Vikan


Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 39, 1940 Afskorin blóm. Hvað er hægt að gera til þess að þau lif'i sem lengst? Þýzk kona varð fyrir nokkrum árum doktor á því að skrifa ritgerð um það, hvemig eigi að meðhöndla afskorin blóm til þess að þau lifi sem lengst. Árangurinn af tilraunum þessa þýzka kven- doktors, sem vel er þess virði, að honum sé gaum- ur gefinn, má draga saman í eftirfarandi grund- vallarreglur: 1. Ending blóma með trékenndum stöngli verður meiri ef hann er skásneiddur — því stærri sem skurðflöturinn er, því meira vatn getur legg- urinn drukkið í sig. Á chrysanthemum, levkoj og öðmm svipuðum plöntum er gott að kljúfa upp í legginn. 2. Safamiklar plöntur (jólastjörnur, valmúar o. fl.) endast bezt ef leggimr em sviðnir í sárið eða þeim stungið nokkrar mínútur niður í sjóð- andi vatn. 3. Bezt er að taka blöðin af þeim hluta stilks- ins, sem á að vera niðri í vatninu — annars er hætt við að þau rotni og vond lykt komi úr vatn- inu. 4. Stuttleggjuð blóm em endingarbetri en langleggjuð. 5. Blómin lifa lengur í svölu en hlýju lofti. Á kvöldin er því bezt að taka þau úr stofunni og setja þau í baðhergið eða eldhúsið eða annað kaldan stað — forðast ber þó að láta þau vera í frosti. 6. Afskorin blóm þola illa tóbaksreyk. 7. Hálfvisin eða hangandi blóm er bezt að setja djúpt í vatnið, til þess að draga úr útgufun. Við ný blóm er það hins vegar tilgangslaust. 8. Ef blóm með linum leggjum fara að hanga niður, má hressa upp á þau með því að skera ögn neðan af stilknum, vefja blómunum inn í mjúkan pappír og láta þau eins langt niður í Heimilið Kemisk fatahreinsun og pressun. Matseðillinn. Kjötréttur: Kjötfars. 1 % kg. kjöt, 45 gr. hveiti, 45 gr. kartöflumjöl, 4% peli mjólk eða rjómi og þrjár teskeiðar salt. Kjötið er þvegið með veluppundnurn lérefts- dúk, stærstu himnumar og sinarnar skornar af og kjötið síðan hakkað fimm sinnum með salt- inu og fimm sinnum með hveitinu og kartöflu- mjölinu. Þá er mjólkinni (eða rjómanum) hrært saman við, einni matskeið í einu, þangað til hún er búin. Farsið er þá tilbúið og má nota það í kjötrönd, bollur og kjötbúðing. Saltkjöt má líka hafa í svona fars, bæði eintómt, og eins saman við nýtt kjöt, en ekki má þá hafa salt í það. Fiskiréttur: Fiskur á fati. 3 til 3V2 kg. fiskur, 100 gr. smjör, 100 gr. steyttar tvíbökur og 3 litlar teskeiðar salt. Fiskurinn er verkaður, roðið tekið af og flökin tekin af beinunum. Skorinn í fremur litla bita og þeim raðað í mót eða á fat og smjörbitar settir hér og þar á milli og salti og tvíbökum stráð yfir allt saman. Bakað í vatnsbaði í einn klukkutíma og síðan borið á borð á fatinu eða í mótinu, og með því brúnað smjör og kartöfiur. Þetta er handhægur og ljúffengur réttur. vatnið og hægt er. Eftir stutta stund verða þau sem ný aftur. 9. Leggið ekki of mikinn trúnað á gömul hús- ráð. Að setja sykur, aspirin, salt og annað þess háttar í vatnið, gerir ekkert gagn, jafnvel þvert á móti. 10. Ef þér eigið stofublóm, ættuð þér að rannsaka nákvæmlega hvort nokkur óþrif séu á þeim blómvöndum, sem þér setjið inn í stof- una til þeirra. Afskorin blóm eru mjög algengur smitberi, því að lús og alls konar óþrif eru algeng í gróðurhúsum. Hinar þýzku rannsóknir leiddu í ljós, að sú gamla regla, að blómin lifðu lengur ef leggurinn væri skorinn í sundur niðri í vatni, hafði ekki við neitt að styðjast. Að endumýja skurðflötinn reyndist heldur ekki að hafa nein veruleg áhrif (nema fyrir örfáar tegundir, eins og valmúa og narcis). Að endumýja vatnið daglega, sem við höfum álitið þýðingarmest af öllu, reyndist aðeins að hafa takmörkuð áhrif á endinguna. Einnig í hinum daglegu smástörfum hafa vísind- in þannig kennt okkur að endurskoða vinnuað- ferðir okkar. Þorskalýsi er, eins og menn vita, notað sem styrkjandi meðal við alls konar sjúk- dómum, og allt frá því í fornöld hefir fisk- ur verið mikið notaður til lækninga. í bók eftir fornrómverskan lækni er fiskur 342 sinnum ráðlagður sem meðal við sjúkdóm- um eins og gulu, lifrarsjúkdómum, höfuð- verk, meltingarkvillum, tannpínu og hita- sótt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.