Vikan


Vikan - 10.10.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 10.10.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 41, 1940 7 Fyrsti barnaskólinn í Reykjavík. I þessari grein er að nokkru sagt frá fyrsta barnaskólanum í Reykjavík, fyrstu bókinni, sem prentuð var í höfuðstaðnum, og „föður söngs og tónlistar á lslandi“. Suðurendi Aðalstrætis 1870. 1 húsinu í miðið, sem snýr gafli að götu, var fyrsti bamaskóli Reykvíkinga. Þar hafði verið lóskurðarstofa „inn- réttinga“ Skúla Magnússonar og seinna bústaður landfógeta. 1831 var húsið gefið bænum fy.rir fátækrahæli og jafnframt hafður þar bama- skóli frá 1830—1848. Nú er þar Aðalstræti 16, Klæðaverzlun H. Ander- sen & Sön. Inýútkomnu hefti af „Landnámi Ingólfs“ (Safn til sögu þess) er ritgerð eftir Önnu L. Thoroddsen. Greinin heitir „Æskuminn- ingar“, og er merkileg fyrir það, að hún bregður ljósi yfir lífið í höfuðstað landsins fyrr á tímum og segir auk þess frá brautryðj- anda í söng og tónlistarlífi hér á landi og lýsir heimilisháttum þeirra hjóna Péturs Guðjohnsens organista og Guðrúnar Lárusdóttur Knudsens. Pétur er fæddur árið 1812, kvæntist 1841, eignaðist 15 börn, en það, sem lengst þeirra lifði, frú Kirstín, er gift var séra Lárusi heitnum Halldórssyni, andaðist fyrir skömmu 90 ára gömul og var jarðsett 4. þ. m. Var hún elzt þeirra Reykvíkinga, sem fæddir eru í bænum. I upphafi greinar Önnu Thoroddsen segir meðal annars: „Þau (for- eldrar hennar) bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Fyrstu árin fékkst hann við barna- kennslu, og var sá skóli í Aðalstræti 16, sem nú er saumastofa Ander- sens. Það var fyrsti barnaskóli Reykjavíkur hefir mér verið sagt. Þar bjuggu þau líka framan af.“ Er fróðlegt í sam- bandi við frásögn þessa að rif ja upp nokkur at- riði um skóla þennan, og er einkum stuðst við „Sögu Reykjavíkur“ eft- ir Klemens Jónsson. Reykvíkingar á fyrstu áratugum nítjándu ald- arinnar voru ekki komn- ir svo langt, að þeir létu sér annt um uppfræðingu barnanna í bænum. Árið 1830 voru bæj- armenn um 500 og þar af 70—80 börn, er fræðslu þurftu. Þá var enginn barnaskóli til í bænum. Bæjarmenn vildu gjarnan láta kenna börnum sínum, en „hins vegar ekki leggja mikið fram í því skyni, þangað til stiptamtmaður lofaði ríflegum styrk úr Thorkilliisjóði, sem stofnaður hafði verið til uppfræðingar fátækum börnum í Kjal- arnessþingi, en alls ekki ætlaður Reykjavík eingöngu. Á fæðingar- degi konungs, 28. jan. 1830, var því ákveðið að stofna skóla í von um ríflegan styrk úr nefndum sjóði, og byrjaði hann þegar 18. febrú1 ar s. á. og komu 18 börn í skólann“. Skólagjaldið var tólf ríkisdalir um árið fyrir hvert barn, aðeins greitt af efnameiri borgurum, en reksturshallinn tekinn úr sjóðnum. Þau 18 ár, sem skóli þessi starfaði lagði bærinn ekki einn eyrir til hans, en frá því er skýrt, „að það sé gamall siður, að þeir sem taki mó upp, gefi af hverjum 100 hest- um mós einn hest til barnaskólans, og er hvatt til að halda þeim sið áfram“. Árið 1848 tók stiptamtmaður styrkinn af skólanum og hætti hann þá, og voru Reykvíkingar barnaskólalausir næstu 14 árin, Pétur Guðjohnsen. eða þar til reglulegur barnskóli komst á árið 1862. — I skól- anum var kenndur lestur, skrift, reikningur, kver, biblíu- sögur og landafræði, og hefir kennslan að líkindum mest farið fram á dönsku. Lestur var kenndur bæði á dönsku og ís- lenzku og sennilegt er talið, að kotabörnunum hafi verið kennt allt á íslenzku. Starfstíminn var 10—11 mánuðir á ári, en mörg börn voru ekki í skólanum nema 1—3 mánuði. Eink- unnir voru gefnar daglega. Fyrsti kennari skólans var Hans Simon Hansen verzlun- armaður; annar Ólafur Einarsson Hjaltested, stúdent úr Bessastaðaskóla, og þriðji Pétur Guðjohnsen stúdent og organisti, sem tók við skólanum 1840, nýútskrifaður af Framhald á bls. 15. Blaðsíða úr Stafrófskveri Péturs Guðjohnsen, fyrstu bók, sem prentuð var í Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.