Vikan


Vikan - 15.08.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 15.08.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 33, 1940 3 A. J. Johnson: Ur djúpi minninganna. Ekki verður leigum forðað eða ófeigum í hel komið. egar ég hætti að róa á Stokkseyri 1898, tók ég það fyrir að reyna skútulífið, og var háseti á skútum vetrar- og (að mestu) vorvertíðirnar 1899 og 1900. Þá fyrri á kútter „Nýanza“, (skipstj. Karl Ólafsson frá Bygggarði á Seltjarnarnesi). Síðari vertíðina réðist ég á kútter „Guð- rúnu“, er var eign Helga Helgasonar kaup- manns og tónskálds, bróðir Jónasar organ- leikara dómkirkjunnar. Voru þeir bræður merkismenn, og höfuðbrautryðjendur söng- og tónlistar hér um sína daga, og báðir tónskáld. Sum af lögum þeirra munu lifa lengi, eins og t. d. „Við hafið ég sat“ og „Skarphéðinn í brennunni". Hefir ekkert tónskáld, mér vitanlega, reynt að búa til lag við þetta erindi Hannesar Haf- stein (sem lýsir Njálsbrennu frá upphafi til enda), nema Helgi Helgason. — Skipstjóri á „Guðrúnu“ var Guðmundur Sigurðsson ættaður sunnan úr Garði, en stýrimaður Benedikt Daníelsson, hálfbróð- ir Daníels ljósmyndara, (síðar dyravarðar Stjórnarráðsins). ,,Guðrún“ var lítið skip, um 30 smálestir, og var því í raun og veru oflítil til fiski- veiða á vetrarvertíð. Ekki man ég þó eftir, að við kæmumst nokkum tíma í „’ann krappan11 fyrr en við ætluðum að fara að sigla inn til Reykjavíkur stuttu fyrir lokin (11. maí). Þegar við vorum undan Snæ- fellsjökli skall á austan fárviðri, svo um ekkert var annað að gera, en leggjast „tii drifs“. I byrjun ,,drifsins“ sáum við skip eigi langt frá okkur. Var það „Fálkinn", eign Geirs Zoega kaupmanns. Fórst hann í veðrinu með allri áhöfn. Er það skemmst af að segja, að okkur dreif látlaust í 6 dæg- ur. Veðrið var svo mikið, að mest af tím- anum var ófært á milli ,,lúkars“ og „káetu“, og ógjörlegt var að kveikja upp eld. Mig minnir, að segl hafi engin verið uppi, nema smábleðill af „fokku og mess- an“ til að halda skipinu upp í vindinn. Þrisvar lögðu sjóirnir skipið nærri því á möstur. En það var tvent, sem bjargaði lífi okkar. Annað það, að í byrjun „drifs- ins“ voru settir út nokkrir pokar, með lifur í á kulborða, er lægði sjóina mikið, hitt, að í síðasta skiptið, er skipið lagðist nærri alveg á hliðina „lagðist það yfir“, þ. e. það „dreif“ á mótsettan ,,bóg“ (í aðra átt en áður), en í upphafi dreif okkur beint í áttina til Grænlandshafíssins — hefðum líklega lent í honum, hefði þetta ekki viljað til. Eftir það dreif okkur í suður. Við vorum 17 á skipinu, og þegar okku.r hafði „dri.fið“ , 4 dægur, gaf helm- ingurinn af skipshöfninni upp alla lífsvon og lagðist í ,,koju“, og þar á meðal skip- stjórinn. En Benedikt stýrimaður — hann dó hér í bænum, háaldraður, s. 1. sumar — hélt alltaf fullum kjarki, og talaði kjark í okkur ungu mennina, þó illa liti út. Ég segi eins og er, að mér fannst einhver innri rödd hvísla því að mér, að við kæm- umst til lands heilir á húfi. Loksins eftir 6 dægur fór veðrinu að slota, en þá var bæði erfið vindstaða, og svo var stórsjávað, að ómögulegt var að sigla nema með litlum seglum. Er við höfð- um siglt í 3 sólarhringa, sáum við toppinn á Snæfellsnesjökli. Eftir það fengum við blásandi byr alla leið heim á Reykjavíkur- höfn. Var okkur vel fagnað, og þóttust allir hafa okkur úr helju heimt. Matar- litlir vorum við orðnir, og flest ofandekks var horfið nema báturinn. Jafnvel voru skörð í „lunningunni“. Ekki hefi ég enn þann dag í dag, getað gert mér grein fyrir því, að ég fór ekki með félögum mínum í næsta „túr“. Ég var sá eini, er fór