Vikan


Vikan - 29.08.1940, Side 15

Vikan - 29.08.1940, Side 15
VIKAN, nr. 35, 1940 15 Stína vonast eftir jóla- gjöfinni í sokkinn sinn. 1 ÆVINTÝRAHEIMI KYRRAHAFSINS. Framhald af bls. 6. getað verið verk tíu til fimmtán samtíða- höfunda hans. Greinar hans um ferðalagið, sem seinna voru gefnar út undir nafninu ,,1 langferð með Snarken“, eru skrifaðar í þessum ljúfa, heillandi frásagnarstíl, sem endur- speglar svo greinlega skapgerð hans sjálfs, en sjálfur mundi hann manna síðast hafa trúað því, að þær hefðu nokkurt bók- menntalegt gildi. Hann skrifaði alls þrjá- tiu smásögur, sem gerast á Suðurhafseyj- um. Þó að sumar sögumar séu spennandi, ná þær þó aldrei vemlega tökum á lesand- anum. Hann getur ekki sett sig í spor aðal- persónunnar, lifað og barist og dáið með henni. Jack London tókst ekki að veita öðmm hlutdeild í þessum ævintýrum sín- um. Hinir póhtísku félagar hans höfðu áfellzt hann fyrir, að hann skyldi fara burtu, þegar svo mörg óleyst verkefni biðu heima fyrir. 1 dýpri skilningi höfðu þeir rétt fyrir sér, því að lýsingar Jacks á sam- tíðarmönnum sínum og umhverfi em miklu auðugri af sannri list og orka dýpra á tilfinningar okkar en sögur hans frá Suðurhafseyjum. Islenzk skiptimynt. Allmikill hörgull er orðinn á íslenzkri skipti- mynt og hefir rlkisstjórnin tilkynnt pað í blöð- um, að hún hafi samið við brezku myntsláttuna um að slá íslenzka skiptimynt og er von á henni hingað til lands eftir ca. 2 mánuði. Skorar ríkisstjórnin á fólk, sem á sparibauka, er bank- arnir hafa selt, að leggja hið allra fyrsta inni- hald peirra inn í bankann. Einnig er skorað á fyrirtæki pau, sem nota skiptimynt i viðskiptum sínum að nokkru ráði, að afhenda daglega í bönkum alla pá skiptimynt, sem peim er auðið að missa vegna viðskipta sinna. Svör við spurningum á bls. 2: 1. Nei. 2. Suez-skurðurinn. 3. Hann nam Vatnsdal og bjó að Hofi. 4. Á Malakkaskaganum, Java og Sumatra. 5. Hægra megin. 6. I Oxford og Cambridge. 7. Haraldur Guðmundsson. 8. Belgía og Holland. 9. Einar Þorvaldsson. 10. Emil Jónsson verkfræðingur. -———---:-----------n „Sá grái“ getur verið stærðar skepna, eins og myndin sýnir. Ghorfa eru þessi gluggalausu hús í bænum Medenine í Tunis kölluð. — Innfæddir menn hafa byggt þau til verndar sér og eigum sínum gegn eyðimerkurræningjum. Byggingin fór þannig fram, að hver maður hnoðaði sinn klefa úr leirnum hvern upp af öðrum. Eina leiðin inn í herbergin er eftir leirþrepunum utan á húsunum. Nú eru margir af þessum klefum aðeins notaðir sem geymslur fyrir korn og verk- færi, og hús úr stáli og steypu, með flötum þökum eru að útrýma Ghorfa-húsun- um. Þess verður vafalaust ekki langt að bíða, að mouflon’arnir, hinar villtu sauð- kindur, verði einu lifandi verurnar, sém gista þessa klefa.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.