Vikan


Vikan - 03.10.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 03.10.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 40, 1940 13 Lítil Stúlka og Lífid Smásaga eftir Hannes Sigfússon. Stirndur og heið- ur kvöldhimin- inn hvelfist yfir stormgrátt hafið. Yzt í vestri hyllir undir skýjahrannir á hröð- um flótta. Tunglið skín í fyllingu og rómantískur bjarmi þess varpar silfrandi ghti á hafflötinn og á snekkjuna, sem velkist í hafrótinu. Við reiðann hvín stormurinn og aldan löðrung- ar kinnunga skipsins, — vélin andvarpar í sífellu, eins og fordæmd sál. Allt er hreyfing og hljóð, nema blikandi birta tunglsins og stjarnanna og hin móðu- kenndu rafljós borgarinnar, er rísa sem gullið takmark úr dökku djúpi hafsins. Ég stend í lyftingu snekkjunnar í skjóli við stjórnpallinn og athuga dýrð kvölds- ins: hinar blikandi stjörnur, — hina djúpu ró himinsins, — drunur hafsins. Það er haust. Borgin rís í fjarska í gullnu bliki. Við hlið mér stendur lítil stúlka, — lítil og nett eins og brúða. Hún er með ljóst, hrokkið hár og blínir út í bláinn, eins og ég. Hún er illa klædd. Andlits- drættirnir sársaukafullir og grátdrættir um munnvikin. Já, hún er sárþjáð, — og hallar sér yfir borðstokkinn og hvíslar niður í hafdjúpin sína dulu, óræðu sorg: — Haf! segir hún, og rödd hennar er veik og óstyrk, eins og lítils barns; samt er hún fullorðin og áreiðanlega bráðum tvítug, ef ekki allmiklu eldri, — haf! segir hún, — óræða, myrka haf, spegilmynd minnar eigin sálar, ég ætla að segja þér allt! Og svo segir hún hafinu allt: — Lítil stúlka er kát og glöð, — hún hræðist ekki lífið. Hún fer á bak við móð- ur sína og stelst á dansleiki án hennar leyfis; hún dansar vegna dansins sjálfs, — kát og glöð, — lífið er eilífur leikur, kátína, fjör, — og hún hringsnýst um gólfið í faðmlögum ungra manna, — og þegar hún lokar augunum er hjartadraum- urinn hennar óðar rættur. Svona þarf æsk- an lítið til að gleðjast! Svo eina nóttina læðist ungur, laglegur maður inn í hjarta hennar og festir þar djúpar rætur. Hún gengur um sem í leiðslu, sæl og glöð, dreypir á veigum ást- anna við og við, og veit hamingju sinni engin takmörk sett. Lífið er fegurðin sjálf. Móðir hennar verður einskis vör, — fyrr en um seinan, þegar dóttirin er orðin vanfær. Unga stúlkan er bannfærð á heim- ili sínu; þangað á hún aldrei afturkvæmt; hrekst að heiman með elskhuga sínum og leitar hælis í öðrum landsfjórðungi. Siglufjörður breiðir óðara faðminn á móti elskendunum. Sólin skín á silfrað síldarhreistur og spegilfagran sjó. Yfir grútarangandi þorpi hvelfist himininn heiður og blár; og í baksýn rís mikið fjall, — sælustaðirr þorpsins og ástanna land. Og inn fjörðinn sigla drekkhlaðin skip í sífellu, á öllum tímum sólarhrings- ins; og gullið hrúgast á land: hinn glit- fagri fiskur: síldin. Þárna dvöldu elskendurnir heilt sumar í leit að hamingjunni. Það var erfitt sum- ar, en htla stúlkan ljóshærða var dugleg og vann eins og þjarkur við síldarsöltun- ina, þótt hún væri illa á sig komin. Og hún vann sér inn mikla peninga. Aftur á móti var elskhugi hennar engu mótfallnari en að vinna. ,,Ég hata erfiðis- vinnu!“ hrópaði hann vonskulega, þegar hún strauk blíðlega um vanga hans og bað hann að rétta sér hjálparhönd við að vinna inn peninga, svo þau gætu stofnað heimili með haustinu og haft barnið sitt hjá sér. Og í staðinn fyrir að vinna inn peninga, byr jaði hann að eyða þeim í gríð. Brátt kom í ljós, að dugur unga mannsins var að minnsta kosti jafnmikill að eyða peningum, og hennar að vinna þá inn. Það var sama hvernig hún atyrti hann, eða bað hann með blíðuhótum, að hætta slíku framferði: hann þverskallaðist við óskum hennar og hélt áfram að drekka. Hann drakk vín. Flesta daga var hann fullur, — flestar nætur kom hann ekki heim. En væri hann á annað borð