af skipinu (að mig minnir). Ég fór þó ekki heim, heldur leigði mér smáherbergi uppi á lofti í norðurendanum í húsi Þorsteins Tómassonar járnsmiðs í Lækjargötu — sem enn er til — og tók að stunda hvaða landvinnu sem ég fékk. Ég vann á túnum, pældi upp kálgarða, og bar kolapoka á bakinu upp Zimsens- bryggju og upp í kolabing. Og að því verki var ég 7. júní 1900, er ég sá „skútuna mína“ (þ. e. ,,Guðrúnu“) koma inn á ytri- höfnina í glampandi sól, og hægri útrænu, með flagg í hálfa stöng. Þóttist ég strax vita, að slys hefði orðið. Ég hætti vinn- unni, fékk mér bát og réri út að „Guð- rúnu“. Þegar þangað kom sagði Benedikt Daníelsson stýrimaður — sem mér þótti sérstaklega vænt um fyrir kjar„ hans og dugnað í veðrinu mikla fyrir lokin — og prúðmennsku alla, eftirfarandi: Skipið hafði aflað vel og var á leið til Reykjavíkur til að skipa upp afla, taka matvæli, vatn o. fl., svo sem venja var um miðja vorvertíð. Er það kom inn á „Svið“ í Faxaflóa lenti það í hvítalogni. Þar voru enskir togarar að veiðum. Meðal þeirra var einn frá Hull, og var íslenzkur maður há- seti á honum, Sigurður Hafliðason að nafni, ættaður sunnan úr Garði. Skipstjór- inn á „Guðrúnu“, sem einnig var ættaður úr Garði, þekkti Sigurð vel, og með því að logn var og „Guðrún“ komst ekkert áfram, datt honum í hug að fara um borð í togarann, og hitta vin sinn. Var skips- báturinn nú leystur og settur fyrir borð. Fjórir menn áttu að fá að fara með skip- stjóra þessa för, og sóttust yngri menn- irnir eftir því sem eðlilegt var, og það er ég viss um, að hefði ég verið með skipinu, hefði ég sótt mjög fast, að fá að fara í þetta ferðalag. Þorsteinn Kjarval, nú bóndi á ísafirði (bróðir Kjarvals listmálara) var einn af þessum f jórum, og læt ég hann nú segja frá, eftir að farið var frá borði á „Guðrúnu“. Hann segir: „Þegar við kom- um í námunda við togarann „Doris“, benti ég á, að réttast mundi að „leggja að“ við röðrarskip, sem voru fest í togarann, ann- að við stjórnborðssíðu en hitt aftan í. (Skip þessi voru þarna til að hirða fisk, þ. á. m. þorsk, sem Bretinn fleygði í sjó- inn). En skipstjóri vildi leggja að togaranum aftan til, stjórnborðs megin. Full ferð var á togaranum undir „trolli“. Áttum við því full erfitt með að ná honum, en þegar að honum kom, hljóp skipstjóri úr skut báts- ins og fram í stafn, til að taka á móti kaðli, sem kastað var frá togaranum. Skipti þá engum togum, báturinn stakst á endann ofan i straumiðuna. Er við vor- um að leggja upp árar, sat ég stjórnborðs megin, en er ég sá, hvað verða vildi, og ekki var eftir neinu að bíða, hljóp ég upp í afturenda bátsins, og náði mjög lausu taki í borðstokk togarans, og náðu tog- aramenn þá í axlir mér og höluðu mig upp. Allt gerðist þetta með leifturhraða. Hinir fjórir félagar mínir drukknuðu allir.“ Lík tveggja komu upp í vörpunni eftir klukkustund, og var farið með þau til Reykjavíkur. Hin komu í vörpuna einum eða tveimur dögum síðar, og voru þau flutt til Akraness fyrst, en síðar til Reykjavík- ur og jarðsett þar. Voru það lík bræðranna Guðmundar Sigurðssonar skipstjóra og Gests Sigurðssonar háseta. Báðir voru þeir nýlega kvæntir. Hinir tveir, sem drukkn- uðu voru: Ólafur Ebenesarson af Eyrar- bakka, og Sigurður Sigurðsson frá Butru í Fljóthlíð. Vorum við systrasynir. Blaðið „ísafold“ (ritstj. Björn Jónsson). minnir á í sambandi við þetta slys, „hve sjómönnum sé sundkunnátta nauðsynleg, því hún geti áreiðanlega komið að gagni í logni og sléttum sjó.“ Af framangreindum ástæðum var „skút- an mín“ með flagg í hálfa stöng, er hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.