Vikan - 15.05.1941, Page 4
4
VIKAN, nr. 20, 1941
og fyrirgefa beitingu þess. Ég hata ofbeldi
eins mikið og þér, eins mikið og Englend-
ingar og Frakkar. Ég hata það jafnt í
smáu sem stóru, jafnt í skiptum þjóða sem
einstaklinga. Ég þoli ekki að sjá nokkurn
mann beita annan mann ofbeldi, hvorki
líkamlegu, andlegu né vitsmunalegu. Það
er ein ástæðan til þess að ég skrifa þetta,
en tala það ekki. Ef þér eruð með mér í
herbergi, verðið þér að hlusta á mig fyrir
kurteisissakir. En enginn er neyddur til
að lesa þessa grein.
Þau verk hafá verið framin undir nú-
verandi stjórn Þýzkalands, sem jafn fjar-
lægum áhorfendum og okkur hér í Ame-
ríku hefir fundizt eins og högg í andlitið.
„Þetta get ég aldrei fyrirgefið þeim,“ höf-
um við hugsað. Það er ýmislegt í stjórnar-
fari þeirra, sem við hér vestra getum aldrei
aðhyllzt. Þessar aðferðir eru ekki nýjar.
Bæði ofbeldi gagnvart einstaklingum og
frelsiskúgun hefir blómgvazt á öllum tím-
um byltinga og umróts. Þjóðerniskúgun er
heldur ekki nýtt fyrirbrigði. Allar stór-
þjóðir og öll heimsveldi hafa rutt sér braut
með þessum aðferðum, svo fyrirlitlegar
sem okkur finnast þær vera nú. Brezka
heimsveldið, stærsta, réttlátasta og frið-
samasta heimsveldið, sem sagan getur um,
var byggt upp með ofbeldi. Það þarf ekki
annað en lesa sögu Indlands, Afríku og
Kanada til að sannfærast um það. Jafnvel
okkar eigið ríki var byggt á ofbeldi og
kúgun, sem hófst með síendurteknum svik-
um á loforðum til handa Indíánum. Og
hvernig fengum við hin víðáttumiklu Suð-
vesturríki frá Mexico, ef ekki með ofbeldi ?
Spurningin er ekki, hvort líða eigi þess-
ar aðferðir, heldur hvort þær verði upp-
rættar með þeim aðferðum, sem nú er
beitt. Hvort styrjöld muni útrýma þeim
eða magna þær, hvort stjórn nazista sé
orsökin að öllum vandræðum heimsins og
hvort skapast muni friðelskandi og ánægð
Evrópa, ef henni verði útrýmt. Það er
mikið talað um það, að þessi styrjöld sé
ekki háð gegn þýzku þjóðinni, heldur gegn
„Hitlerisma". Er Hitler þá slíkur æfintýra-
og glæfamaður, sem flestir virðast halda?
Er hann og stjórn hans ekki miklu fremur
persónugerð sál þjóðar, sem fyllzt hefir
gremju vegna þeirrar auðmýktar, sem hún
hefir orðið að þola? Er friðurinn fenginn,
ef þjóðin verður sigruð enn einu sinni og
leiðtogar hennar teknir frá henni ? Eða
verður það aðeins til þess að aðrir Hitlerar
rísa upp af sæði hatursins eftir önnur
tuttugu ár?
Það skiptir í þessu sambandi engu máli,
hvort okkur finnst þessi andi réttlætan-
legur eða hvort við dáumst að honum.
Hann er staðreynd, sem ekki er hægt að
loka augunum fyrir. Það er ekki hægt að
drepa anda. Það er ekki hægt að loka hann
inni. Hann gengur aftur eins og andi
Hamlets. Andi Hitlers mun ásækja Evrópu
kynslóð eftir kynslóð, ef gangur þessarar
styrjaldar og friðarskilmálar verða svip-
aðir og í síðustu styrjöld.
Óskin um skjótan endi á þessum ófriði
er ekki sprottin af löngun til að lítilsvirða
þær hugsjónir, sem Bretar og Frakkar
segjast vera að berjast fyrir. Ég trúi líka
á þær hugsjónir. Ég hefi fulla ástæðu til
þess. Ég hefi lifað við það réttlæti, frelsi
og frið, sem ríkir í Englandi og Frakk-
landi. Það er aðdáun mín á þessum verð-
mætum, sem vekur hjá mér þá uggvæn-
legu spurningu, hvort þessar tvær þjóðir
muni bera gæfu til að lifa af langa og
skæða styrjöld.
