Vikan


Vikan - 03.10.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 03.10.1940, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 40, 1940 menn. Skrád af Gils Guðmundssyni Um frœga Solveig abbadís. Solveig abbadís á Reynistað hélt eitt sinn stúlkubarni undir skírn. Var barnið látið heita í höfuð henni og nefnt Solveig. Að skíminni lokinni kastaði abbadís fram stöku þessari: Sértu af guði gædd og vís, hann gerir þig nógu ríka, en sú hin unga abbadís allvel skal mér líka. Fyrsta vísa Bjarna Thorarensen. Til er munnmælasögn um það, að þegar Bjarni Thorarensen var barn á Hlíðarenda, hafi hann orðið ósáttur við pilt nokkurn, Ólaf Loftsson að nafni. Sá atburður leiddi til þess, að Bjarni kastaði fram sinni fyrstu stöku. Hún er svona: Ef ég væri amtmaður, eða sæti í dómarastétt, Ólafur Loftsson eitraður af mér skyldi fá sinn rétt. Bjami varð síðar bæði amtmaður og dóm- ari í landsyfirrétti, eins og kunnugt er. Herluf Daae. Herluf Daae höfuðsmaður, sá sem átti í mestum deilum við Odd biskup Einars- son, þótti harður og illskiptinn. Varð hann því mjög óþokkaður af Islendingum. Um hann var þetta kveðið: Höfuðsmaðurinn Herluf Dá heitir réttu nafni. Kafni í sjónum kauðinn sá og kroppaður verði af hrafni. Skúli fógeti og Eggert Ólafsson. Skúh landfógeti Magnússon er þekkt- ari fyrir flest annað en skáldskap sinn, enda gerði hann ekki mikið af því að yrkja. Þó gat hann brugðið því fyrir sig, eins og þessi vísa sýnir, sem hann kastaði fram þegar Eggert Ólafsson sigldi til Kaup- mannahafnar 1764: Farðu vel af fósturjörðu, farðu vel, þó autt sé skarðið, farðu vel með frægðarorði, farðu vel í hilmisgarða. Báðir góðir! Björn Gunnlaugsson stjörnufræðingur var mjög viðutan, eins og kunnugt er. Lifði hann oft fremur í veröld hugsana sinna, en hinum sýnilega heimi. Svipuðu máli gegndi um bóndann og vísindamanninn sjálfmenntaða, Jón í Þórormstungu, sem Björn hefir minnzt í ódauðlegri grein. Ein- hverju sinni kom Bjöm í heimsókn til Jóns og höfðu þeir um mörg áhugamál að ræða, sem vonlegt var. Gengu þeir sem leið ligg- ur eftir Vatnsdalnum og töluðu saman í ákafa. Er þeir voru fyrir nokkru komnir yfir Vatnsdalsá, hrekkur Björn allt í einu upp og segir við Jón: „Hvenær fórum við yfir ána?“ ,,Já, vel á minnst, hvenær fór- um við yfir ána?“ svaraði Jón. Hafði hvorugur þeirra eftir því tekið. Stóð ekki á svari. Einhverju sinni, er Brynjólfur Sveins- son var biskup í Skálholti, kom hann þar að, sem piltur nokkur átti vingott við eina vinnukonuna á staðnum. Biskup mælti: „Fúlt brúðkaup og fá- mennt.“ „Og komu þó fleiri en boðnir voru,“ svaraði stúlkan. Biskup gekk þegjandi burt. Barnabálkur. Vatn lífsins. -------- ÆVINTÝRI - EINU sinn var ríkur maður. Hann átti stórbýli upp í sveit og hafði þar margt manna. Hann átti 2 sonu, Mads og Kláus, og var hann mjög hreykinn af þeim, því að honum fannst þeir vera svo bráðgáfaðir. En það voru þeir alls ekki. Þeir voru einungis framúrskarandi drembnir og miklir á lofti, svo að úr hófi keyrði, og þar að auki voru þeir blóð- latir. Og þó að þeir væru ekki bein- línis illa innrættir, þá datt þeim aldrei í hug að gefa fátækum eyris- virði. Skammt frá bænum var lítið og hrörlegt hús. Þar bjó fátæk ekkja með syni sínum, er hét Hans. Hann var orðinn tvítugur dg var bæði lag- legur og góður og iðinn. Hann yrkti jörðina, plægði og sáði, og hjálpaði móður sinni að höggva í eldinn, sækja vatn og margt fleira. Þótti henni mjög vænt um son sinn, enda hafði hún ástæðu til þess. Konungs- höllin var í stórri borg, sem var all- langt þaðan. Þar bjuggu konungur og drottning og Blanka hin fagra, dóttir þeirra. — Dag nokkurn varð Blanka mjög veik. Og þó að sóttur væri hver læknirinn á fætur öðrum, varð hún æ veikari og veikari. Kon- ungur og drottning voru mjög sorg- bitin, því að hún var einka-barn þeirra, og neyttu þau hvorki svefns né matar af ótta um, að hún mundi deyja. Og loksins lét konungur kunn- gera, að sá, er gæti bjargað lífi henn- ar, skyldi fá hana fyrir konu, ef hún vildi hann, en að öðrum kosti tunnu gulls úr fjárhirslu konungs. Á milli bæjar ríka mannsins og kofa ekkj- unnar var skógur og í skóginum var uppspretta. Vatnið í henni var tært eins og krystall, og það var sagt, að það gæti læknað menn og gert sjúka heilbrigða. ,,Þú ættir að fara heim í höllina með þetta inndæla vatn,“ sagði ekkjan við son sinn. „Það gæti ef til vill læknað konungs- dóttur.