Vikan


Vikan - 07.11.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 07.11.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 45, 1940 7 John Beevers: Óþekktur vísindamaður, sem skóp líf úr brœddum steini. Uppgötvun, sem ef til vill á eftir að gjörbreyta skoðunum vorum á eðli lífsins. Fyrir tveim árum dó maður að nafni Morley Martin í South Harrow í Middlesex í Englandi. Hann lifði og dó að mestu leyti sem óþekktur maður. En einhverntíma í framtíðinni mun heimurinn ef til vill líta á hann sem mesta vísinda- mann í sögu mannkynsins. Hann hélt því fram, að hann hefði skapað líf úr ,,dauðu“ efni og nokkrir vísindamenn víðsvegar um heim fylgdust af athygli með tilraunum hans. Belgíski rithöfundurinn og vísindamaðurinn Maur- ice Maeterlinck hefir skrifað bók um til- raunir hans, sem hann kallar „Dyrnar miklu“. Þó að uppgötvun Martins sé enn þá lítt kunn, þá getur svo farið, að hún eigi eftir að gjörbreyta grundvelli þeim, sem menning vor er byggð á. Martin hafði ekki mikil f járráð, en 1929 lagði hann alla sína peninga í að byggja og útbúa handa sér litla rannsóknarstofu. Þegar hún var fullgerð, hóf hann hinar furðulegustu rannsóknir. Flestir, og þeirra á meðal merkir vísindamenn, héldu, að hann væri vitlaus, en hann brosti rólega að vantrú þeirra og hélt áfram tilraunum sínum. Við flestar tilraunir sínax notaði hann hinar svo kölluðu azoic-steintegundir, sem eru elztu steintegundir jarðarinnar. Þær eru margra milljóna ára gamlar og voru, að sögn jarðfræðinga, til löngu áður en nokkurt líf varð til á þessari jörð. Martin viðaði að sér úr ýmsum áttum stykkjum af þessum steintegundum og setti þau á rafofninn sinn. Hann hitaði þau upp í 3000 gráður og hélt þeim hita í ákveðinn stundafjölda. Við þennan hita, sem hefði nægt til þess að láta harðasta stál renna eins og vatn, breyttust stykkin í örfína ösku. Þessari ösku sópaði hann saman og setti hana í gufuofn. Hitinn í ofninum var jafn, aðeins ofan við suðumark vatns. Og hann gerði eitthvað meira við öskuna, en hvað það var, veit enginn, því að þótt hann hafi skrifað niður mikið viðvíkjandi tilraunun- um, þá voru það nokkur atriði, sem hann aðeins geymdi í huganum, af ótta við, að einhver stæli frá honum uppgötvuninni. Þegar þessum tilraunum var lokið, hafði askan breytzt í örsmáa krystalla. Martin kallaði þessa krystalla „primordial proto- plasm“. Vísindamenn framtíðarinnar munu sennilega stytta þessi erfiðu orð í „P. P.“ Og „P. P.“ er það merkilegasta efni, sem nokkur maður hefir uppgötvað. Það er í raun og veru kjarni lífsins. Martin tók einn dropa af þessum vökva, setti hann á glerplötu og brá henni undir smásjána. Hann horfði í gegnum smásjána, sem stækkar allt þrjú þúsund sinnum, og sá — 15,000 örsmáa fiska synda fram og aftur í vökvanum! Það voru ekki venjulegar bakteríur, það voru að öllu leyti fullskapaðir fiskar. Til- raunir hans höfðu heppnast. Hann hafði skapað líf úr æfagömlum sfeini. Þessi glæsilegi árangur varð honum hvöt til áframhaldandi tilrauna. Nokkrir vísindamenn, sem voru nánir vinir hans, fengu að skoða þetta í smásjánni hjá hon- um. Einn þeirra sá örsmáa krabba (humra) berjast hvem við annan í vökvanum. Þótt ekkert tillit væri tekið til heiðar- leika Martins, þá gat hér ekki verið um nein svik að ræða. Það hefði verið alger- lega ómögulegt fyrir nokkurn mann að búa til svona örsmáar lífverur og enn þá ómögulegra að gefa þeim líf og hreyfingu. Einn af vinum Martins sagði honum frá því, að vísindamaður, Andrew Cross að nafni, sem dáið hefði árið 1855, hefði einu sinni verið að gera tilraunir með járnoxid í sýruupplausn. Hann hleypti rafstraum í gegnum upplausnina og lét strauminn vera á í f jórtán daga. Á f jórtánda degi fóru að koma í ljós hvítir kekkir í upplausninni. Þeir stækkuðu jafn og þétt á næstu tólf dögum, en þá brotnuðu þeir eins og egg og út úr þeim komu örsmáar köngulær! Sérfræðingar skoðuðu þær og viður- kenndu, að það væm köngulær, sem Cross hefði skapað. Þessar tilraunir voru gerðar í þorpinu Fynes Minor í Somerset. Þegar þorpsbúar fréttu um þessar tilraunir, urðu þeir óðir og uppvægir og ofsóttu Cross svo ákaft, að hann neyddist til að hætta við tilraunirnar eftir nokkra mánuði. En Cross hafði auðsjáanlega komizt inn á þá braut, sem síðar leiddi Martin að svo merkilegum niðurstöðum. Strax og Martin hafði heyrt um tilraun- ir Cross, hóf hann nýjar tilraunir. Hann náði sér í nokkra silunga, drap þá og setti þá í bræðsluofninn sinn og brenndi þá til ösku. Þegar hann hafði gert sömu tilraun- irnar með öskuna af silungunum og áður með steinana, þá sá hann undir smásjánni örlitla silunga synda fram og aftur í vökv- anum. Hann skrifaði eina eða tvær greinar um tilraunir sínar handa nokkrum vísinda- tímaritum. Hann skrifaðist á við vísinda- menn í Frakklandi, Rússlandi og Ameríku. Þeim fannst öllum mikið til um tilraunirn- ar, en þeir efagjörnustu neituðu að trúa. En um þessar mundir er Rockefeller stofnunin í Ameríku að vinna í kyrþey að áframhaldandi rannsóknum á tilraunum Martins. Því að vísindamönnum hennar er fylhlega ljóst, hve þýðingarmiklar þessar uppgötvanir geta verið. Þær örsmáu ver- ur, sem Martin sá í smásjánni sinni tákna það, að allar tegundir lífsins hafa frá upp- hafi vega verið til í öllum steintegundum jarðarinnar. Það eru ekki electrónur og mólekýl, sem er grundvöllur alls í heim- inum, heldur þessar örsmáu lífverur. Þær eru í dái, en það er hægt að vekja þær til lífsins, þegar vísindin hafa meðhöndlað þau á réttan veg. Svo virðist sem hin ýmsu form lífsins — þar á meðal maðurinn — séu bundin í klettum og steintegundum jarðarinnar. Því að Martin var sannfærður um, að ef hann hefði getað náð í ösku af manni og farið með hana á sama hátt, mundi hann hafa fengið að sjá örsmáar mannverur hreyf- ast undir smásjánni sinni. Hvort þessi furðulega staðhæfing Martins hefði hlotið staðfestingu, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið, vitum við ekki. En vissulega hafa engar af sögupersónum Jules Verne eða H. G. Wells komizt í hálfkvisti við þennan dularfulla vísindamann frá Middel- sex. Fallhlífarbrúða. Enskir heimavamarliðsmenn æfa sig í að skjóta niður fallhlífarhermenn. En hermaðurinn er ekki af holdi og blóði, heldur sagi og tuskum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.