Vikan


Vikan - 17.10.1940, Síða 15

Vikan - 17.10.1940, Síða 15
VIKAN, nr. 42, 1940 15 Bréfskólinn. Vikan hitti að máli þá jón Gauta og Jón Á. Bjarnason og spurði tíðinda um bréfskólann, er þeir hafa stofnað hér í bæ. Vér spurðum: „Hve langt er síðan þið fenguð hugmyndina um að stofna til slíks skóla?“ „Síðan eru nú bráðum tvö ár, enda þótt lítið hafi verið um framkvæmdir fyrst Jón Á. Bjamason. framan af, sökum þess að við höfðum þá báðir miklum önnum að gegna við önnur störf. Fyrir tæpu ári síðan byrjuðum við hins vegar á nauðsynlegum undirbúningi, samningu kennslubréfa ásamt nokkurri auglýsingastarfsemi, til þess að leita hóf- ana með, hvernig slíkum skóla kynni að verða tekið.“ ,,Er nokkuð samband eða samvinna á milh skóla ykkar og bréfskóla Sambands ísl. samvinnufélaga, sem nú er að hefja starfsemi hér í bæ?“ „Ónei, ekki er það nú. Okkur var með öllu ókunnugt um að slík starfsemi væri í uppsiglingu hjá S.I.S., þar til seinni hluta s. l. vetrar, að forstöðumaður skólans hringdi til okkar og tilkynnti okkur að S.Í.S. hefði nú ákveðið að byrja sams kon- ar skóla og við hefðum verið að auglýsa að undanförnu.“ „Hvernig er bréfskólakennslu hagað og hverjir eru helztu kostir hennar?“ „Bréfskólar hafa verið starfræktir mörg undanfarin ár víða um lönd og átt hvar- vetna miklum vinsældum að fagna. Enda er svo komið að varla er sú námsgrein til, sem ekki má nema í bréfskóla. Kennslunni er þannig hagað, að hverju námskeiði er skipt niður í fleiri eða færri bréf og fylgja hverju bréfi verkefni, sem nemandanum er ætlað að leysa úr og senda síðan skólanum til leiðréttingar. Þannig er t. d. bókfærslunámskeið okkar, sem veitir fullkomna tilsögn í tvöfaldri bókfærslu, í 20 kennslubréfum, eða samtals nokkuð á annað hundrað prentaðar síður. Nemand- anum eru send 2 fyrstu kennslubréfin ásamt verkefnum. Þegar nemandi hefir kynnt sér og lært efni fyrsta kennslubréfs- ins til hlítar, leysir hann úr verkefnum bréfsins, og sendir þau til skólans. Skól- inn athugar úrlausnirnar, leiðréttir þær, gefur skýringar á því sem óljóst hefir ver- ið og endursendir þær ásamt þriðja kennslubréfi. Meðan þessu fer fram, hefir nemandinn annað kennslubréfið. Þannig er haldið áfram, koll af kolli, að nemandinn hefir alltaf eitt bréf handa á milli og þarf því aldrei að vera iðjulaus. Hversu ört námið gengur er algjörlega undir nemand- anum sjálfum komið. Aðalkostir slíkrar kennslu eru, að nemandinn yenst á að vinna að nokkru leyti sjálfstætt og setja fram hugsanir sínar á skýran og skilmerki- legan hátt. Kennslan er ennfremur ótíma- bundin og óstaðbund- in, þ. e. skóhnn nær til allra heimila og nemendur geta iðkað námið á heimilum sínum og í frístund- um. Nemandinn þarf því ekki að yfirgefa heimili sitt og það sem mestu varðar er, að hann getur gegnt daglegum störfum sínum og aflað sér lífsviðurværis meðan á náminu stendur. T. d. má nefna, að í bókfærslunámskeiði _______________________ okkar taka nú þátt menn suður í Kefla- vík, aðrir austur á Seyðisfirði o. s. frv. Kennsluaðferð þessi er því bæði hentug og ódýr, þegar allra kosta er gætt og hentar jafnt ungum sem gömlum. Jón Gauti. Lögreg'luþjónninn, sem stjómaði umferðinni á hominu á Austurstræti og Pósthússtræti hefir keypt sér jörð í sveit. Svör við spurningum á bls. 2: 1. Vizka. 2. Howard Hughe, á þrem sólarhringum og nítján klukkustundum. 3. Ljóðið Davíð frá Fagraskógi, lagið Karl Ó. Runólfsson. 4. XJnnsteinn Ólafsson. 5. Gyðja ástar- og frjósemis (hjá Grikkjum). 6. 19. jan. 1915, með Zeppelin-loftfari. 7. Bismarck. Hann sagði í ræðu 30. sept. 1862: Stærstu viðfangsefni verða ekki útkljáð með orðum eða atkvæðagreiðslum, heldur með blóði og jámi. 8. Bergur Jónsson. 9. Fjóra. Einn í vesturbænum, tvo í austur- bænum og einn í Laugarneshverfi. 10. Norskt strokhljóðfæri í laginu eins og fiðla, með 4 málmstrengjum, sem liggja undir fiðlustrengjunum. Hún var fyrst búin til í Harðangri um 1670. Byltingar- söngur. Fá söngljóð hafa haft eins mikil áhrif á áheyrendurna og „Amour sacré de la patrie“, þegar það var sungið í Brussel við sýnigu á „Mál- leysingjanum frá Portici". Áhorfend- ur fylltust svo mikl- um eldmóði við að heyra kvæðið sung- ið, að þeir rifu stól- fætur og bök úr stólaröðunum og þustu út á götu. Syngjandi og æp- andi æddi mann- f jöldinn eftir götun- um og hófu í raun og veru þá nótt upp- reisnina, sem leiddi til aðskilnaðar Belg- íu og Hollands. Tilkynning Sakadómarinn í Reykjavík vill vekja athygli al- mennings á því, að nauðsynlegt er að þeir, sem hafa fram að bera kvartanir á hendur einstakra hermanna úr brezka setuliðinu, gefi eftir föngum það greinilegar upplýsingar, að rakið verði, hver viðkomandi hermaður er. 1 því sambandi er fólki bent á að taka eftir og lýsa einkennismerkjum á axlaborðum og húfum hermanna. Sérstaklega er fólk áminnt um að taka eftir og setja á sig einkennisnúmer herbifreiða, er í um- ferðaslysum lenda, með því að ógjörningur getur orðið að finna bifreiðina ella. Einkennisnúmer her- bifreiða eru máluð beggja vegna á vélarkassa bif- reiðanna og eru auk þess aftan á þeim flestum. Jafnframt einkennisnúmerinu er nauðsynlegt að tilgreina númer, sem málað er á plötu framan á bif- reiðinni, svo og lit plötunnar. Er fólki ráðlagt að skrifa sem fyrst niður sér til minnis athuganir sínar á framangreindum ein- kennum og öðru því, er þýðingu hefir. Ennfremur er það nauðsynlegt, að allar slíkar kærur og kröfur séu bornar fram strax og þau atvik, sem kvartað er undan, verða kunnug, svo að hægt sé að hefja rannsókn tafarlaust, því að allur dráttur á því að hafist sé handa, torveldar alla rannsókn mjög og getur orðið þess valdandi, að mál upplýsist ekki. Leiðbeiningar þessar eru birtar í samráði við brezku herstjórnina. Reykjavík, 14. okt. 1940. Jónatan Hallvarðsson, sakadómari.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.