Vikan


Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 39, 1940 7 Prakkararnir herja, og enginn fær tækifærí til að láta sér leiðast. Prakkaranáttúran herjar í Ameríku.. — Við könnumst við manntegund í Ameríku, sem kölluð er ,,gangsters“, og á íslenzku hafa verið kallaðir bófar. I Ameríku er önnur manntegund, sem kölluð er „pranksters", og á íslenzku mætti kalla prakkara. Það er sérstök tegund af gárungum, menn, sem aldrei hafa orðið fullorðnir og sem finna upp á alls konar hrekkjabrögðum, sem þeir láta bitna á náunganum. Þessi ófögn- uður er að verða hreinasta plága í Bandaríkjunum, eða eins og blað þar skrifar: „Ef allir prakkarar væru lagðir hver við endann á öðrum og múrað yfir með sementi, mundi sjálfsmorð- um, morðum og taugaáföllum fækka mjög hér í landi. Með því fengjum við ágætan bílveg þvert yfir Ameríku, sem okkur væri sönn ánægja að aka eftir!“ Eitt af áhrifaríkustu tækjum þessara prakkara er „sjálfs- sprengjan“. Hún kostar 75 aura og er sett ofan á vélina í bíl náungans. Þegar bíllinn er settur í gang, springur sprengjan með háum hvelli og á eftir koma skerandi flaututónar í margar sekúndur, en svört og hvít reykjarský hylja bílinn. Það efast enginn um það, sem stendur á notkunarfyrirsögninni: að „áhrif- in séu óbrigðul“. Ef manntetrið á ekki bíl, getur prakk- arinn hresst upp á hann með- því að bjóða honum vindil eða sígarettu, sem springur, þegar verst lætur. Það er hægt að setja „sprengju“ í næstum hvað sem er: blýanta, sjálf- blekunga, vasabækur, tappa Og eldspýtu- Nýjasta tækið er g-úmmístimpill, sem gerir rautt stokka, já jafnvel í vaiamerkl- spil. „Ágætt til að lífga upp, þegar bridge-inn er í daufara lagi!“ segir notkunarfyrirsögnin. Ef fórnardýrið er svo heyrnarsljótt, að hvellur hafi engin áhrif á það, verður prakkarinn að grípa til annarra ráða, og á þeim er heldur enginn hörgull. Ef það er karlmaður, gefur hann honum vínflösku, sem græn slanga sprettur upp úr um leið og tappinn er tekinn úr henni. Ef það er kvenmaður fær hún sultu- tauskrukku í stað vínflösku. Það er tekin ábyrgð á því, að slang- j Þegar bíllinn er settur i gang, springur ,,sjálfs-sprengjan“ með háum hvelli. Á eftir koma skerapdi flaututónar í margar sekúndur, og bíllinn hverfur í þykkum reykskýjum. an stökkvi minnst 4 metra í loft upp, en þess er ekki getið hve hátt eigandinn stekkur. Nýjasta uppátæki prakkaranna á sjálfsagt eftir að valda mörgum hjónaskilnaðinum. „Hot Lips“ heitir tækið, sem þeir nota, og er það gúmmístimpill í laginu eins og allra kyssilegustu konuvarir og borinn á hann varahtur. Ef honum er þrýst á vangann eða skallann á grandalausum eiginmanni, getur það haft hinar víðtækustu afleiðingar. Á heimili prakkarans fær gesturinn ekki tækifæri til að láta sér leiðast. (Hvort hann kemur aftur er annað mál). 1 forstof- unni hengir hann fötin sín á herðatré og snaga, sem strax láta undan — þau eru sem sé úr gúmmíi. Stólarnir í stofunni mjálma ámátlega, þegar setzt er á þá, og sápan í baðherberginu litar hendur hans og andlit grænt. Við borðið fær hugmyndaflug prakkarans fyrst verulega að njóta sín. Við diskana setur hann glös, sem leka, súpuskeiðarnar bogna eða bráðna í heitri súpunni og í saltkarinu eru eftirlíking- ar af allskonar skorkvikindum. Maturinn er aðallega úr sápu og gúmmí: Það eru sápu-egg, -ostur og -kex, og gúmmí-pylsur, -bananar, -hnetur og -konfekt. Flest af þessum uppátækjum prakkaranna, og það sem til þeirra þarf, kemur frá félaginu Johnson Smith & Co. í Detroit. Félagið fær að meðaltali fimmþúsund beiðnir á dag. Eftirspum- in er stöðugt vaxandi, og reynslan sýnir, að hún er meiri á vet- urna en sumrin. Já, það er margt skrítið í henni Ameríku. REYKJAVÍK — Frh. af bls. 4. fyrsti vísirinn er nú sjáanlegur, þar sem háskólahverfið er. Hverfi þessu er ætlaður staður vestan til í hallanum upp af Vatnsmýrinni, sunn- an við bæinn. Um alla framtíð verður þessu veglega og reisulega hverfi ætlaður rúmur völlur með frjálsu umhverfi, en það er mjög nýstárlegt í byggingarsögu bæjarins, að framsýni gæti í þeim efnum, þegar um meiri háttar mannvirki er að ræða. Mynd sú, sem hér fylgir af þessu ís- lenzka „Quarter Latin“, gefur nokkra hug- mynd um staðsetningu háskólabyggðar- innar, skv. uppdráttum Próf. Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, og er óhætt að fullyrða, að fáar aðrar borgir hafi hugsað svo stórmannlega í upphafi fyrir háskóla sínum og öðrum æðri mennta- og vísindastofnunum. I þessu hverfi eru nú byggðar þrjár stórbygging- ar af þeim fimm, sem mynda eiga kjarna hverfisins, og eru það auk Háskólans Stú- dentagarðurinn og Atvinnudeild Háskólans. Auk þeirra fimm bygginga, sem fyrst eru ætlaðar með fram hinni skeifumynd- uðu aðalbraut, eru talsverðir möguleikar fyrir frekari viðbótarbyggingum. Auk þessa er svo í ráði að reisa stérstakt íbúða- hverfi fyrir kennara skólans sunnan til við aðalbyggingarnar. # Það má lengi um það deila, hvort unnt hefði verið að spara fjármuni til Háskóla- framkvæmdanna, en það er víst, að hér er eitt fyrsta sporið stigið, auk bygginga Þjóðleikhússins og Austurbæjarskólans, í þá átt að varpa kotungshaminum og skapa byggingaverðmæti, sem niðjarnir þurfi ekki að fyrirverða sig fyrir að erfa. Reykjavík er að ýmsu leyti enn óskrifað blað. Möguleikar hennar eru miklir, og eru nátengdir velgengni eða kreppum þjóðar- búskaparins. Ef Islendingum vegnar vel, vex hin unga höfuðborg þeirra bæði að vizku og gengi, en ef miður fer, þá hröm- ar hún. Ef bærinn blómgast efnalega, þarf ekki að kvíða því svo mjög, að Reykjavík verði ekki svo byggð, sem föng em á. Islending- ar hafa sýnt það, að ef þeir fá tilsögn og augu þeirra em opnuð fyrir hinu hagnýta og fagra í byggingum og skipulagi, þá geta þeir unnið hin prýðilegustu verk. Lista- mannseðlið, sem er ríkt í þjóðinni, kemur þá til sögunnar, og sementið á áreiðanlega eftir að verða í æ ríkari mæli efni, er túlk- ar löngun þjóðarinnar til að njóta fegurðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.