Vikan


Vikan - 07.11.1940, Side 12

Vikan - 07.11.1940, Side 12
12 VIKAN, nr. 45, 194Q fæ mér bað og set mig síðan í samband við King Kerry.“ „Hvað er um að vera?“ spurði hinn. „Ég veit það ekki enn þá,“ svaraði fréttaritar- inn. „Þér skuluð bara bíða hérna og hafa auga með húsinu. Ef Bray kemur út, þá veitið honum eftirför. En þér verðið samstundis að láta mig vita, ef Zeberlieff fer sjálfur út.“ Inni i húsinu í Park Lane gekk Hermann Zeber- lieff fram og aftur um dagstofuna í þungum þönkum. Hann var búinn að fara í bað, og bar þess engin merki, að hann hefði verið á fótum alla nóttina, nema ef vera skyldi litla, dökka skugga undir augunum, sem stöfuðu þó i raun og veru af allt öðru. Hann var frísklegur og hraustlegur útlits í bjartri morgunsólinni. Martin kom og til- kynnti, að morgunverðurinn væri tilbúinn. Um leið og hann hellti kaffinu í bollann, sagði Her- mann: „Það er rétt, Martin, þér spurðuð um daginn, hvort þér mættuð fara til Cornwall til að heim- sækja fjölskyldu yðar.“ „Já,“ sagði þjónninn, „en þér sögðust ekki geta misst mig.“ „Nú get ég vel misst yður,“ sagði Hermann. „Þér getið farið núna með ellefu-lestinni.“ Martin leit undrandi á hann. „Hafið þér fengið nokkum í staðinn fyrir mig?“ „Ég flyt á hótel á meðan,“ sagði Hermann kæruleysislega, „þér eruð ekki ómissandi, Martin.“ „Auðvitað ekki, herra,“ sagði þjónninn. „Ég bið yður að afsaka." Hann stóð andartak hikandi. „Nú ?“ „Lykillinn að vínkjallaranum er horfinn," sagði Martin í afsökunarróm, „ég skildi hann eftir á borðinu í anddyrinu í gærkvöldi.“ „Þér skuluð ekki fást um það, ég hefi sjálfur lykil,“ sagði Zeberlieff stuttaralega. „Heyrið mig,“ bætti hann við, „við hvern voruð þér að tala hérna niður á götunni áðan?“ Martin roðnaði. „Það var fréttaritari,“ stamaði hann, „hann kom til þess að spyrja um ungfrú Zeberlieff." „Einmitt," sagði Hermann. „Ég kæri mig ekki um, að þér séuð að tala við þess konar fólk, það hefi ég áður sagt yður.“ „Já, en —“ byrjaði Martin. „Ég skil það í þessu tilfelli, — hvað sögðuð þér um ungfrú Zeberlieff ?“ „Ég sagði honum, að við gætum ekki gefið honum neinar upplýsingar hér,“ sagði Martin, „og ég bannaði honum að tala oftar við mig á göt- unni.“ „Þér eruð skemmtilega lýginn,“ sagði Zeber- lieff brosandi, „spurði hann ekki um neitt ann- að?“ „Nei, herra,“ sagði þjónninn með áherzlu. Það lá óvenju vel á Zeberlieff í dag, en þjónn- inn var þungbúinn á svipinn og gerði ekki annað en það, sem honum var sagt að gera. Hann hélt sér sem lengst frá vínkjallaranum, og honum fannst það ekki taka því, að tilkynna húsbónd- anum, að stór hægindastóll úr eik hefði á ein- hvem dularfullan hátt horfið úr skrifstofunni. Fimmtán mínútum fyrir ellefu var hringt og beðið um bíl til Park Lane 410, og farangri Mart- ins var komið fyrir uppi á þakinu á honum. Fréttaritari frá „Evening Herald“ — hann hafði einu sinni verið hátt settur hjá „Monitor“ — horfði á burtförina með athygli, og þegar Zeber- lieff kom út úr húsinu stundarfjórðungi siðar og lokaði hurðinni vandlega á eftir sér, veittu tveir menn honum eftirför, en hvorugur þeirra var fréttaritarinn. 