Vikan


Vikan - 27.02.1941, Qupperneq 6

Vikan - 27.02.1941, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 9, 1941 sagði, og hann skildi ekki, hvað þeir sögðu, svo að báðir voru jafn nær. Eigum við ekki að fá viský næst?“ ,,Nú á ég að veita,“ sagði ég. „Nei, mér þykir svo gaman að kaupa vín. Ég hefi yndi af því, ég veit ekki hvers vegna. En ég hefi alltaf orðið, yður hlýtur að leiðast. Það er víst af því að maður er nýkominn heim. Kínverskan er svoddan bannsett hrognamál. Það er ekki þar fyrir, ég gat ekki einu sinni lært frönsku, þegar ég var að fljúga í Frakklandi. Það mundi annars ekki hafa hjálpað mér mikið, jafn- vel ekki í París. Japanskan er eins slæm, en Japanarnir ”eru skárri. Ég á við, að japönsku stúlkurnar eru betri en þær kín- versku. Þær eru dýrar, að minnsta kosti fyrir mig, en maður fær þó eitthvað fyrir peningana. Við fórum alltaf til Japan í fríinu okkar.“ „Milli þess sem þið voruð að gera loft- árás á þá í Kína?“ spurði ég. „Þeir vissu ekkert um það,“ sagði hann alvarlega. „Þeir héldu, að við værum venju- legir ferðamenn, og hvað sem því leið, þá höfðum við peninga, og þá var allt í lagi. Japönsku stúlkurnar eru fjandi sniðugar. Mér líkaði vel við þær, jafnvel þó að þær hafi einu sinni leikið mig grátt.“ Hann hló og nuddaði vangann, og ég beið eftir því að hann héldi áfram. „Það var reyndar sjálfum mér að kenna. Félagi minn var ekki með mér. Hann var einhvers staðar með stelpu og ég var að ráfa um götur Tokyo. Þetta var síðasta kvöldið, morguninn eftir ætluðum við að fara. Það eru ekki nema — hvað — tvær vikur síðan. Nú, það gekk víst hvorki bet- ur né verr en það, að ég sofnaði hjá þeim og þær tæmdu vasa mína. Það var allt í lagi, þær gera það alltaf. En ég var ekki gáfaðri en það, að ég hafði 7á mér alla ferðapeningana til Tahiti. Og það meira að segja ameríska peninga.“ „Tahiti?“ spurði ég og vissi ekki við hvað hann átti. „Tvo í viðbót,“ sagði hann við þjóninn. Hann setti hálfan dollar á bakkann, eins og hann hafði gert tvisvar áður. „Þetta er nokkuð ríflega borgað, finnst yður ekki?“ spurði ég. Hann yppti öxlum. „Það fær hann til að brosa. Mér þykir gaman að sjá fólk brosa.“ „Jæja, en hvað voruð þér að tala um Tahiti áðan?“ „Jú, sjáið til, ég hefi alla mína æfi verið að reyna að safna svo miklum peningum, að ég geti sezt þar að. Mér er sagt, að það sé þægilegt að lifa þar, hlýtt og friðsamt og engar áhyggjur út af fötum. Þegar öllu er á botninn hvolft, er ég ekki lengur ung- ur og maður þreytist á því að þeytast svona fram og aftur og borga tuttugu dollara fyrir kvenmann, sem er alveg sama um mann. Ég hefi því verið að reyna að komast þangað mörg undanfarin ár. Ég hélt, að ef ég ætti þrjú eða fjögur þúsund dollara, mundi ég geta farið þangað og giftzt innfæddri stúlku og lifað rólegu lífi það sem eftir væri æfinnar. Það er sagt, Landsstjóri ítala á Tylftareyjum. Þessi mynd er af Ettore Bastica hershöfðingja og landstjóra Itala á Dodecaneseyjunum (Tylft- areyjunum). Eyjarnar eru úti fyrir strönd Tyrk- lands og eru ramlega víggirtar. — Bastica tók við af Cesare de Veechi hershöfðingja, sem stjórnaði göngu fasista til Rómaborgar 1922. að sumar þeirra séu alls ekki svo slæmar, og þeim lízt vel á hvíta menn. Það væri notalegt, ef maður fyndi einhverja, sem þætti verulega vænt um mann, haldið þér það ekki? Ég gæti jafnvel átt börn.“ Hann þagnaði til að kveikja sér í nýrri sígarettu við stubbinn af þeirri gömlu. Mér fannst hann allt í einu verða svo ellilegur. „Jæja,“ hélt hann áfram, „félagi minn tók að sér að leggja alltaf til hliðar og geyma hluta af vikukaupinu mínu, og að lokum var það orðið nóg, eða nærri því nóg. Ég ætlaði að minnsta kosti að -fara. Ég var búinn að kaupa mér farmiða til Hawaii, og þaðan ætlaði ég að fara til Tahiti, en þá varð ég svo óheppinn, að sofna hjá stelpunum og vakna með tóma vasana.