Vikan


Vikan - 15.05.1941, Page 9

Vikan - 15.05.1941, Page 9
VIKAN, nr. 20, 1941 9 Fréttamyndir. Clarence K. Streit formaður í félagi alrikissinna í Bandaríkj- unum sést hér á myndinni á fundi, sem haldinn var í New York til þess að bera fram kröfu um að Bandaríkin gangi í ríkjasamband við Kanada, Bngland, Irland, Suður-Afriku- sambandið, Ástralíu og Nýja Sjáland. 2000 manns sátu fundinn. Þessi mynd er af Daniel van Voorhis, yfirmanni yfir landvörn- um á þeim svæðum, sem liggja að Carrabía-hafinu. — Á meðal þeirra eru Panamaskurðurinn og Puerto Rico. Samanburður við mennina (í hvíta hringnum til hægri) gefur góða hugmynd um hina gífurlegu stærð Douglas B-19 flugvélarinnar, sem sést hér á myndinni. Flugvélin hefir verið fjögur ár í smíðum í Santa Monica í Californíu og hefir 220 feta vænghaf, gengur fyrir fjórum 2000 hestafla mótorum, getur flogið 7500 mílur án þess að lenda og getur borið 18 smálestir af sprengjum eða 120 manna hersveit með öllum herbúnaði. Þegar Roosevelt forseti lagði af stað til Executive Mansion í Wash- ington til þess að sverja forseta- eiðinn í þriðja sinn, stökk Falla, litla tikin hans upp í bílinn til hans og heimtaði að fá að fara með, en eftir myndinni að dæma virðistfor- setinn ekki hafa verið á sama máli. Atburður- inn er heldur ekkert hvers- dagslegur, því að þetta er í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að forseti er kos- inn sá sami þrisvar í röð. I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.