Vikan


Vikan - 29.08.1940, Qupperneq 10

Vikan - 29.08.1940, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 35, 1940 Heimilið Matseðillinn. Hveitibollur. Þessar bollur eru notaðar í alls konar sætsúpur og fínar kjötsúpur. 125 gr. smjör, 125 gr. hveiti, 1 peli kalt vatn, 4—10 egg og ögn af salti. Smjörið er brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt út með köldu vatni í tvennu lagi. Þegar deigið sleppir potti og sleif, er það tekið af eld- inum. Eggin eru hrærð í, eitt í einu. Þegar síð- asta eggið er komið i, er deigið hrært í 10 mínút- ur. Þá eru stungnar af litlar bollur með teskeið og settar niður í salt, sjóðandi vatn og soðið hægt í 2 mínútur. Þá eru þær teknar upp úr og settar í kalt vatn, og þaðan teknar með spaða og færð- ar upp á fat. Fiskréttur: Soðinn fiskur. 3 kg. þorskur (ýsa, lúða eða annar fiskur), 3% líter vatn,' 60 gr. salt og 3 matskeiðar edik. Fiskurinn er skafinn úr þrem til fjórum vötn- um, sundmaginn og allt blóð tekið vel úr dálk- inum, fiskurinn síðan skorinn í hæfilega stór stykki eða látinn vera heill. Því næst er hann settur á fat og stráð yfir hann tveim til þrem hnefum af salti og látinn bíða þannig í minnst tuttugu minútur. Vatn er sett í pott yfir eldinn ásamt salti og ediki og þegar það er orðið vel heitt, er fiskurinn enn á ný skolaður í tveim vötn- um, látinn í pottinn og soðinn hægt í 10 mínútur. Borinn á borð með soðnum kartöflum, kartöflu- salati, heitu eða köldu, með ýmsum ljósum sós- um, sinnepssósu, sítrónusósu eða bræddu smjöri. Kjötréttur: Kjöt í karry með hrísgrjónum. 3 kg. kjöt, 4 lítrar vatn, % matskeið salt, 160 gr. hveiti, 160 gr. smjör, 1 teskeið karry, hálfur rifinn laukur og 7 til 8 pelar af soðinu í sósuna. Kjötið er höggið eða skorið í litla, ferkantaða bita, þvegið úr volgum vötnum og látið í pott með heitu vatni ásamt salti. Þegar suðan er kom- in upp, er froðan tekin af og síðan er kjötið soðið í allt að hálfan annan klukkutíma. Þá er það tekið upp og því haldið heitu. Soðið er siað og flotið tekið ofan af. Því næst er smjörið brætt og hveitinu og karryinu jafnað út í og það þynnt með soðinu. Sósan er soðin hægt við í 10 mínút- ur og laukurinn látinn i. Kjötinu er svo raðað á fat, sósunni hellt yfir og hrísgrjónarönd sett í kringum það. Husráð. Silki er ágætt að þvo úr kartöfluvatni. Stappið nokkrar hráar kartöflur, setjið stöppuna í kalt vatn og hrærið í. Látið það standa x eina klukku- stund, hellið síðan vökvanum í annað ílát, en látið gruggið verða eftir. Þvoið síðan silkið úr vökvanum, og strauið, þegar það er nærri því þurrt, á rétthverfunni. Að sjóða egg. Alveg ný egg þurfa að minnsta kosti fjögra mínútna suðu, til þess að hvítan verði alveg stinn. Nokkurra daga gömul egg þurfa ekki nema þrjár mínútur. Sprungin egg má sjóða, með því að vefja umbúðarpappír um þau. Ef þau springa í suðunni, þá setjið bama- skeið af salti í vatnið, þá rennur hvítan ekki út. Annars er gott að bæta ofurlitlu ediki í vatnið, svo að eggin Springi síður. (cvqjmcl á vegum Mœðrastyrksnefndarinnar. Fyrsta neyðarmerkio utan af hafi var sent þann 23. janúar 1899 frá vitaskipinu á Goodwin Sands í Ermarsundi. Þá var það ekki S. O. S., heldur C. Q. D. (come quickly, dangar, sem þýðir: komið fljótt, hætta). Maður nokkur í Kent, sem var að gera tilraunir með heimatilbúið viðtæki, heyrði það af tilviljun og skildi það rétt. Hann símaði til lögreglunnar, | sem síðan sendi skeyti til björgun- I arstöðvarinnar í Dover. Það tókst i að bjarga áhöfninni á gufuskipinu I „R. J. Matthews“, sem strandað i hafði á Goodwin Sands. Við sem heima í hreiðrum okkar sitjum með hefta í fjötrum víðsýnisins þrá, í andans draumum ósjálfrátt við vitjum upp í dalaveldin heið og blá. Þá lyftist hærra veika vængjatakið, veröld slika ei borgarlífið á. Hvað lokkar meir en frjálsa fuglakvakið? Ó, fagra sveit, þín tign er sterk og há. Því opnaðist mér útsýn nýrra heima, er okkur bauðst þann veruleika að sjá. Vel sé þeim, sem vökumalinn geyma og vaxtarþroska alþýðunnar sjá. Við ferðuðumst um fjalla-sali víða og frelsis drukkum veig í bjarkar-sal. Á gististaðnum gott var viku að bíða, því gullnar myndir skreyta Laugardal. Við sáum Geysis glæsta frægðar setur gosið voldugt steig í loftið hátt, úðamagnið enginn málað getur, aflsins gýgur sýnir trölla mátt. Við hiustuðum á Gullfoss gígjustrengi, það guðdómlega tilfinninga mál. Það er hægt að lifa á því lengi, sem lífsins perlur móta innst í sál. I.augarvatn þig signir frægðar saga, seiða gesti þúsund leyndarmál. Náttúran á kærleiks krafta haga, þar kynda álfar Iangeldanna bál, þar ljómar allt af lífi, ást og gleði, loftið andar sælu kenndum frið. Hvar sástu fegri rós á blómabeði, bjarmagull, sem ekkert jafnast við. Töfruðu okkur hamrabeltin háu, helgir logar skreyttu loftsins tjöld, sólin kyssti fjallablómin bláu, blíðalogn var fram á rauðakvöld. Ljóssins geisium laugaðist hver dagur, léku á hörpur skóga dísa val. Allsstaðar var ilmskógurinn fagur. Með ástarþökkum kveðjum Laugardal. Við minnumst ykkar allra, félagskvenna, sem okkur buðu þessa skemmtiferð. Við vitum eitt, að blysin alitaf brenna, sem blakta yfir ykkar reglugerð. Því er vert að þakka og gleyma eigi þeim, sem rétta sanna vinarhönd. -Já, heill sé þeim, sem varða nýja vegi og vita settu á hörmunganna strönd. Þið veltuð bjargi, birti af nýjum vonum, byrjunin var hamingjunnar spá. Enn J)á lifir kjarkurinn hjá konum og kærleikur, sem vandamálin sá. Við þökkum samúð sýnda í orði og verki, sigrið, styrkið þjóðfélagsins meið. Lifið heilar, verjið mæðra merki, mannkærleiki er giftuspor um leið. Valgeröur Sœmundsdóitir MILD ^-Lóíéet-Si Heildsölubirgdir: Árni Jónsson Hafnarsfrœti 5 .‘VjUlllMIIIIIIIIIIIIHI 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111^

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.