Vikan


Vikan - 27.02.1941, Qupperneq 4

Vikan - 27.02.1941, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 9, 1941 á, sprengjum og stórskotum rigndi yfir borg og byggðir, það var barist um hverja hæð og hvert vígi, en þó Frakkar misstu þetta vígi í dag, með ógurlegum mann- fómum beggja aðila, þá unnu þeir það að jafnaði aftur næstu daga eða eftir nokkr- ar vikur. Hvert fótmál jarðar var marg- selt og goldið með hundruðum mannslífa. Líklega hefir aldrei áður verið úthellt meira blóði á neinum stað en þama. Það er ætlað að af bandamanna hálfu hafi fallið við Verdun 400 þús. Frakkar og 400 þús. Englendingar og Amerikumenn, aukallraþeirra, er særðust. Og af liði Þjóðverja mun hafa fallið allt að einni milljón manna. Hið eina, sem vannst i bar- dögunum, var eyðing verð- mæta, lands og mannslífa. Ibúar þorpanna og borgar- innar urðu vitanlega að flýja heimili sín, því að eftir nokk- urra vikna bardaga var borgin í rústum og þorpin í ösku. — og 1939. En við ferðalangarnir fáum ekki að reika óáreittir um rústir Verdunborgar. Við erum vakin til vitundar um það, að við erum stödd í Verdun árs- ins 1939. Hljómsveitin okkar hefir þagnað, söngur og spil stúlkn- anna hefir dmkknað í voldug- um trumbuslætti, söng — takt- bundnu þrammi. Allra augu beinast út á strætið. Nú kemur tmmbuslagarinn í ljós, heil hljómsveit, fylking ungra manna í hermannabúning- um, 4—5 hundruð menn. Þeir syngja af fullum hálsi Marseillais- marzinn. Nokkrir, með hæfilegu millibih, bera luktir, er kasta daufu skini yfir þá, sem næstir þeim ganga. Þetta eru hermenn hinnar nýju Verdun, þeirrar, er risið hefir upp af rústum hinnar sundurskotnu. Þegar síðasta fylkingin hefir gengið fram hjá, og hinir háu tónar hergöngu- lagsins dáið út í fjarskanum, spyrjum við þjón, hvað um sé að vera. Það er hátíðis- dagur 24. herflokksins, er svarið. Og stúlk- urnar okkar í bleiku kjólunum hefja á ný söng dægurlaganna frá París og London. Við borðið næst okkur situr ungur mað- ur í herforingjaklæðum og skrifar bréf. Já, Verdun-borg hefir risið af rústum á ný. Það tók 17 ár að byggja hana upp. Verdun er gömul og fornfræg og við end- urbygginguna varð hún að halda sínu forna sniði svo sem unnt var. Erfiðast gekk að byggJa upp dómkirkjuna. Hún er átta hundruð ára gömul og mikið listaverk. Hún stóð mjög hátt og varð því mjög fyrir skeytum Þjóðverja. Endurbyggingu henn- ar var ekki lokið 1935, er borgin var vígð að nýju, og í fyrra sumar var enn unnið við kirkjuna. Og nú er aftur komið stríð. Um kvöldið reikuðum við ferðalangarnir um borgina. Regn milli stríðsáranna hafði að vísu skolað burtu alla blóðbletti af strætum hennar, en stríðsins sást hvar- vetna merki. Það var ógleymanlega fagurt kvöld. Við gengum lengi fram með Maas- fljótinu. Ljósin frá luktarstólpunum og úr gluggum húsanna vörpuðu skini sínu í strauminn, sem rann burt eins og myrkt blóð. I neðanjarðarskálanum. Morguninn eftir ætluðum við út til víg- stöðvanna fyrir utan borgina. Áður en við lögðum af stað, brugðum við okkur -— f jórmenningarnir — til að skoða stað þann, þar sem hermennirnir höfðu haft aðsetur sitt um nætur meðan í stríðinu stóð. I útjaðri borgarinnar er ramgert og óvinnandi vígi. Við öll hlið þess eru her- menn á verði og inn fyrir þau fær enginn óviðkomandi að koma. En inn í einn virkis- vegginn, þann sem veit að borginni, er hlið. Það eru inngöngudyr að aðsetursstað her- mannanna. Hér er geysimikið jarðhús, sem grafið hafði verið inn í hæðina og sprengt inn í bergið. Veggirnir eru 18 metra þykk- ir, þar sem þeir eru þynnstir, og 18 metr- ar eru frá lofti skálanna til yfirborðs jarð- ar. Vitanlega eru engir gluggar. Fyrir ákveðið gjald fengum við að skoða jarðhúsið og vörð- urinn fylgdi okkur. I hópnum voru einnig nokkrir fleiri út- lendingar. Vörðurinn var gamall mað- ur, og þótt þetta væri eflaust atvinna hans, og hann endur- tæki sjálfsagt sömu setning- arnar á stundarf jórðungs fresti alla daga vikunnar, var hann með lífi og sál í frásögninni. Hér höfðu hermennirnir búið. Þetta var eina skothelda byrg- ið í Verdun. Við sáum einnig herbergi hershöfðingjanna, þau voru hér eins og þeir höfðu skilið við þau — húsgagna- lausir klefar, borð og tréstól- ar, járnrúm með ryðguðum gormum. Við komum í hátíðarsalinn. Hann var skreyttur fánum og þar var dálítið leiksvið. Fræg- ustu leikkonur og leikarar Parísar höfðu komið hingað til þess að skemmt hermönnunum. Að lokum sýndi gamli mað- urinn okkur fánasafnið: Fána þeirra þjóða, er átt höfðu syni eða sjálfboðaliða við Verdun. Meðal þeirra var norski fáninn. Og hann sýndi okkur gestabókina: Hertoginn af Windsor og hertogaynjan höfðu heimsótt virkið og ritað nöfn sín í bókina. Það var í maí, sem þau höfðu verið hér. En nú fór tími okkar að verða naumur. Það var tæpast, að við gæfum okkur tíma til að fá stimpil virkisins á vegabréfið okkar, sem óræka sönnun á gorti okkar seinna á lífsleiðinni yfir því, að við höfðurn verið á þessum þýðingarmikla stað, engu síður en hertoginn af Windsor og hans frú. Margir munu kannast við stúlk- una á þessari mynd. Það er söng- og kvikmyndastjaman Deanna Durbin, eftirlætisgoð allra kvik- myndagesta. Hún er 19 ára og sést hér á myndinni með kær- astanum sínum, Paul Vaughn, 25 ára. Þau hittust fyrst árið 1936, þegar hún var að leika í fyrstu kvikmyndinni sinni. Brúðkaupið er ákveðið næsta sumar. Ö Poincaré, forseti Prakklands sæmir Joffre yfirhershöfðingja Frakka heið- ursmerki fyrir unnin afrek.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.