Vikan


Vikan - 03.10.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 03.10.1940, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 40, 1940 320,0000 krónur hafði Jack London lagt í „Úlfahúsið", pegar það stóð tilbúið til íbúðar 18. ágúst 1913. Það kvöld vann Jack við bygginguna til kl. 11. Stundu síðar stóð húsið í björtu báli. Ekkert vatn var í nágrenninu, og „höllin“ brann, svo að ekkert stóð eftir nema naktir steinveggirnir. smámuna. Honum fannst bruni „Úlfahúss- ins“ vera tákn þess, hvemig allt, sem hann hafði lagt af mörkum til jafnaðarstefn- unnar og bókmenntanna yrði að engu. Hann eltist um mörg ár á þessum f jórum dögum. Hann sagði aftur við Fomi og Elizu, að hann ætlaði að láta byggja ,,Úlfahúsið“ að nýju, og hann lét Fomi ryðja burt ösk- unni úr rústunum og Elizu sjá um, að feld yrðu fleiri rauðtré, svo að þau gætu legið og þomað. Þegar blaðið „Cosmopolitan" sýndi honum þá rausn, að senda honum mánaðarpeninga hans, 2000 dollara, fyrir fram, lét hann stækka vinnustofu sína, en hún var orðin allt of lítil, og þar setti hann skrifborð sitt, stálhólfin og spjaldskrár- öskjurnar með frumdrögum að mörg hundruð smásögum. Og þarna vann hann þrjú síðustu ár æfinnar. Þegar hann reið um á búgarðinum, gat hann ekki varist að sjá, að verkamenn- irnir vora hirðulausir og latir. Honum varð það ljóst, að þeir litu á búgarðinn sem duttlunga auðugs manns, sem þeir ekki þyrftu að taka alvarlegar en bátasmiðirnir höfðu á sínum tíma tekið „Snarken". Handverksmönnunum stóð líka á sama, hvort verk þau, sem þeir unnu, voru vel eða illa af hendi leyst. Þegar hann vatt sér af baki fyrir framan smiðjuna og at- hugaði járningu á hesti, sem smiðurinn hafði nýlokið við, tók hann eftir því, að hann hafði skorið hálfan þumlung fram- an af hófnum til þess að skeifan félli. Þeg- ar hann fór yfir reikninga búgarðsins, og fannst útgjöldin vera nokkuð há, fór hann til bæjarins til þess að ræða um það við kaupmennina. Þeir sögðu honum, að ráðs- menn hans heimtuðu 20 aura í þóknun af hverri krónu, sem þeir keyptu fyrir. Árið 1900 hafði hann skrifað Önnu Stransky: „Ég fæ ekki skilið, að mér geti ekki þótt vænt um vini mína, þó að ég fordæmi ýmsa galla í fari þeirra." Ást, umburðarlyndi og örlæti voru hinir upp- runalegu meginþættir í eðli hans; en þessir eiginleikar áttu við sívaxandi erfiðleika að etja. Hann bað einn af vinum sínum að kaupa fyrir sig nokkra sterka vinnuhesta. Vinurinn krafðist ómakslauna fyrir, sendi honum þar að auki reikning fyrir útgjöld- um og sendi honum loks tvo veika og hor- aða hesta. Þegar Jack skrifaði, að hann væri ekki ánægður með hestana, svaraði maðurinn illu einu til. Jack skrifaði aftur: „Þú breiðir þig út í löngu máli um þínar særðu tilfinningar, en hvað má ég segja? Af því að ég dirfist að segja þér, að tveir vinnuhestarnir, sem þú útvegaðir mér væru aðeins 1350 pund, í stað þess að þú sagðir mér, að þeir væru 1500 pund, og að hinir tveir væru svo veik- ir og af sér gengnir, að þeir væru ekki til annars nýtir en til hænsnafóðurs, þá þyk- ist þú vera móðgaður og berð þig upp und- an því, að ég kalli þig svikara. Þú hefir stungið peningunum ofan í holu, og nú biður þú mig að koma og ná þeim upp. Þú talar um særðar tilfinningar! Hvað mörg hundruð dollara virði heldur þú, að mínar særðu tilfinningar séu? Þarna nota ég einu reiðu peningana, sem ég hefi, og svo vantar mig hesta á búgarðinn.“ Þegar árið 1904, er félagi Jacks, Noel blaðamaður, hafði verið atvinnulaus, hafði Jack gefið honum leyfi til að búa til leik- rit upp úr „Úlf Larsen“, og leyft honum að fá tvo þriðju af því, sem hann hefði upp úr leikritinu. Noel hafði selt þessi rétt- indi fyrir 3500 dollara. Þegar Jack gerði samning um að kvikmynda bókina, varð hann að snúa sér til forleggjara síns, til þess að fá þá 3500 dollara, sem þurfti til að kaupa þessi réttindi aftur. Þar á ofan kom Noel til hans og bað hann að leggja peninga í „The Millergraph Company“, sem hann hafði stofnað til þess að koma í framkvæmd nýrri litprentunaraðferð. Jack vildi ekki, að vantraust sitt til mannanna næði of sterkum tökum á sér, og bað Brett því um að borga Noel þessa 1000 dollara. Þegar „The Millergraph Company“ þurfti á enn meiri peningum að halda, tók Jack 4000 dollara lán út á hús Flóra, og skrif- aði Noel: „Ég legg spilin á borðið og treysti blint á vini mína.“ Félagið varð gjaldþrota. Dag nokkurn sagði Charmian, að sig vanhagaði um 300 dollara. Jack hafði enga peninga, en settist niður og skrifaði til þeirra mörg hundruð manna og kvenna, sem hann til samans hafði lánað meira en 50,000 dollara, gegn loforði um að fá það allt borgað aftur. Hann hafði 50 doll- ara upp úr þessum skrifum. 1 fyrsta skipti varð Jack London á að hugsa, hvort allir vinir hans hefðu hann að fífli.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.