Vikan - 15.05.1941, Page 7
VIKAN, nr. 20, 1941
7'
Poirot er nafnið á frægri persónu í skáldsögum Agatha Christie. Hann er belgískur leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock Holmes í sögum Conan
Doyle’s, — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orðstír fyrir uppljóstrun glæpa, sem aðrir hafa orðið frá að ganga án nokkurs árangurs.
2 Ný framhaldssaga:
Dularfullur atburður
Poirot-sakamálasaga eítir AGATHA CHRISTIE.
„Verið þér sælir og framvegis skal ég gæta
betur tungu minnar.”
,,Já, en má ég ekki fylgja yður um borð í
skipið ?“
„Þakka yður fyrir, en það er ekki víst að ég
fari með skipinu. Ég verð að minnsta kosti að
reyna að finna systur mína fyrst."
„Já, en við hittumst þó vonandi aftur? Mig
. .. . ‘, ég hikaði, „mig hefði langað til að kynnast
systur yðar líka.“
Við hlógum bæði.
„Það er fallega hugsað af yður .... Það skal
ég segja henni. En ég býst ekki við, að við hitt-
umst aftur. Þér hafið verið skemmtilegur ferða-
félagi, einkum þegar tekið er tillit til þess, hvemig
kynni okkar hófust. En það, sem lesa mátti í
svip yðar þá, var alveg rétt. Ég er ekki af sama
sauðahúsi og þér — svo að við eigum alls ekki
saman. Það er mér fullkomlega ljóst . .. . “
Nú skipti hún allt i einu um svip. Gázkinn og
léttlyndið var horfið. Það var eins og hún væri
reið og vildi hefna sín . ..
„Jæja, verið þér sælir!“ sagði hún og varð ögn
léttari á brúnina.
„Ætlið þér ekki að segja mér, hvað þér heitið?“
sagði ég, þegar hún sneri sér frá mér.
Hún leit við og brosti yndislegu brosi:
„Öskubuska," sagði hún og hló.
Á þessu augnabliki gat mig ekki rennt grun í,
hvar og hvemig ég mundi hitta „Öskubuska"
aftur.
2. KAPÍTULI.
Hjálparbeiðni,
Morguninn eftir, klukkan fimm mínútur yfir
níu, gekk ég inn í sameiginlegu dagstofuna okkar
til þess að borða morgunverð. Poirot, vinur minn,
var alltaf stundvís og var nú að borða annað
eggið.
Hann brosti vingjarnlega til mín, þegar ég
kom.
„Þér hafið sofið vel, er það ekki? Og búnir
að jafna yður eftir sjóferðina. Það er dásam-
legt, hvað þér mætið réttstundis núna. Fyrir-
gefið.bindið fer ekki vel á yður. Má ég laga það?“
Ég hefi oft lýst Hercule Poirot. Hann er lítill
vexti og óaðfinnanlegur í ’klæðaburði, loðbrýndur
og með mikið yfirskegg. Þegar hann reiddist
fengu augun á sig grænleitan blæ. Hann vildi
hafa röð og reglu á öllum hlutum og var næstum
óþægilega nákvæmur og krafðist samsvörunar í
öllu. Sem leynilögreglumaður lagði hann litla
áherzlu á að rekja spor og athuga vindlingaösku
og hélt því fram að slíkir hlutir út af fyrir sig,
stuðluðu sjaldan að því að leysa viðfangsefni
leynilögreglumannsins. Þegar um þetta var að
ræða setti hann upp sjálfbirgingssvip, benti fingr-
inum á enníð og sagði með hinu mesta sjálfs-
trausti: „Hinn raunverulega vinna fer hér fram,
kemur innan frá. Það eru litlu, gráu heilasell-
umar — minnist þess ávallt, vinur minn, að það
eru litlu, gráu heilasellumar.“
Ég settist og lét orð falla um það, að klukku-
Forsaea t Hercule Poirot, leynilög-
** * reglumaður, hefir hvatt
félaga sinn til að skrifa niður frásögu af
dularfullum atburði, sem gerðist í námunda
við „Villa Geneviéve" í Frakklandi, en þeir
bjuggu saman í London, er þetta átti sér
stað. Frásögumaður byrjar á því, að hann
hittir í járnbrautarlest, einkennilega stúlku,
sem segist vera leikkona. Þau eru að skilja
á jámbrautarstöðinni og stúlkan réttir
honum hendina til kveðju.
tíma sjóferð frá Calais til Dover væri ekki um-
talsverð."
Poirot mótmælti þessu kröftuglega.
„Jú, jú! Einn einasti timi getur borið í skaut
svo mikla reynslu, að manni finnst hann hafa
staðið yfir í marga klukkutíma! Segir ekki eitt
af skáldunum ykkar Englendinga, að tíminn sé
ekki mældur í klukkustundum heldur hjarta-
slögum?"
„Jú, en Browning mun hafa átt við eitthvað
rómantískara heldur en sjóveikina.“
„Já, af því að hann var Englendingur, eylend-
ingur, sem óttaðist ekki sundið. Ó, þið Englend-
ingar! Við hinir emm ólikir ykkur. Kona, sem ég
þekki flúði í byrjun heisstyrjaldarinnar til
Ostende. Þar biluðu taugar hennar. Nú gat hún
ekki flúið lengra nema fara yfir Norðursjóinn!
