Vikan


Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 39, 1940 En svo skeði það, kvöldið sem þau höfðu verið uppi við Sacré Coeur-kirkjuna. Þau gengu götu, sem hún hafði ekki farið um áður. Götuljósin loguðu. Á bekkj- unum sátu gamlir menn og ungir elskend- ur, sem kysstust í kvöldkyrrðinni. Þau gengu hægt og þögðu. Hann hafði stungið hendinni undir handlegg hennar og hún fann, að hann var órólegri en venjulega, jafnvel enn órólegri en hún. Hann færði hendina niður eftir handleggnum, þangað til hún nam við hönd hennar og tók utan um hana. Þau námu staðar, eins og þeim væri ómögulegt að ganga áfram. Skömmu síðar dró hann hana með sér í skugga trjánna, og hún féll í faðm hans jafn eðli- lega, eins og hún væri því alvön. Og svona leið margur dagurinn hjá þeim, hugsunarlaust. Þau elskuðust. Þegar dimma tók, kysstust þau. Bæði voru þau hamingjusöm í ást sinni og gerðu engar kröfur. Svo skeði það, sem hvorugu þeirra hafði í hug komið. það mátti næstum segja, að þau væri hætt að borða og sofa, þau skeyttu um ekkert nema ást sína, tíminn stóð kyrr hjá þeim. Þegar þau voru ekki saman, fannst þeim heimurinn ljósvana. Er þau hittust var það eins og að vakna til nýs, dásamlegs lífs. En svo kom stundin, er hann tók að sjá hlutina í öðru ljósi. — Þú ert svo ung . . . ég má ekki haga mér svona gagnvart þér. Mér þykir vænt um konuna mína. Og barnið ... ég get ekki farið frá þeim. Hún hefir verið mér góð. Hún vissi það. Þau höfðu verið mjög ung og gifst meðan á stríðinu stóð. — Það gerir ekkert til, sagði hún, — fyrst við höfum þetta .. . — Hamingja, sem við stelum handa okkur. Það er allt og sumt, sem okkar á milli getur orðið. Þú ert svo ung, Nína, ég hefði ekki átt .. . Hún brosti til hans. — Þú mátt ekki tala meira um þetta, Nicholas. Þegar þú ferð, er lífi mínu lokið. Ég veit, að þú verður einhverntíma að fara. En ekki núna . . . Þau sátu fyrir utan lítið Montmartre- kaffihús, Chez Picquot. Þau lofuðu hvort öðru því, að þessir dagar, sem þau hnupl- uðu af lífinu skyldu verða hamingjudag- ar, kvíðalausir. Gömul kona gekk á milli borðanna og seldi rósaknippi. Nicholas keypti eitt og Nína hélt því upp að kinn sinni. Tveir ungir menn, annar með fiðlu, hinn með mandólín, spiluðu vinsælt ástar- lag og sungu undir. Það var millt veður og kyrrt. Sólin var að síga og skreytti himininn dásamlegum litbrigðum. Það var þriðji júní. — Það er þitt og mitt kvöld núna, mundu það, Nína, sagði Nicholas allt í einu. Þetta kvöld var allt fullkomið. Þau voru hamingjusöm, horfðu í augu hvort öðru, gengú hægt heim og leiddust. Við dyrnar heima hjá henni lofuðu þau hvort öðru, að „hittast á morgun“. Svo mikið var þeim þó ætlað ... En daginn eftir, er þau sátu aftur við borð hjá Picquot með rauðvín fyrir fram- an sig, sá Nína, að skipast hafði veður í lofti. Nicholas reyndi að láta á engu bera, en Nína las það í augum hans. — Segðu mér, hvað þér liggur á hjarta, Nick, sagði hún í bænarrómi. — Ég fékk bréf frá Margaret í dag, sagði hann þreytu- og kuldalega. — Hún gengur með barni. Hún vildi ekki segja mér frá því fyrr en hún mætti til. Það var vel hugsað af henni, Nína. En ég verð að fara heim strax, eins og þú getur skilið. Það dimmdi skyndilega, og hún var al-' ein í myrkrinu. Þegar hann tók í hönd hennar yfir borðið, hrökk hún við. Hann var eins og framandi maður, sem reyndi að brjótast til hennar gegnum myrkrið. — Auðvitað, sagði hún. Þau fóru heim í herbergið hans. — Seztu á meðan ég pakka niður, sagði hann. Hún hristi höfuðið. — Nei, ég skal gera það. Hún tók að ganga frá farangri hans. Það var gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Skór, bækur, sokkar, föt og ýmislegt dót .. . — Þá er það ekki meira, Nick. Hann tók töskuna í aðra hendina, en rétti henni hina: — Tilbúin? Hún tók bros- andi í hönd hans og þau gengu til dyr- anna. Allt í einu dró hún að sér hendina. — Ég get þetta ekki, Nick. Þrýstu mér að þér. Kysstu