Naumast nokkur maður virðist gera ráð
fyrir, að þessi styrjöld verði skammvinn,
ef hún verður háð þar til yfir lýkur. Og
hvernig getur maður varist þeirri hugsun,
að ólíklegt sé, að brezka heimsveldið, „hin
brezka lífslöngun“, brezka stjórnin, sem
við höfum dáðst svo mikið að, muni lifa
áfram í sínu núverandi formi, eftir lang-
vinna og skæða styrjöld? Að franska lýð-
veldið og sú frelsisást, sem skóp það muni
halda velli? Að nokkur verði sigurvegari í
þessum hildarleik, nema ef vera skyldi sá
andi, sem nú ræður ríkjum í Rússlandi, og
hver óskar þess?
Þetta þarf þó ekki að tákna endalok sið-
menningarinnar. Jafnvel þó að þessi styrj-
öld verði háð þar til báðir aðilar verða
orðnir örmagna, jafnvel þó að menning
okkar líði undir lok, mun önnur rísa upp
af henni. Upp af þeirri ringulreið, sem nú
ríkir í Evrópu, mun rísa ný Evrópa. En
það mun taka langan tíma, og það mun
kosta óumræðilegar þjáningar og líkam-
legar og andlegar fórnir óteljandi manna
og kvenna. '
Er nokkur leið út úr þessu ? Það er enn-
þá blaktandi von um skjótan frið. Við
horfum á þessa flöktandi skímu út við
sjóndeildarhringinn, eins og flugmaður,
sem villst hefir í náttmyrkri, mænir á
vitaljós, sem ef til vill táknar öruggan
lendingarstað. Maður horfir á þetta eins
og ég horfði einu sinni úr flugvélinni
okkar, þegar við höfðum lent í þoku í
Alpafjöllunum, á örlítinn heiðríkjublett
langt frg.mundan. 0, hve hann var dásam-
legur þessi blái blettur í margra mílna
fjarska! Við hann var lífsvon okkar tengd,
ef okkur aðeins tækist að komast þangað
áður en nóttin skylli á.
Þannig blikar hin þverrandi friðarvon
nú. Gerið yður í hugarlund, hverja þýðingu
það hefði, að friður yrði saminn í byrjun
stríðsins, en ekki í lok þess. Ef honum væri
komið í kring áður en milljónum manns-
lífa hefir verið fórnað, orku eytt og béiskju
sáð í hjörtu milljóna manna. Friður í byrj-
un stríðsins mundi gefa vonir um lausn á
vandamálum Evrópu.
Vonin, sem tengd er við framtíðina, er
eins og von móður, sem situr við sjúkra-
beð barns síns. ,,Ó, guð, ef barninu mínu
batnar, skal ég gera allt, sem í mínu valdi
stendur til að gera líf þess fallegt og göf-
ugt, ef það aðeins fær að lifa! “
Horfið á þessa framtíð og íhugið hana
... Látið hugann fljúga andartak á móti
heiðríkjublettinum, sem ég hefi málað upp
fyrir yður, blettinn, sem ef til vill er tákn
friðarins. Það yrði ekki óumbreytanlegur
friður. Það gæti jafnvel orðið eins konar
stríð — en stríð, sem vert væri að heyja,
þung og erfið barátta fyrir endurreisn og
umbótum.
Heimurinn stendur í dag andspænis
vandamálum, sem eru eins alvarleg og
styrjöld og miklu verðugri fórna. Ekkert
af þessum vandamálum verður leyst í
þessu stríði. Við skilum þeim óleystum í
hendur barna okkar, þó að skilyrði þeirra
til að leysa þau verði enn verri en okkar.
Og þó er framtíð mannkynsins ef til vill
undir lausn þeirra komin. ,,í fyrsta skipti
í sögu mannkynsins,“ segir dr. Carrel í bók
sinni „Man, the Unknown“, „er hrörnandi
menning fær um að kryfja til mergjar or-
sakir hnignunar sinnar. I fyrsta skipti hef-
ir hún til umráða ótæmandi möguleika vís-
indanna. Notfærir hún sér þessa þekkingu
og þetta vald ? Það er eina von okkar til að
'"sleppa, að komast hjá sömu örlögum og
Thin ýmsu menningarskeið fyrri alda
'hlutu."
En, eins og dr. Carrel bendir á í bók
sinni, er máttur vísindanna ekki hið eina
nauðsynlega fyrir menningu vora. Móðir-
in, sem biður við sjúkrabeð barnsins síns,
veit þetta. Það er ekki af hvöt til að múta
Framhald á bls. 13.
Allir þeghar Þýzkalands, jafnt
ungir sem gamlir, konur sem
karlar, verða að leggja sinn
skerf til þess að stríðið verði
rekið með sem mestum árangri.
Þessar ungu meyjar hé'r á mynd-
inni eru að læra að mjólka, svo
að þær geti leyst af hólmi bænd-
urna, sem kallaðir hafa verið í
herinn. Júgrið er úr gúmmí og
vökvinn í því er vatn en ekki
mjólk.