Vikan


Vikan - 08.08.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 08.08.1940, Blaðsíða 12
VTKAN, nr. 32, 1940 12 Áhrifamikill atburður frá baráttu egypzku úlfaldalögregl- unnar við „Hashish“- smyglara. Varðsveit úr úlfalda- lögreglunni í eyðimörk- inni. — Höfuðverkefni hennar er að hindra smyglun á „Hashish“ frá Palestínu og Sýr- landi. Meðfram landamærum Palestínu og Egyptalands á sér stað mikil smygl- un á „Hashish“, sem er eitt af út- breiddustu deyfilyfjum Austurlanda, og egypzka úlfaldalögreglan í Sínai er nótt og dag í leit að smyglurum, sem reyna að komast yfir eyðimörkina til Suez með vör- ur sínar. Oft er það slóð smyglaranna í sandin- um, sem vísar lögreglunni leiðina. Enski herforinginn C. Jarvis, sem hefir verið landsstjóri í Sinai í mörg ár, hefir sagt frá eftirfarandi, áhrifamiklum atburði, þar sem slóð í sandinum réði úrslitunum: „Snemma morgun einn fengum við tilkynn- ingu um, að dauður maður hefði fundizt á brautarteinunum nálægt E1 Arish, þar sem ég hafði bækistöð. Lögreglan fór þangað til þess að rannsaka málið, og komst að raun um, sér til mikillar undrunar, að það var ekki gamall, heyrnarlaus Arabi, sem næturlestin hafði ekið yfir, heldur einn af okkar beztu mönnum, innfæddur yfirlög- reglumaður í úlfalda-lögreglunni. Okkur fannst það mjög undarlegt, að skynsamur maður, með ágæta heyrn, skyldi verða undir skröltandi lestinni. Við létum því nokkura menn úr innfæddu lögregl- unni, svonefnda ,,trackers“ — sporrekjara — rannsaka málið. En sporrekjararnir gátu ekki fundið neitt grunsamlegt. Um nóttina og snemma um morguninn hafði verið lítilsháttar sandrok, og það hafði slétt úr öllum hugs- anlegum sporum. Læknisrannsóknin leiddi það í ljós, að limlesting dauða mannsins gat vel hafa orsakazt af lijóli lestarinnar, og við neyddumst til að taka þá skýringu gilda, og jarða hann samdægurs, eins og venja var á þessum slóðum. Ég var sjálfur viðstaddur jarðarförina — en þær hafa aldrei góð áhrif á hvíta menn, því að þeirrt fylgir hávært harma- kvein kvennann^/og fframpakenndur grát- ur. í hópnum tók ég sérstaklega eftir gam- alli konu, sem hét "^assila. Hún reif í ör- væntingu sinni heila flyksu úr hári sínu. Daginn eftir komu tveir synir hins látna yfirlögreglumanns til E1 Arish. Þeir voru líka í lögreglunni, en höfðu verið í fjar- liggjandi varðstöð, þegar þeir fréttu um dauða föður síns. Voru þeir sannfærðir um, að hér væri um morð að ræða. Faðir þeirra hafði verið ötull í barátunni gegn „Hashish“-smyglurunum og átti af þeim ástæðum marga óvini í bænum. Þeir fóru á þann stað við brautina, þar sem hann fannst. Klukkan níu kom annar þeirra hlaup- andi inn í skrifstofuna mína og var mikið niðri fyrir: „Faðir minn hefir verið myrt- ur héma inni í bænum og síðan borinn út að járnbrautarteinunum. Komið þér sjálf- ur og sjáið!“ Ég flýtti mér af stað með nokkurum lög- reglumönnum og innbornu sporrekjurun- um, sem um málið höfðu fjallað. Á leiðinni mættum við hinum bróðurnum, sem líka svall hugur í brjósti, er hann sagði og benti á blett í sandinum: „Þetta er blóð — blóð föður míns.“ Það var ekki auðvelt að sjá þennan blett, því að hann var á aðalleiðinni frá bænum til strandarinnar og hún var öll tröðkuð sporum eftir úlfalda, geitur og menn. Ég þurrkaði varlega brúnt lag, sem var ofan á blettinum — og þá kom rauði liturinn skýrt í ljós. Það var blóð. Nú tóku sporrekjarar vorir til óspilltra málanna. Þeir fundu bletti með fimm og tíu metra millibili, sumirvoru á stærð við tveggjakrónu pening, aðrir örlitlir. En all- ir voru þeir eins: Brúnir á yfirborðinu, en blóðrautt undir — og hægt var að rekja þá til þess staðar, þar sem líkið fannst. En hvers vegna höfðu sporrekjarar vor- ir ekki fundið blettina daginn áður? Á því var einföld skýrihg: Sandrokið hafði hulið þá með þunnu sandlagi, en um nóttina rigndi, svo að blóðblettirnir komu í ljós. Nú röktum við sporin inn í bæinn, til þess að sjá, hvaðan þau komu. Það var erfitt verk að fylgja blettunum eftir óhreinum götunum, þar sem mikil umferð hafði verið. Blettirnir lágu að litlu húsi. Þar bjó ung ekkja, Honum að nafni. Hún var dóttir Wassilu þeirrar, sem sorg- bitnust hafði verið við jarðarförina. Honum var strax tekin föst og var svo hrædd við lögregluna, að hún meðgekk allt: Móðir hennar vor foringi smyglara- flokks og hafði ákveðið að ryðja yfirlög- reglumanninum úr vegi, af því að hann hafði komizt á snoðir um, hvað hún hafði fyrir stafni. Wassila hafði fengið son sinn, mág og frænda í lið með sér. Honum var neydd til að lokka yfirlögreglumanninn heim í húsið til sín seint um kvöld. Þar var hann myrtur af Wassilu og félögum hennar. Wassila og tveir aðstoðarmenn hennar voru hengd og sá þriðji var dæmdur í ævi- langt fangelsi. Þetta var langt frá því að vera í eina skiptið, sem sporrekjarar úlfalda-lögregl- unnar komu upp um glæpamenn. í eyði- mörkinni eru fáir sjónarvottar, en sandur- inn er alltaf hið þögla vitni — og segir oft frá leyndarmálum. Draumar áttu mikinn þátt í því, sem rithöfundurinn Robert Louis Stevenson skrifaði. Hann dreymdi oft heila kafla og samtöl, sem hann síðan notaði í bækur sín- ar. Hin þekkta bók hans „Dr. Jekyll og Mr. Hyde“ varð þannig til í draumi. Frú Stevenson segir, að þegar hún vakti mann sinn einu sinni um miðja nótt, af því að hann var með martröð, hafi hann orðið vondur og sagt: — Af hverju varstu að vekja mig? Mig var að dreyma þessa af- bragðs afbrotasögu — og hún var ekki búin. En hann settist strax við að skrifa. niður drauminn. í enskum verzlunum er árlega stolið vör- um fyrir eina milljón króna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.