Vikan


Vikan - 15.05.1941, Qupperneq 8

Vikan - 15.05.1941, Qupperneq 8
8 VIKAN, nr. 20, 1941 Gissur og Rasmína fá heimsókn. Gissur: Þetta var skemmtilegt ferðalag, en það er nú samt gott að vera kominn heim og geta hvílt sig. Að þurfa ekki að hugsa um áætlunarbíla, hótel, lestir eða neitt, það er dásamlegt! Rasmína: Þú ættir nú að skreppa niður í kjallara á meðan þú ert í svoná góðu skapi og ná í ryksuguna. Gissur: Nei, hvað er þetta? Kjallarinn er fullur af vatni og rafmagnið er bilað ? Rasmína: Æ, já. Ég gleymdi að hringja til rafmagnsmannsins og pípulagningamajinsins. Gissur: Síminn er bilaður, Rasmína. Rasmína: Æ, já. Ég lét loka honum. Skrepptu í næsta hús og hringdu á stöðina til að láta opna hann. Gissur: Ég verð víst að opna kommóðuna mína með þessu sporjámi, ég finn hvergi lyklana mína. Rasmína, hvar settirðu inniskóna mína? Erla: Viltu fara með mína tösku upp líka, pabbi ? Gissur: Þá var skárra að bera sementspokana hérna i gamla daga heldur en þennan skolla. Rasmína: Viltu ekki koma hérna fram í eld- húsið, þegar þú ert búin að þessu og setja upp fyrir mig gardínurnar? Rasmína: Guð minn góður! Hvað hávaði er þetta? Þjónninn: Það kom maður, sem sagðist vera frændi frúarinnar og á eftir honum kom heil hers< ing af alls konar fólki. Gissur: Frændfólk Rasminu! Brandur: Það er ekki til neins að fara fram í eldhús, það er ekki deigur dropi i kæiiskápn- um. — Láki: Skyldu þau ekki ætla að bjóða okkur til miðdegisverðar ? — Gunna: Skyldu þau ekki hafa komið með neinar gjafir handa okkur? — Labbi: Eigum við ekki að fá neinar kökur? — Dódó: Mamma, Gógó braut kertastjakann. — Stina: Didda, ég sá þig brjóta fatið. — Anna við Rasmínu): Já, aumingja Dísa. Hún fékk liðagigt- arkast á meðan þú varst burtu, og maðurinn hennar hefir ekki unnið handtak, síðan hann kom úr fangelsinu. — Siggi sífulli: Rasmína, geturðu lánað mér bjórkollu? — Nonni: Lánaðu mér baunabyssu, ég ætlá að vekja Stjána frænda. — Gilli: Við skulum koma í slökkviliðsleik, ég veit um slöngu og exi niðri í kjallara. —- Beggi bót: Stundum finnst mér eins og þau kæri sig ekkert um, að við séum að heimsækja þau. — Sveina: Vertu nú ekki svona hörundssár, þó að þér hafi verið fleygt út tvisvar sinnum. ;— Denni: Fleygðu til mín hamri, Gosi, ég sé vasa, sem er upplagt að brjóta. ----Keli: Veiztu hvar hann geymir vindlana sina, Lási? -— Friggi: Heyrðu, Gissur. Þú verður að hjálpa mér um tuttugu kall núna, ég er alveg staurblankur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.