20. KAPlTULI. Konan, sem kunni að skjóta. Bæði dómarinn, blöðin, og þá um leið allur al- menningur hafði skoðað þetta undarlega tiltæki Veru Zeberlieff með rúðubrotið i Kings Kerry Magasin sem hvert annað kvenréttindatiltæki. Bróðir hennar lét sem hann væri líka á þeirri skoðun. Morguninn, sem Martin var gefið frí, var Vera látin laus ásamt nokkrum öðrum kvenréttinda- konum. Vippa-sögur. Prinsinn ai Arkadiu ----- Barnasaga eftir Halvor Asklov. - Dið hafið öll heyrt getið um heims- sýninguna miklu, sem haldin var í New York í Ameríku og er nú ný- lega lokið. Island átti þar smekklegan sýningarskála, sem milljónir manna skoðuðu. En þessi saga er ekki um sýninguna, heldur hann Vippa litla, vin okkar. 'Það voru margir bekkir á heims- sýningunni, svo að fólk gæti hvilt sig, þegar það var orðið þreytt að skoða. Á einum bekknum var lítil ferðataska og enginn maður hjá henni. Margt fólk hafði gengið fram hjá bekknum, án þess að taka eftir tösk- unni. En svo kom kolsvartur maður gangandi og sá töskuna og settist á bekkinn og lagði jakkann, sem hann hafði haldið á í hendinni, ofan á hana. En hver haldið þið að hafi átt ferða- töskuna, sem nú var falin undir jakka svarta mannsins? Enginn annar en Kalli kokkur. Hann hlaut að hafa gleymt henni þarna. Svertinginn þóttist vera að hvíla sig og kveikti í pípunni sinni, en horfði um leið allt i kringum sig. Svo stóð hann á fætur og tók jakk- ann sinn, en faldi um leið töskuna inni í honum og flýtti sér burtu, því að auðvitað var hann hræddur, eins og allir þeir, sem gera eitthvað ljótt. Allt í einu fannst honum hann heyra veika rödd kalla á sig, en hann þóttist vita, að enginn hefði séð til sín. Hann gekk þó enn hraðar en áður, þvi að samvizkan lét hann ekki í friði. Hún var svört eins og hann sjálfur. Þegar hann var kominn inn í jám- brautarlestina, sem þaut eins og ör- skot burtu frá sýningarstaðnum, þá fór hann að skoða í töskuna. Mikið varð hann hissa! Það var slegið á hönd hans, er hann stakk henni í töskuna. Hvað gat þetta verið ? Hann varð dauðskelkaður, en gat þó ekki stillt sig um að athuga þetta betur. Og hræðsla hans jókst enn meir, þegar hann sá litla mannveru horfa á sig „Þetta var mátulegt á þig,“ sagði Vippi og var harður í horn að taka. reiðilegum augum neðan úr töskunni. Þetta var ljóta klípan. Nær hefði honum verið að láta töskuna í friði. Nú sá hann eftir öllu saman. Svertinginn reyndi að tala við Vippa litla á einhverju undarlegu máli, sem hann skildi ekki baun í, en Vippi sá fljótt, að maðurinn var dauðhræddur við hann og það gerði Vippa hugaðan. Hann klifraði upp úr töskunni og settist ofan á hana. „Þú ert Ijóti þjófurinn," sagði hann og steytti hnefann framan í manninn, sem skalf á beinunum af hræðslu. „Legg- ur þú í vana þinn að ræna bömum. Ég er hræddur um, að hann Kalli kokkur taki í lurginn á þér, þegar hann kemst að þessu.“ Svertinginn féll á kné og fórnaði höndum. Augun ranghvolfdust i höfðinu á honum og orðastraumurinn var óstöðvandi, en Vippi skildi ekki eitt orð af því, sem hann sagði. Nú höfðu hinir farþegarnir tekið eftir þessu og komu nær, til þess að athuga málið. „Þetta var mátulegt á þig!