Hún óttaðist hafið! Hvað átti hún að gera?
Óvinurinn færðist nær með hverjum deginum
sem leið. Reynið að setja yður í spor hennar!“
„Hvað gerði hún?“ spurði ég forvitinn.
„Maðurinn hennar var, sem betur fór, hygg-
inn náungi. Það hafði engin áhrif á hann, að
taugar hennar voru ekki í lagi. Hann nam hana
bara á brott! Auðvitað var hún nær dauða en
lífi, þegar hún kom til Englands, en hjarnaði þó
von bráðar við.“
„Poirót hristi höfuðið grafalvarlegur. Ég gat
varla stillt mig um að hlæja.
„Kom ekkert sérstakt með póstinum?" spurði
eg.
,,Nei!“ sagði Poirot óánægður á svipinn. Ég
hefi að vísu ekki athugað öll bréfin enn þá. En
það er alveg hætt að ske nokkuð sérstakt. Stór-
brotnir glæpamenn, sem kunna sitt handverk,
virðast vera úr sögunni. Þau mál, sem ég hefi
fengið í hendur að undanförnu, hafa verið ótta-
lega leiðinleg. Aðalvinnan hefir verið að leita
uppi tinda kjölturakka fyrir fínar frúr! Það síð-
asta, sem var nokkurs virði, var málið út af
Jardly-gimsteininum — og hvað er langt síðan
það var, kæri vinur?“
Ég gat ekki annað en hlegið að því, hve hon-
um leiddist þetta aðgerðarleýsi.
„Verið þér nú ekki svona niðurdreginn, Poirot.
Þetta lagast. Rífið upp öll bréfin. Hver veit nema
eitthvert stórmálið sé í uppsiglingu! “
Poirot brosti og tók að opna bréfin hvert af
öðru.
„Reikningur," sagði Poirot, „og annar til! Ég
virðist vera farinn að halda mér nokkuð mikið
til í ellinni! Og hér er bréf frá Japp.“
„Svo!" Ég varð forvitinn. Japp var yfirlög-
regluþjónn hjá Scotland Yard og hafði oftar en
einu sinni fengið oltkur í hendur spennandi við-
fangsefni.
„Hann er að þakka mér fyrir hjálpina í
• Aberystwyth-málinu. Mér þykir vænt um að hafa
gert honum þennan greiða."
„Hvemig þakkar hann yður?" spurði ég,
,,Á sinn sérstaka hátt auðvitað. Hann segir, að
ég sé seigur eftir aldri og honum þyki vænt um
að hafa getað látið mig fá svolitla vinnu."
„Þetta var líkt Japp. Poirot hélt áfram að
lesa bréfin.
„Hér er beiðni um, að ég haldi fyrirlestur hjá
skátum og annað frá greifafrú, sem eflaust ætlar
að biðja mig um að finna kjölturakkann sinn.
Og ..."
Ég sá, að Poirot hafði séð eitthvað sérstakt í
næsta bréfi, því að hann las það með mikilli
athygli og rétti mér það ekki strax.
„Þetta er öðm vísi en hitt allt, vinur minn.
Lesið það sjálfur."
Bréfið var ekki skrifað á enskan pappír og
skriftin falleg og sérkennileg:
„Villa Geneviéve,"
Merlinville-sur-Mer,
Frakklandi.
„M. Hercule Poirot!
Ég þarf á duglegum leynilögreglumanni
að halda og óska ekki eftir því að leita til
hinnar opinberu lögreglu, af ástæðum, sem
ég skal síðar skýra yður frá. Ég hefi heyrt
að þér séuð mjög duglegur og hægt að
treysta yður út í yztu æsar. Ég vil ekki
skýra málið fyrir yður í bréfi í einstökum
atriðum, en vegna leyndarmáls, sem ég
geymi, óttast ég um líf mitt á hverjum
degi! Ég er sannfærður um, að líf mitt
hangir á þræði og bið yður þess vegna um
að spilla ekki tímanum og koma strax til
Frakklands. Ég skal láta bíl sækja yður
til Calais, ef þér símið og látið mig vita,
hvenær þér komið. Mér þætti ákaflega vænt
um að þér legðuð öll önnur mál á hilluna
og gengjuð um tíma alveg í mína þjón-
ustu. Ég borga það, sem þér setjið upp.
Þetta getur orðið löng vinna fyrir yður,
því að ef til vill þurfið þér að ferðast
til Santiago, en þar hefi ég lengi átt heima.
Þér ákveðið sjálfur laun yðar.
Um leið og ég endurtek, að málið þolir
enga bið, kveð ég yður
með virðingu
P. T. Renauld.“
Fyrir neðan undirskriftina vár skrifað næstum
ólæsilega:
„1 guðsbænum, komið þér!“
Ég rétti Poirot bréfið aftur — og hafði fengið
mikinn hjartslátt.
„Loksins!" sagði ég. „Hér er eitthvað sérstakt
á seiði."
„Já, það held ég líka,“ sagði Poirot hugsandi.
Framh. á bls. 15.