heima- við, var hann önugur og ónærgætinn af vínleysi, eða barði hana í ölæði. Oft þegar hún kom þreytt heim úr vinnunni skamm- aði hann hana, eða barði til óbóta, ef hon- um fannst hún ekki hafa unnið inn nógu mikla peninga. Svo leið að hausti. Hvar var fegurð hennar nú, þessarar litlu, vesölu stúlku, sem dansaði í gleði æskunnar, ástfangin, í örmum ungra manna, og leitaði gæfunnar með elskhuga sínum í öðrum landshluta, — hún sneri snauð aftur að hausti með föln- aðar rósir í kinnum, illa til fara, peninga- laus og hrjáð, vonlaus, og með barn undir belti. Henni fannst hún hafa verið svikin af heiminum, — svikin svívirðilega. — Hvernig á manni líka að geta dottið í hug, að mennirnir séu eins hjartalausir gagnvart litlum, varnarlausum stúlkum, eins og þeir eru, — hvíslaði litla, ljós- hærða stúlkan að hafinu. Það rumdi í hafinu, — annars ekkert svar. — Nei, sagði litla stúlkan, hvernig get- ur maður ætlað slíkt um þann, sem maður elskar ? Skipið lyftist og hneig. Ljós borgarinn- ar risu í fjarska. Ég stóð í lyftingu í skjóli við stýrispallinn — og það stóð lítil stúlka við hlið mér og hvíslaði í trúnaði að hafinu. Máske hafði hún ekkert sagt, — allan tímann, — heldur staðið þögul við hlið mér og blínt niður í djúpið, — án orða, — í þögulli kvöl. Allt um það þekkti ég sögu hennar, — bæði vegna þess, að saga hennar var um Leið saga margra ann- arra kvenna, — og einnig vegna þess, að augu hennar voru blárri, skærari og sakleysislegri en nokkur önnur augu, sem ég hefi starað í. I augum hennar mátti lesa allt. Einnig þetta: — Líf! hvers vegna er gæfa þín svo brigðul ? Hvers vegna er sorg þín svo sár ? Hvers vegna eru mennirnir svo vondir? Hvers vegna svo mörg og beisk þín tár? Og eftir litla þögn: — Og ég sem er aðeins lítil stúlka og vil vera öllum góð, — öllum góð! Hvers vegna eru mennirnir þá vondir við mig? Og borgin rís í f jarska, stolt og köld og ríkmannleg, — en hvar er þar' skjól fyrir litla stúlku og lítið barn? Æ, þessi borg, hún er svo stór og köld og kærulaus, að ég er hrædd við hana! Er það ekki merki- legt, hvíslar hún, að lífið hefir farið svo illa með mig, að ég þori ekki að vona neitt framar, af hræðslu við það, að vonirnar muni bresta? Allar mínar stærstu vonir hafa brostið hingað til. Þessi vonlausa, hrjáða stúlka, víst var hún þjáð. Og ég strauk hendinni yfir ljósa hárið hennar með sefjandi atlotum, og hún þrýsti sér upp að mér, lítil og hrædd. Það var ekki daður, heldur eilíf þrá hins veika, að leita verndar hjá hin- um sterka, — flótti frá hinu vonda, sem í heiminum býr. En ég sagði ekkert við hana, því hvað megna orð, þegar hjartað blæðir? Við störðum bæði þögul út í rökkrið, sem þéttist æ meir; hjartaslög skipsins eins og tröllaukið bergmál vorra eigin hjartna, og drunur hafsins sem hrynjandi rökkrið í vonlausu hugskoti hennar. Upp um reyk- háf skipsins fló rauður eldneisti, — sveif í fölnandi boga út í haustmyrkrið, eins og feig von, — og slokknaði. Litla stúlkan þrýsti sér enn fastar að faðmi mínum, — ótti hennar við lífið hríslaði gegnum líkama hennar í skjálftaflogum, — og enginn bjarmi af minnstu von, — blikin af ljósum borgarinnar urðu sífellt skærari og stærri. — Litla stúlka, sagði ég, — segðu hvað hjarta þitt girnist, — og ég skal veita þér það! Þá leit hún í augu mín brosandi, fagn- andi og þakklát, sorgin horfin úr svipnum, — hún stóð þarna glöð og kát eins og úr helju heimt og horfði dreymandi augum út í rökkrið. — Sérðu litla, hvíta húsið okkar? spurði hún. Víst er það fegursta hús heimsins! Það er í djúpum dal og f jöllin blá og hnýpt til beggja handa, — vatnið blátt í bliki, og laufgrænn skógur, — og lítið barn, sem leikur sér um græna flöt. En þegar maðurinn minn kemur úr vinnunni verð ég búin að matreiða; og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.