“ „Já, ég hafði hugsað mér að gera það,“ sagði Hans. „Ég ætla að fara þangað á morgun.“ En þá fengu synir ríka mannsins, Mads og Kláus, að vita þetta, og þar sem upp- sprettan var í skógi föður þeirra, bönnuðu þeir Haús að taka vatn úr henni. „Ég ætla að fara sjálfur til konungsdóttur með vatnð,“ sagði Mads. „Hvers vegna? Ég hefi jafn- mikinn rétt á því,“ sagði Kláus. „Já, en ég er eldri en þú,“ svaraði Mads. „En fái ég konungsdóttur, skal ég gera þig að ráðgjafa mínum, en ef ég fæ tunnu af gulli, skaltu fá helming- inn.“ — Nú var Kláus ánægður, og daginn eftir fór Mads til bæjarins með könnu fulla af vatninu góða. Á leiðinni mætti hann gamalii konu. Hún heilsar honum vingjarnlega, en Mads var of mikill á lofti til að taka undir kveðju jafn fátæklegrar kerl- ingar. Hann reigði sig, og lét sem hann sæi hana ekki. „Mátt þú ekki vera að því að taka undir, ungi mað- ur,“ kallaði gamla konan. „Segðu mér þá að minnsta kosti hvað er í krukkunni þinni.“ „Súrt öl, kerling!“ „Súrt öl,“ tautaði kerlingin, „jæja, verði þá svo.“ — Þegar Mads kom að höllinni, sagði hann varðmönnun- um frá því, að hann væri með lækn- ingavatn handa konungsdóttur. Og hann var þegar leiddur inn í stóran sal. Þar lá konungsdóttir, föl og veikluleg á Ijósbláum legubekk. Við hlið hennar sátu konungur og drottn- ing. Konungsdóttirin tók nú við könnunni og drakk af, en er hún hafði drukkið, gretti hún sig og skirpti því strax út úr sér. Þá vildu foreldrar hennar fá að bragða á drykknum, og þau fundu strax, að það var ekki uppsprettuvatn, .heldur súrt öl. Þau urðu fokvond, því að dóttir þeirra varð enn þá veikari en áður. Mads var tekinn og hýddur og því næst fleygt ofan stigann. En er hann kom heim, lét hann það í veðri vaka, að hann hefði dottið og helt úr krukkunni. Daginn eftir fór Kláus af stað, og hitti líka gömlu konuna, er spurði, hvað hann væri með í krukk- unni. „Forarvatn,“ sagði Kláus og glotti. „Forarvatn," endurtók kerl- ingin, „verði það þá svo.“ — En er Kláus kom til hallarinnar, og tók lokið af krukkunni, komst allt i upp- nám. Krukkan var sem sé full af forarvatni og lagði ódauninn um all- an salinn, en pöddur hoppuðu upp úr henni og framan í konung og drottn- ingu og allt hirðfólkið, þegar þau lyktuðu af því. Kláus var því hýddur svo rækilega, að hann gat varla staulast heim. En þar sagði hann, að hann hefði dottið í hallarstiganum og hellt vatninu niður. —Mads og Kláus voru sárgramir yfir hrakförum sin- um og hýðingunni og óskuðu þess nú af heilum hug, að Hans fengi sömu útreið. Þeir höfðu alltaf horn í siðu hans, af því að hann var svo duglegur og góður drengur og öllum þótti vænt um hann. Þeir fóru því til hans og sögðu, að hann mætti taka vatn, ef hann vildi. Hans var fús til þess og þakkaði þeim fyrir. — Hann tók nú fallegustu krukkuna sína og fyllti hana af hreinu og svölu uppsprettuvatninu og gekk siðan til bæjarins. Hann mætti gömlu konunni og tók vingjarnlega undir kveðju hennar, og er hún spurði, hvað hann væri með í krukkunni, svaraði hann: „Það er heilnæmt upp- sprettuvatn handa konungsdóttur- inni. Eg vildi, að það væri vatn lífs- ins, svo að hún gæti fengið fullan bata.“ „Það er það líka,“ svaraði gamla konan. Hans kom nú til hallarinnar, og þegar er konungsdóttir hafði bergt á vatninu, færðist roði í hinar fölu kinnar hennar, og hún stóð á fætur og sagðist nú vera albata. Henni leitzt svo vel á Hans, að hún vildi gjama giftast honum, ef hann vildi eiga hana. Og það vildi Hans, því að hann hafði aldrei séð friðari stúlku en hana. — Þau giftust þegar í stað og Hans fékk hálft rikið til umráða. Og móðir hans flutti í höll- ina og fékk mörg stór og skrautleg herbergi og allt, sem hún gat óskað, þvi að Hans þótti svo vænt um móð- ur sína, að hann lét allt eftir henni. En Mads og Kláus urðu svo gramir og öfundsjúkir, að þeir gátu ekki á heilum sér tekið. Og faðir þeirra sá nú, hversu heimskulega þeir höfðu farið að ráði sínu. Hann varð því mjög harður við þá og skipaði þeim að vinna. Það þótti þeim allra verst, en gott höfðu þeir af því og nú iðr- uðust þeir þess Sárlega, að þeir höfðu verið svo ókurteisir við gömlu kon- una.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.