Vikan


Vikan - 29.08.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 29.08.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 35, 1940 5 I œfintýraheimi Kyrrahafsins. Jack London siglir á „Snark- en“ á milli Kyrrahafseyj- anna — kemst í tæri við mannætur — verður að fara heim vegna fjárhagsvand- ræða, en hverfur svo aftur til baka og heldur áfram ferðinni. ann 6. desember 1907 komu Jack og Charmian London til Marquesaseyj- anna og vörpuðu akkerum í Tai-o-haé-fló- anum eftir tveggja mánaða hættulega ferð. Þau höfðu lent inn á lognsvæði svo að ,,Snarken“ lá hreyfingarlaus í marga daga, og í hitabeltisskúrum, sem hvað eftir ann- að höfðu nærri brotið þetta leka bátkríli eins og eldspýtu. I tvo mánúði höfðu þau ekki séð svo mikið sem segl eða reyk frá nokkru skipi. Helmingnum af vatnsforða þeirra skolaði fyrir borð, og þau hefðu vafalaust dáið úr þorsta, ef forsjónin hefði ekki sent þeim regnskúr, þegar mest lá við. 1 augum Jacks var það lífshættan, sem gaf ferðinni mest gildi. Hann var heillaður eins og hrifnæmur unglingur. Hann stýrði „Snarken“, veiddi höfrunga, hákarla og sæskjaldbökur, lá endilangur á framlúgunni og andaði að sér söltu sæ- loftinu, skrifaði á hverjum degi 1000 orð af „Martin Eden“ og auk þess margar spennandi greinar. I Nukuhiva leigði Jack sér húsið, sem rithöfundurinn Robert Louis Stevenson hafði dvalið svo lengi í, þegar hann var á Marquesaseyjunum. Undir eins og áhöfn- in var búin að ganga frá „Snarken“, fór hún öll ríðandi inn í hinn dásamlega Hapaa-dal, þar sem Melville segir í bók sinni, að búi hraustur, herskár ættflokk- ur, sem lifi þarna í frjósömum hitabeltis- garði. En nú þegar Jack reið í gegnum dalinn, var hann óræktaður og vaxinn ill- gresi og frumskógum, og þeir fáu íbúar dalsins, sem höfðu lifað af þá sjúkdóma, sem menning hins hvíta kynstofns hafði fært þeim, báru með sér einkenni dauð- ans. Hann skrifaði þungorða grein um gereyðingu þessa glæsilega kynstofns, sem hann í virðingarskyni við Melville kallaði Typee. „Allur þróttur, öll fegurð er horfin, og í Typee-dalnum búa fimmtíu volaðir aum- irigjar í heljargreipum holdsveiki, berkla og elefantiasis. Lífið er að rotna í sundur í þessum dásamlega garði.“ Eftir tólf daga viðdvöl sigldi hann af stað í áttina til Tahiti, þar sem póstur beið hans. Þar frétti hann, að „Snarken“ væri enn þá einu sinni talinn af, og að sjómennirnir í San Francisco hefðu bent á spádóma sína um, að hann mundi farast, af því að hann væri svo illa byggður og illa útbúinn. Mörg af blöðunum fluttu greinar, þar sem þau hörmuðu það ein- læglega, að Ameríka hefði misst svo ungan og efnilegan rithöfund, en ýms önnur blöð ásökuðu hann um að breiða út kviksögur um dauða sinn, einungis til að vekja eftir- tekt á sér. Banki nokkur í Oakland, sem var sann- færður um, að hann lægi á botni Kyrra- hafsins, sagði upp veðsetningunni í húsi Flóru. Nokkrar ávísanir, sem Jack hafði gefið út í Hilo voru afsagðar í öðrum banka í Oakland með áletruninni „engin inneign fyrir“, og var þessu hampað mikið í blöð- unum. Jack hafði gefið Ninettu Eames umboð til að stjórna f jármálum sínum. Hún hafði ákveðið sér tíu dollara laun á mánuði fyrir það, en hækkaði það nú upp í tuttugu dollara, auk þeirra fjörutíu dollara, sem hún tók í leigu fyrir herbergin í „Wake Robin“, en Jack notaði ekki neitt. Þegar Jack fór í gegnum reikningana, sá hann, að hún hafði notað 1000 dollara til að byggja við hlöðuna á Hills Ranch, svo að ráðsmaðurinn og kona hans gætu búið þar. I desember höfðu verið notaðir 1400 doll- arar handa Flóru, Johnny Miller, Jenny gömlu, Bessie og tveim dætrum hennar, í vinnulaun, til matar og efniskaupa á bú- garðinum og til þess að borga vátrygg- ingar. Annar reikningur, sem samtals nam 1000 dollurum, var fyrir útbúnað á „Snarken“, allt frá 4000 lítrum af olíu upp í 100 pakka af egypskum sigarettum og tíu dósir af brjóstsykri. Og auk allra þessara útgjalda kostaði útgerðin á „Snarken“ 1000 dollara á mán- uði. Þó að „Macmillan“ hefði borgað hon- um í desember 5500 dollara í ágóðahluta, þó að hann hefði selt blaðinu „Century" „Listin að kynda bál“, fyrir 350 dollara, þó að Ninetta Eames hefði selt fjögur handrit, og þó að komið hefðu peningar frá enskum, frönskum, skandinaviskum, þýzkum og ítölskum umboðsmönnum, komst hann að þeirri niðurstöðu, að í fyrstu viku ársins 1908 var aleiga hans sextíu og sex dollarar og engin von um nýjar tekjur í nánustu framtíð. Gufuskipið „Mariposa" lá í höfninni ferðbúið til San Francisco. Jack ákvað að fara heim og reyna að koma lagi á fjár- mál sín. Hvernig hann fór að krækja sér í peninga fyrir farmiðum handa sér og Charmian, var ráðgáta. Hann skildi „Snarken“ eftir í vörzlum Warrens skip- stjóra og skipshafnarinnar. Allir ættingjar hans, sem beðið höfðu kvíðafullir eftir bréfi frá honum með „Mariposa“, urðu undrandi, þegar þeir fréttu, að hann væri kominn til San Francisco. Margir ásökuðu hann um að hafa hætt við langferðma. Þegar hann sagði þeim öllum, að hann ætlaði að fara með „Mariposa", þegar hún færi aftur eftir viku, reyndu þeir vinir hans, sem ekki hlógu vantrúaðir að hon- Typee-dalurinn, sem rithöfundurinn Melville halði lýst sem fögrum garði með hitabeltisgróðri, varð Jack mikil vonbrigði. „Lífið er að rotna í sundur í þessum dásamlega garði“, skrifaði hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.