Vikan - 15.05.1941, Page 1
Frú Anne Morrow Lindbergh, sem flestir munu
kannast við, meðal annars frá því að hún kom
hingað til lands í flugvél ásamt manni sínum,
Charles Lindbergh, árið 1934, skrifaði þessa grein í
ameríska tímaritið „Reader’s Digest“ í janúar 1940.
Stríðið var þá fyrir skömmu byrjað, og þó að al-
menningsálitið í Bandaríkjunum hafi þá, eins og nú,
vafalaust verið á bandi Breta, þá var þó andstaðan
gegn hvers konar þátttöku í stríðinu mjög sterk.
Þessi afstaða hefir, eins og kunnugt er, breytzt mjög
Bretum í vil, en Lindberghs-hjónin eru bæði mjög
eindregnir einangrunarsinnar, og hafa þau í því sam-
bandi fengið að kenna á fallvaltleik lýðhyllinnar, því
að þær feikna vinsældir, sem þau nutu, hafa mjög
þorrið í seinni tíð, og það jafnvel svo, að Lindbergh
sagði af sér starfi sínu í þágu flugflota Bandaríkj-
anna nú fyrir skömmu, í mótmælaskyni gegn árásum,
sem hann sætti í blöðum og af hendi Roosevelts
forseta. Af því að þessi grein er sýnilega skrifuð af
einlægni og sannfæringu og túlkar skoðanir, sem
íslenzkir lesendur hafa nú fá tækifæri til að kynnast,
er VIKUNNI ljúft að birta hana, án þess þó, að hún
á neinn hátt geri skoðanir frúarinnar að sínum
skoðunum.
Sjá grein á bls. 3.
«
Myndir þessar af eyðileggingu stríðsins eru eins og hrópandi ákall um frið. Þær eru sýnilegt tákn þeirra hörmunga, sem frú Lind-
bergh biður í grein sinni, að mannkyninu megi verða forðað frá. — Efri myndin er frá London, tekin ofan af tumi St. Pauls-kirkj-
unnar, og sýnir eyðilegginguna allt í kringum kirkjuna. Sjálf hefir hún enn ekki orðið fyrir neinu tjóni. Hin myndin er frá borginni
Tours í Frakklandi. Sú borg var fyrsti aðsetursstaður frönsku stjómarinnar eftir að hún flúði frá París, og eftir þessari mynd að
dæma er þetta sú borgin, sem orðið hefir fyrir mestri eyðileggingu í stríðinu, jafnvel meiri en iðnaðarborgin Coventry í Englandi.