Vikan


Vikan - 29.08.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 29.08.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 35, 1940 3 Síðasta verk listamannsins. r sgrímur Harðars kom gangandi eft- ir einni fjölförnustu götu borgarinn- ar. Göngulagið var dálítið hikandi. Augun starandi og óeðlileg. Hatturinn slútti niður í augu. Andlitið var fölt og veikindalegt. Það var eins og hann veitti engu eftirtekt, hann slangraði áfram, hálf vitundarlaus, bjálfalegur og einstæðings- legur, innan um þennan fólksfjölda, sem sífellt streymdi fram hjá honum. Það var eins og hann vissi ekki annað, en að hann ætti að ganga og ganga áfram, hve lengi, það gat enginn sagt, hann vissi það ekki sjálfur. Hann vissi aðeins, að hann varð að halda áfram, áfram, eitthvað. Og fóta- tak hans hélt áfram á gangstéttinni, ein- mana, þunglamalegt og óvisst, innan um óteljandi önnur spor, hröð eða hægfara, sem óaflátanlega héldu áfram í hringiðu stórborgarinnar. Allt í einu var sem hann rankaði við sér, hann sneri við og beygði inn á hliðargötu, hélt áfram og stanzaði að síðustu fyrir framan lítið sérstakt hús. Enn hikaði hann. Síðan gekk hann inn. Hurðin féll þunglamalega að baki honum. Húsmóðirin andvarpaði, loksins var herra Harðar kominn, og auðvitað fullur eins og vant var. Það var sorglegt með þennan unga listamann, hvernig líf hans var orðið. Bara að hún vissi hvar ættingj- ar hans væru, svo að hún gæti skrifað þeim, ef einhver gæti haft áhrif á hann. Hún vissi, að hann átti foreldra og syst- kini á lífi, en meira hafði hún aldrei fengið að vita. Það var eitthvað dularfullt við hann, eitthvað aðlaðandi. Hann var svo einstæðingslegur, átti enga vini, aðeins svallbræður. Lánið er hverfult. Frúin and- varpaði á ný, hún ætlaði að ganga upp til hans og vita, hvort hann fengist ekki til að borða eitthvað. Um leið og hún ákvað þetta, heyrðust veikir tónar ofan af loft- inu; frúin stanzaði og hlustaði, svona hafði hún aldrei heyrt hann spila fyrr. Það var eins og grátur, vonlaus, örvæntingarfullur grátur. Nú hækkaði það, varð trylltara og æstara, að lokum eins og hróp, vitstola örvænting manns, sem er að drukkna. Frúin gekk upp, hún opnaði hljóðlega hurðina að herbergi Harðars. Hver andlits- dráttur hans var spenntur, augun æðisleg. Hann tók ekki eftir neinu, en hélt áfram að spila. Það var eins og hann legði alla sál sína í spilið, örvænting, sorg og sökn- uður, vonleysi, spilling, allt hljómaði þetta úr tónum þeim, er hann framleiddi á fiðl- una. Síðast var það eins og hrópandi bæn um miskunn. Frúin lagði höndina sefandi á öxl hans. Hann hætti að spila og leit upp. Hún hrökk við, augun voru tryllt, æðisgengin, hann starði á hana eins og sá, sem hvorki heyrir, skilur né veit nokknrn skapaðan hlut. Svo var allt í einu eins og einhver eldur sloknaði í augunum, um leið linaðist spenningurinn í andlitinu, það var eins og líf hefði slokknað. Svo beygði hann sig niður og grét. Tárin runnu heit og sölt án afláts í langan tíma. Frúin stóð þögul og ráðalaus við hlið listamannsins, sem grét út sorg sína í örvæntingartárum. Hún skildi ekki til fullnustu það, sem gerzt hafði, en hún vissi, að það var eitt- hvað mikið, einhver breyting hafði orðið, og aldrei hafði hún heyrt því líkt spil, og mundi sjálfsagt aldrei heyra framar. Hún lagði höndina aftur sefandi á öxl hsta- | Smásaga eftir 1 I J'tf.Q.hYHCLM.VlScLóttLÚl \ : frá Skútustöðum 1 manninum: „Nú skuluð þér hátta og hvíla yður, Harðars,“ sagði hún ákveðið en vin- gjarnlega. ,,Já,“ hvíslaði hann bugaður og viljalaus: „Svo ætla ég að færa yður eitt- hvað til að hressa yður á, og reynið þér svo að sofna og hvíla yður.