mig ekki, haltu bara utan um mig . . . Hann sleppti töskunni, tók Nínu í faðm sinn og þrýsti henni að sér. — Þetta er í síðasta skipti, sem við erum saman, Nína, kysstu mig . . . Hún beygði sig aftur á bak, til þess að festa sér enn einu sinni í minni útlit hans. Svo lokaði hún augunum og kyssti hann . . . Hún hfði þetta allt upp aftur, meðan lestin færðist nær og nær París. Nicholas fór sína leið. Fyrir hana hafði það verið eins og skurðaðgerð án deyfingar . . . óskaplegur, næstum óþolandi sársauki . . . langvinn, hræðileg blæðing .. . kvalir, sem lengi virtust engan endi eiga. Loksins kom sú stund, að hún gat aft- ur unnið, sofið róleg, séð sólina skína og verið glöð. Og þó var hún ekki nema skuggi af sjálfri sér. Kastaníurnar sprungu út í París. Hún varð ástfangin ... en á allt annan hátt. . . vildi jafnvel ekki með sjálfri sér kalla þáð ást. Hún giftist, átti eitt barn og maður hennar dó skömmu síðar. Og nú, eftir öll þessi ár, var hún aft- ur í París, á leið til Picquot, þar sem borð- in stóðu úti á gangstéttinni og París sól- gyllt eins og áður. Hún var að fara til Nicholas. Eitt augnablik greip það hana að flýja, komast í skjól aftur. En á sömu stundu sá hún Nicholas. Han sat undir sóltjaldinu og horfði á úrið sitt. Þetta var allt svo eðlilegt eins og þau hefðu skilið í gær og hann væri óþolinmóður yfir því, að hún kæmi of seint. — Nú er ég komin, Nicholas. Hann stóð á fætur. — 0, Nína, hvað það er gaman að sjá þig aftur! Þau tókust ekki í hendur, horfðu bara hvort á annað og síðan ýtti hann stóln- um til hennar, settist aftur og leit á hana brosandi. — Ég vissi, að þú mundir koma, sagði hann loks. — Það er að segja, ég var stundum hálfhræddur um, að þú vildir það ekki. En þér fannst þú mega til, var það ekki, Nína? — Jú. Hún brosti til hans. — Taktu af þér hattinn, Nína. Þú hefir ekki breytzt nokkurn skapaðan hlut. Ég hefi munað þetta allt rétt. Hárið, augun, hakan og hálsinn ... þú ert töfrandi, Nína. — Og þú ... þú ert alveg nákvæmlega eins og þú varst, sagði Nína. — Nei, vina mín, ég hefi breytzt . .. þrír f jörugir króar hafa gert það, sem þeir gátu, til þess að gera mig ellilegan . .. hár- ið er grátt og mér fer aftur með hverju ári, sem líður. — Þú ert alveg eins, sagði Nína. Henni datt í hug að segja honum frá Jenny, en gat það ekki. Hann pantaði matinn. — Ég man, hvað þú vilt helzt, Nína. — Og ég hefi alltaf minnst þín, þegar ég borðaði eitthvað, sem okkur þótti gott. Er það ekki kjánalegt? — Nína! Mér er alveg sama, á hvem hátt þú minnist mín, bara ef þú gerir það. — Það er þriðji júní í dag, sagði Nicholas. — Dagurinn okkar. Og allt varð eins og áður: Spilrð ... sungið . .. kona gekk á milli borðanna og seldi rósaknippi ... Nicholas keypti eitt handa Nínu . . . og hún fór að hugsa um, hvað hún ætti að gera við það í nætur- lestinni til Annely . . . og heima í Annely. — Er þér kalt? spurði Nicholas. Hún hristi höfuðið og hló. Svo fór hún að tala um hann. — Ég hefi alltaf verið að leita eftir nafninu þínu, sagði hún. — I blöðunum ... á sýningum . . . þar sem listaverk eru seld ... en ég hefi aldrei fundið það. — Nei, svaraði hann, -— ekki þar. En ég er viss um, að þú hefir notað sápu í Nickumbúðum. Á auglýsingastöðunum brosa Nick-stúlkurnar við þér og verzlan- irnar eru troðfullar af Nick-framleiðslu. Hann brosti. — Vertu ekki svona sorgbit- in, Nína. Ég var lélegur listamaður ... ef þú hefðir verið ofurlítið minna ástfang- in, þá mundir þú hafa vitað það. Þegar ég þurfti að sjá fyrir fjölskyldu, var ég neyddur til þess að horfast í augu við þennan sannleika. Og ég er ekkert leiður yfir því. En hvernig reiddi þér af á há- skólabrautinni, Nína? — Engan veginn, svaraði hún. — Ég giftist, eins og þú veizt. — Já, Anstruthers sagði mér það. Hann horfði á hana. — Ég þorði aldrei að spyrja þau um þig. Ég bjóst við, að röddin mundi svíkja mig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.