“ sagði Vippi og var harður í horn að taka. „Þú heldur víst, að þú getir bjargað þér út úr þessu með því að fórna höndum og láta móðan mása, en það stoðar lítið núna, lagsmaður. Þú ætt- ir heldur að fara heim til þín og þvo þér. Það er eins og þú hafir borið á þig skósvertu. Svona skítugur hefi ég aldrei verið!“ Margir farþeganna reyndu að gera sig skiljanlega við Vippa. Þeir bentu á hann og síðan á svertingjann og svo sögðu þeir eitthvað. Vippi skildi þá ekki heldur, en sagði þó: „Já, hann rændi mér, þessi svarti." En fólkið skildi ekki málið, sem Vippi talaði. Og nú varð hann óþolin- móður. „Ég. kann ekkert í ensku nema þessi orð: Albert, Prince of Arkadiu, og ég býst ekki við að þau komi að neinu gagni.“ En þetta var alger misskilningur hjá Vippa. Einmitt þessi orð höfðu geysimikil áhrif. „Prince Albert of Arkedia“ (Albert, prins af Arkedíu) sagði hver á fætur öðrum með aðdá- un og virðingu. Ef Vippi hefði skilið, hvað fólkið sagði, mundi hann hafa komizt að raun um, að það hélt að hann væri útlenzkur prins. Það vissi, að prinsinn átti að opna skála á heimssýningunni, og hélt, að hann hefði ekki lent í réttri lest. Auðvitað voru allir hissa á því, hve prinsinn var lítill puti, en Arkadia er líka hálfgert putaland, sögðu menn. Það er svo lítið land, að það sést varla á kortinu, og Arka- díumennimir gátu svo sem vel verið smávaxnir. Og nú vildu allir vera Vippa hjálp- legir. „Ég skal gjarna aðstoða yðar hátign," sagði gráhærður og virðu- legur maður auðmjúklega við Vippa. En þá ruku allir upp til handa og fóta og vildu gera prinsinum allt til geðs, sem þeir gátu, svo að jafnvel lá við, að slagsmál yrðu um að ná hylli hans. Lestin var komin á stöð og stönzuð og vegna þvögunnar, sem var í kringum Vippa sá svertinginn sér færi á að sleppa og var ekki lengi að hverfa út í buskann. Það var hringt frá jámbrautar- stöðinni í bil og lögreglulið, sem fylgja átti litla prinsinum á heims- sýninguna. Bíllinn kom og margir lögreglu- þjónar á mótorhjólum. En þegar átti að leggja af stað, kom babb í bátinn. Vippi vildi ekki fara upp í bílinn, en veifaði í stað þess til eins lögreglu- mannsins og sagði: „Ég vil heldur sitja á mótorhjólinu. Það er mikið meira spennandi heldur en í bílnurn." Lögregluþjónninn hristi höfuðið vandræðalega, því að hann skildi ekki það, sem prinsinn sagði. Honum datt alls ekki í hug, að svona fínn prins vildi heldur vera á mótorhjóli með venjulegum lögregluþjóni en í stór- um og fallegum bíl. En Vippi litli gerði sér lítið fyrir, stökk niður af bílnum og klifraði upp á stýrið á mótorhjólinu, þrýsti á flautuna og hrópaði: „Bö-bö-bö!“ Þá skildi lögregluþjónninn við hvað Vippi átti. Hann setti mótorhjólið í gang og öll strollan hélt af stað. Fólk, sem sá þessa stóru lest, hló og veifaði til Vippa litla, sem lék á als oddi af fögnuði og flautaði allt hvað af tók, en vesalings lögregluþjónam- ir þorðu ekki annað en vera graf- alvarlegir, þó að þá langaði lika til að hlæja eins og Vippi og fólkið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.