“ Hann starði ofan í glasið sitt. Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Allt í einu fór hann að hlæja. „Félagi minn hafði mesta löngun til að slá mig í rot, þegar hann fann mig morg- uninn eftir. Fyrst sparkaði hann í mig, svo gaf hann nokkrum Japönum á kjaftinn og að lokum lenti allt í slagsmálum og lög- reglan varð að skerast í leikinn.“ Brosið hvarf. „Og nú er ég að fara til Tyrklands til að byrja á nýjan leik. Til Tyrklands, það var þá staður! Ég hefi komið þangað áður.“ Ég spurði hann, hvort hann vissi, hvar hann ætti að berjast. „Einhvers staðar fyrir Breta,“ sagði hann. „Ég skipti mér ekkert af því, læt þá um það.“ Dyrnar næst okkur opnuðust og tvær stúlkur komu inn. Samstundis hvarf þung- lyndissvipurinn af andliti hans, og hann brosti sínu breiða Douglas Fairbanks brosi og horfði á þær með einbeittri athygli. Um leið og þær gengu fram hjá, herpti hann saman varirnar og flautaði svo hátt, að það hefir hlotið að heyrast til Los Ang- eles. Stúlkurnar hrukku við og litu á okk- ur. Allir litu undrandi til okkar. Stúlkurn- ar gláptu og héldu svo áfram sýnilega móðgaðar. „Sko til,“ sagði hann. „Ég held, að það sé aðferðinni að kenna,“ sagði ég. „Þér ættuð kannske ekki að flauta.“ „Ef ég geri það ekki, þá líta þær ekki á mig.“ „Ég skil, hvað þér eigið við,“ sagði ég. „Jæja, hvað um það, við skulum fá okk- ur meira að drekka.“ Spurning hafði verið að vakna í huga mínum, en ég hikaði við að bera hana fram. Ég hafði, eins og við öll, lesið, hvað erfitt væri að fá flugmenn til að segja álit sitt á stríðinu. Ég varpaði því fyrst fram al- mennupi spurningum um dagleg störf flug- manna í stríði, og hann sagði mér, hvernig það hefði verið í Kína. Amerísku flugmenn- irnir fóru aldrei upp í flugvélarnar fyrr en búið var að hlaða þær, því að „það er alltaf svo mikið óðagot og fum á Kínverj- unum, að þeir eru sífellt að detta um sjálfa sig með sprengjurnar í fanginu og sprengja allt í loft upp.“ Svo flugu þeir tvo eða þrjá klukkutíma að markinu, sem var einhver, borg, járn- braut eða herbúðir, slepptu sprengjunum og héldu svo heim, stundum með óvina- flugvél á hælunum, stundum ekki. „En þær eru ósköp meinlausar," sagði hann. „Þeir eru engu betri flugmenn en Kínverjar, og við vorum í amerískum, hraðskreiðum flugvélum. Eina hættan var sú, að maður rækist á þá í myrkri.“ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, hýr í bláu augunum og krosslagði stutta fæturna. Við fengum okkur meira að drekka og okkur leið svo vel, að ég gerðist djarfari. „Okkar á milli sagt,“ sagði ég, „hvernig er yður innanbrjósts, þegar þér eruð að varpa sprengjum yfir borg fulla af fólki, einkum ef það er fólk, sem yður er hlýtt til?“ Hann setti niður glasið sitt og leit á mig. I fyrsta skipti varfðist honum tunga um tönn. „Sko til,“ sagði hann. „Maður hugsar ekki út í það. Maður hugsar alls ekki út í það.“ Augu hans urðu björt og skær. „Hugsið yður, að þér séuð, segjum í f jögur þúsund feta hæð. Það er nótt. Þér eruð með sex tuttugu og f jögra punda sprengj- ur og fjórar fimmtíu punda. Borgin er i niðamyrkri fyrir neðan yður, allir eru í fasta svefni, ekkert ljós, allt hulið myrkri. En þér sjáið á kortinu yðar, að þér eruð beint uppi yfir henni. Þér lækkið flugið og sleppið sprengjunum einni á fætur ann- arri. Fyrst tuttugu og fjögra punda, síðan fimmtíu punda. Svo . . .“ Hann þagnaði andartak,- „Nú, svo ekki meira, það er fallegt, það er það eina, sem þér vitið. Það er eins og flugeldar. Allir þessir grænu, gulu og rauðu blossar, sem birtast eins og skrautblóm þarna niðri. Það er það falleg- asta, sem þér hafið á æfi yðar séð. En þrátt fyrir það mundi ég vilja skipta á Tahiti og því.“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.