Vikan


Vikan - 10.10.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 10.10.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 41, 1940 Jjivmfy Stojm: Á fjórtán árum hefir Jack London skrifað 41 bók — en nú fer heim hrakandi, og þó heldur hann áfram — þrátt fyrir veikindi og annað mót- læti. Jack London hafði í mörg ár reynt að fá Bessie fyrri konu sína og dætur þeirra tvær til að koma til Glen Ellen í sumarleyfinu, svo að þau gætu líka tekið ástfóstri við „Beauty Ranch“. Aðeins einu sinni hafði orðið úr þessu; hún hafði kom- ið ásamt Joan og Bess og fleiri kunningj- um til að borða morgunverð úti í guðs grænni náttúrunni. Það var naumast búið að framreí^a matinn á grænu grasinu, þegar Charmian kom þeysandi fram hjá í rauðum kjól og með rauðan hatt og þyrl- aði rykinu yfir matinn. Jack hét því, að ef Bessie vildi lofa honum að byggja handa henni hús á jörðinni, skyldi hann sjá um, að Charmian yrði ekki á vegi hennar. En Bessie afþakkaði boðið. Tilraunir hans til að ná vináttu elztu dóttur sinnar, sem nú var þrettán ára, mistókust algerléga. Fjórum dögum eftir að ,,Úlfahúsið“ brann skrifaði hann henni og bað hana að minnast þess, að hann væri þó faðir hennar, að það væri hann, sem hefði séð fyrir henni, gefið henni hús og föt, og að hann hefði elskað hana frá því að hún dró andann í fyrsta sinni, og spurði svo: „Hverjar eru tilfinningar þínar gagn- vart mér? Er ég aðeins heimskingi, sem gef án þess að fá nokkuð í staðinn? Ég sendi þér bréf og skeyti, en fæ ekki orð frá þér í staðinn. Hefir þú svo djúpa fyrir- litningu á mér, nema rétt aðeins sem fyrir- vinnu? Elskar þú mig yfirleitt nokkuð? Er ég þér nokkurs virði? Ég er veikur — en ég heyri ekki orð frá þér. Heimili mitt er í rústum — en þú segir ekki neitt. Finnst þér ekki vera kominn tími til að lofa mér að heyra eitthvað frá þér? Eða viltu, að ég láti mér héðan í frá á sama standa, hvort ég heyri frá þér eða ekki?“ Það, sem þjáði hann mest, nú þegar hann var aftur kominn til sjálfs sín, og sá líf sitt í algerlega nýju ljósi, var sú uppgötvun hans, að Charmian var í raun og veru hálfgert barn, þó að hún væri orð- in fjörutíu og þriggja ára. Nágrannar hennar sögðu: „Hún var sífellt að segja sögur af alls konar barnalegum tiltektum sínum; hún talaði um skartgripi sína, litlu húfurnar sínar og fornfálegu fötin. Hún gerði sér far um að vera eins og ung stúlka 5 A lallanda fœti. í framkomu, en úr því varð aðeins afkára- legur klaufaskapur." Honum sárnaði að horfa á tilraunir gestanna til að dylja vandræði sín yfir því að vera vitni að upp- gerðar feimni hennar, þegar hún reyndi að tileinka sér framkomu ungrar og saklausr- ar stúlku. Þegar Charmian var ung, segir stjúpsystir hennar, að hún hafi oft skemmt sér við að gægjast fyrir horn og gretta sig eða kasta fram einhverjum skarpvitr- um athugasemdum — og hlaupa síðan burtu í von um að einhver kæmi á eftir henni. Þetta gerði hún enn þá. Kvöld eitt, þegar Jack og Eliza sátu við skrifborðið í borðstofunni og brutu heilann um, hvernig þau ættu að standa við skuldbind- ingar sínar, kom Charmian strunsandi inn í stofuna með heilan stranga af flaueli vafinn utan um sig. Hún gekk reigingslega fram og aftur um gólfið og sagði: „Líttu á, félagi, heldurðu ekki að þetta verði glæsilegur kjóll? Ég er nýbúin að kaupa tvo stranga.“ Þegar hún var farin út aft- ur, sneri Jack sér að Elizu og sagði stilli- lega: „Þetta er litla barnið okkar. Við verðum alltaf að gæta hennar vel.“ Ef hann hefði getað farið í nýjan Suður- hafsleiðangur eða í ökuferð með þrem hestum fyrir vagninum eða einhverja aðra ævintýraferð, myndi Charmian hafa verið afbragðs ferðafélagi. En hann var orðinn þreyttur og hafði misst löngunina til ævin- týra og þráði nú aðeins að hafa hjá sér þroskaða konu, sem gæti staðið við hlið hans í heimi hinna fullorðnu. Þó að bjartsýni hans væri horfin, „IJlfa- húsið“ brunnið og kornið skrælnað á ökr- unum á þurrkatímabilinu, sem kom sum- arið 1913, var þetta ár þó eitt af frjósöm- ustu árum hans; þá náði hann hámarki sínu. Með tveggja mánaða millibili komu út eftir hann tvær stórar skáldsögur, „Bakkus konungur" og„Mánadalurinn“,og seinna þriðja bókin, „Fæddur um nótt“, sem var safn af smásögum. Seint á árinu, þegar hann hafði lokið við lángdregna og heldur leiðinlega skáld- sögu, „Fyrir Horn“, var Ed Morrell vinur hans látinn laus úr San Quentin fangels- inu. Morrell hafði fyrst verið fimm ár í einsmannsklefa, en hafði svo verið gerður að æðsta trúnaðarmanni fanganna. Jack hafði í mörg ár unnið að því að fá hann náðaðan. Morrell dvaldi lengi á „Beauty Ranch“ og talaði mikið um glæpamál og refsingar við Jack, en fyrir því hafði Jack alla ævi haft lifandi áhuga. Áður en langt um leið var Jack byrj- aður á áttundu og síðustu stóru skáldsögunni, „Spenní- stakkurinn“, sem að mestu leyti er byggð á ævi Morr- ells. Eins og í Piedmont i gamla daga las hann upp- hátt fyrir gesti sína hvern kafla, þegar hann hafði lok- íð við hann. Til ungs manns, sem leitaði huggunar og hvatningar hjá honum, skrifaði hann: „Ég þekki af eigin reynslu lífsþreytu unglingsins á gelgjuskeiði og hins unga manns um tvítugt — og kæruleysi og örvæntingu hins þrítuga manns. En ég er þó enn lifandi, er feitur og pattara- legur og oftast hlæjandi, þegar ég er ekki sofandi." Morrell segir um þessar samverustundir þeirra: „Það var alveg sama hvað hann sagði eða gerði, það var ómögulegt að standast hina þrálátu alúð hans. Hann gat verið bituryrtur og ósann- gjarn, en það var ómögulegt annað en fyrirgefa honum, því að það fólst aldrei persónuleg ásökun í því.“ Jack hafði samið við leikarann Hobart Bosworth um að láta hann hafa réttinn til að kvikmynda bækur Jacks gegn hluta í ágóðanum. En Bosworth var ekki fyrr byrjaður á verkinu, en mörg félög tóku að kvikmynda smásögurnar í leyfisleysi; einu sinni voru sýndar tvær útgáfur af „Úlf Larsen“ í tveim kvikmyndahúsum, sem lágu við sömu götu og andspænis hvort öðru. Frá 1914 átti Jack stöðugt erfiðara og' erfiðara með að afkasta þúsund orðum á dag og þunglyndi hans fór sívaxandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.