“ Þegar frúin hafði mælt þetta, sneri hún sér við og gekk niður. Henni dvaldist dálítið við að taka til á bakka hressingu handa honum, en er því var lokið, tók hún bakkann í aðra hendi og gekk af stað upp á loftið. Um Jeið og hún steig í fyrstu tröppuna, kvað við hár hvellur; hann bergmálaði aftur frá öllum hliðum og dó síðan út. Frúin rak upp hljóð og náfölnaði, bakkinn hrundi með braki og brestum. Hún studdi sig við handriðið í nokkrar mínútur, síðan gekk hún hægt upp á loftið og opnaði hurðina að herbergi Harðars. Hann lá á gólfinu með starandi augu. Skammt frá honum lá skammbyssa. Á borðinu lágu nýskrifuð nótnablöð. Síðasta verk listamannsins, sem nú flúði undan örlögum sínum. Lífið er skrítið. Þarna lá nú þessi maður liðið lík. Maður, sem átti allt lífið fram- undan sér, og hafði fengið í vöggugjöf, hina stórkostlegu hæfileika, að geta túlk- að í tónum hið viðkvæmasta og fegursta er mannlífið á og einnig hið sárasta og versta. Maður, sem hefði getað unnið sér frægð og frama, sem hefði verið dáður og elskaður jafnt af þeim, sem ekki skildu listina, en hrifust af henni, og hinum, sem skildu og unnu listinni. Hvað skyldi hafa orðið til þess, að hann greip til þessa ör- þrifaráðs, að hverfa af leiksviði lífsins ótilkvaddur? Hvaða dimmviðri mannlegra örðugleika stóðu á bak við þetta óhappa- verk ? Ef til vill höf ðu hinar grimmu norn- ir staðið við vöggu hans sem barns, og síðan við hlið hans í lífinu, og valdið því, að han villtist af braut lífsins, gat ekki gengið hinn rétta veg, en hafnaði mitt á hinum þröngu, ógreiðfæru og torsóttu göt- um. Enginn getur sagt um það. En það eitt er víst, að sá maður, sem ræður sér bana, gerir það að óhugsuðu máli, og af augnabliks, óviðráðanlegri þrá til að hverfa. Hann stendur á regindjúpi mann- legs myrkurs og þunglyndis og fremur þá, óhugsað og í augnabliks algerðri yfirbug- un, það verk, sem hann mundi ekki annars hafa gert. # „Gerið þið svo vel. Velkomin.“ Frúin stendur í dyrunum og tekur á móti gest- unum. Hún er há og gíæsileg, já jafnvel falleg, en þóttaleg. Það er boð hjá forstjór- anum — ja, það er auðvitað hjá frúnni, — og nú eru gestirnir sem óðast að koma, og eru allir boðnir velkomnir við dyrnar og vísað inn í hinar viðhafnarmiklu stof- ur. Síðast kemur gamli bankastjórinn. Hann er mikill vinur frúarinnar, og er stöðugur gestur hennar, síðan hann lét af hinu virðulega embætti. Frúin gengur við hlið hans in í stofumar. „Hefirðu heyrt, að Hilmar bróðir er kominn frá útlandinu, og hann verður hérna í kvöld og ætlar að spila á fiðluna." „Gleður mig að heyra,“ rymur gamli maðurinn. „Það verður líklega heyrandi, það eru ekki svo fá ár, sem hann er búinn að vera við þetta nám.“ Kliður samtala gestanna, sem fyrir eru, yfirgnæfir raddir þeirra svo meira verður ekki heyrt. Frúin gefur sig á tal við gesti sína einn eftir annan. Hinn létti tónn sam- kvæmissamtalanna breiðir sig yfir stof- urnar. Eftir skamma stund eru gestirnir leiddir að hinu uppbúna kaffiborði, og borðhaldið hefst með því, að forstjór- inn býður gesti sína velkomna með nokkr- um orðum. Síðan hefst kaffidrykkjan. Menn verða glaðir og reifir, einkum þegar farið er að skála í kampavíni. En hófs er vandlega gætt, og borðhaldið fer prýðilega fram. Að endaðri kaffidrykkjunni dreifa menn sér um stofurnar, og nú tilkynnir frúin, að Hilmar bróðir sinn, nýkominn frá iitlandinu, ætli að skemmta um stund með fiðluspili. Kliður samtalanna þagnar samstundis, þegar hinn ungi fiðluleikari kemur með fiðluna og hallar sér upp að píanói frúarinnar. Hann er hár og grann- ur, með dálítið þunglyndisleg augu. Allra augu stara á hinn unga mann, þegar mjúk- ir tónar fiðlunnar berast um stofurnar. Að enduðu fyrsta laginu, klappar fólkið í mik- illi hrifningu. Fiðuleikarinn spilar nokkur lög og hrifning áheyrenda vex stöðugt. Að síðustu leggur hann frá sér fiðluna og fær sér sæti, en hinir heimtufreku á- heyrendur klappa þangað til hann lofar að spila eitt lag í viðbót. Hann tekur fiðluna í aðra hendi og bogann í hina, síðan lítur hann upp og horfir yfir fólkið, sem bíður í þögulli eftirvæntingu. „Ég ætla að spila lag, sem kallað er síðasta verk listamanns- ins. Þið vitið, að það er eftir hinn unga

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.