kolasíur grímanna gátu ekki veitt vörn gegn því, og kölluðu Þjóðverjar það „Maskenbrech- er“, eða „grímubrjóta“, vegna þess að þeir, sem fyrir því urðu, neyddust til að taka ofan grímur sínar. Þó leið ekki á löngu, áður en upp var Greinarhöfundur, búinn gasgrímu. fundið ráð við þessari hættu sem þeim fyrri. Reynslan sýnir, að verjast má köfnun í lokuðum herbergjum, þegar um eldsvoða er að ræða, a. m. k. stuttan tíma, með því að halda bómull eða vasaklút að vitum sér. Þar sem hnerrigas er sama eðlis og reykur má verjast því með svipuðum hætti. Nú eru gasgrímur þannig gerðar, að loftið, sem maður andar að sér, fer fyrst í gegnum þar til gerða bómullarsíu, sem heldur úti reyk og úða. Síðan fer loftið um hólf, sem er troðfullt af smámuldu koladufti. Við það hreinsast andrúmsloftið tvívegis, áður en það nær lungunum og er því meinlaust. Þannig standa nú til boða lofthreinsun- artæki, sem verja gegn innöndun allra þekktra tegunda af eiturgasi tímum sam- an. Gasgríma verður að vera loftþétt og verður að ná upp fyrir augun, til að verj- ast táragasi, en vatnið í útöndunarloftinu og svitinn döggvuðu gleraugu grímanna, svo að ekki sást handaskil. Þess vegna var í fyrstu hafður „vasi“ ofan til á hliðum gasgrímanna með bómullartappa í. Þar mátti stinga inn fingri og þurrka af glerj- unum án þess að taka ofan grímuna. Þetta var óþægilegt, og gat verið vara- samt. Þá var það ráð tekið að láta gagn- sæjar skífur með sérstöku efni, sem ver dögg, innan við gleraugun. Til eru margar tegundir af gasgrímum, sem eru að ýmsu leyti frábrugðnar hver annarri. Til þess að gríman verji mann sem lengst gegn eiturgasi, verður að hafa síuna sem stærsta. Sumar þjóðir hafa það því þannig, að loftsían er fest við mittisól hermannanna og tengd við grímuna með loftpípu, og má þá hafa síuna nokkuð stóra. Við það verða hreyfingar höfuðsins ófrjálsar og innöndunin erfiðari, en loft- sían dugar lengi. Danir hafa leyst úr þessum vanda á þann hátt, að grímum þeim, sem þeir fram- leiða, fylgja tvær loftsíur, litlar og léttar. Sú, sem notuð er, er skrúfuð á gasgrím- una sjálfa, og eru því höfuðhreyfingar all- ar frjálsar og andardrátturinn auðveldur. Sú sía, sem er höfð til vara, er fest við lok geymsluílátsins. Með lítilli æfingu er hægt að skipta um síu á fáeinum sekúnd- um, og með því að halda niðri í sér and- anum á meðan er það hættulaust. Öðru máli er að gegna um brennieitrin (sennepsgas o. fl.). Verkun þeirra kemur fram við snertingu og verður því að verja allan líkamann. Til þess er notaður gúmmí- fatnaður, er hylur mann frá hvirfli til ilja og er algerlega loftþéttur. En fyrir and- litinu er höfð gasgríma. Gúmmíföt þessi eru óþægileg í notkun, svitinn getur ekki gufað upp, en streymir niður, svo að menn verða stígvélafullir. Fötin eru dýr og fyrir- ferðarmikil, svo að ógerningur er að útbúa alla hermenn með þeim. Til varnar gegn árásum með senneps- gasi hafa því herdeildirnar sérstakan flokk manna, sem á svipstundu getur íklæðst gúmmífötum, en tekur síðan til starfa með að eyðileggja brennigasið með sérstökum efnum og áhöldum. Það er erfitt verk og ekki hættulaust, enda ekki talið, að menn geti unnið í gúmmífötunum meira en um 4 klukkustundir. Föt þessi eru þannig gerð, að hægt er að afklæðast þeim hjálparlaust, án þess að þau séu snert að utan, — því að það væri stórhættulegt. Frh. á bis. 17.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.