Vikan


Vikan - 15.05.1941, Side 10

Vikan - 15.05.1941, Side 10
10 VIKAN, nr. 20, 194L Heimilið Bakið heima! Hafrakex. 100 gr. smjörlíki, 500 gr. hafra- mjöl, 2 matsk. sykur, 1 tesk. hjartarsalt, 1 peli mjóik og hveiti. Smjörlíkinu er blandað út í hafra- mjölið, sykrinum, mjólkinni og hjartasaltinu, jafnað saman við og svo mikið hveiti hnoðað upp í það, að hægt sé að fletja deigið þunnt út. Skorið niður í hringa með glasi og stungið með gaffli eða rifjámi. Sett á smurða plötu og bakað við hægan eld, þangað til það verður ljósbrúnt. Horn. 60 gr. smjörlíki, 500 gr. hveiti, 3 tesk. sykur, 3 tesk. gerduft, 1 peli mjólk. Smjörlikið. er mulið út í hveitið. Sykurinn og gerduftið bleytt upp í mjólkinni og öllu þessu hnoðað sam- an í deig og flatt út í kringlóttar kökur á stærð við disk. Hringurinn skorinn i 4 til 8 þríhyrninga, og hverjum þríhyrning vafið saman svo að mjói endinn komi utan á. Sett á smurða plötu, smúrða með mjólk eða vatni og bakað við mikinn hita. Ljúf- fengt brauð bæði með kaffi og tei. Ef vill má skera homið í sundur og setja sultutau á milli. Litlar tvíbökur með rabarbarasúpu. 250 gr. smjörlíki, 600 gr. hveiti, 2 tesk. gerduft, 200 gr. sykur, 1 egg, 1 dl. súr rjómi (eða mjólk), og ögn af kardemommum. Hveitinu og gerduftinu er blandað saman og smjörlikinu, sykrinum, egginu og rjómanum bætt út í og úr þessu hnoðað deig, sem elt er í litlar bollur. Sett á smurða plötu og bakað þangað til það verður ljósbrúnt. Boll- umar skornar í sundur með beittum hníf og þurrkaðar við hægan hita í ofninum. Byrjuð að leika aftur. MILO HEILDSÖLUaiROCIR: ÁRNI JÖNSSON, HAFNARSTft.5 REYKJAVÍK Shirley Temple, sem öll böm þekkja, er nú orðin ellefu ára og hefir lokið bamaskólagöngu sinni. Hefir hún tekið tilboöi um að leika í nokkmm kvikmyndum með Mickey Rooney og á að fá 20,000 krónur á viku í kaup. Þegar hún var spurð að því, hvort henni þætti gaman að eiga að fara að leika aftur, svaraði hún: ,,Já, það veit guð! Það var svo leiðinlegt i skólanum.“ Þvoið sópvöndinn yðar einu sinni í viku upp úr volgu sápuvatni. Hristið. hann svo vel og hengið hann út til þerris. Meðferð ungbarna. Flugurnar eru svarnir óvinir allra ungbarna. Það er kunnugt, að rykast getur ofan í ílát bamsins, eins og önnur, og getur enginn sagt það fyrir, hví- líkt skaðræði bömum getur orðið að slíku. En annað er nærri enn verra, og það era flugurnar. Þau kvikindi era mestu skaðræðisgripir og era taldar svarnir óvinir allra ungbarna, enda má telja áreiðanlegt, að þær verða mörgu ungbarninu að aldur- tila. Mörgum er hálfilla við, að flug- ur setjist á matinn, sem þeir eru að borða, en fæstir gera sér grein fyrir hver háski getur af þeim staðið, og hve viðbjóðsleg kvikindi þetta eru i raun og veru; að ekki er amast við flugum frekar en gert er, kemur sennilega af því, að menn hafa al- mennt ekki gert sér grein fyrir lifn- aðarháttum þeirra og líkamsgerð. Era hér settar fáeinar myndir til skýringar. — Á þessari mynd sést fótur af flugu, eins og hann lítur út í smásjá. — Flugan hefir 6 slíka fætur; þeir eru hærðir, og framan á þeim era eins og tangir, til þess að flugan geti haft fótfestu, ef hún sest á eitthvað óslétt. Framan á fætinum eru 2 gljúpir þófar, sinn hvoru megin; það eru nokkúrs konar sogskálar, sem hjálpa flugunni til þess, að geta fótað sig á sléttum flöt- um, t. d. rúðum, sem þær geta farið eftir upp og ofan eftir vild; þær geta líka farið neðan á loftinu í herberg- inu. Af þessu sköpulagi á fótum flug- unnar verður það augljóst, að ekki getur hjá því farið, að ýmislegt loði á fótum hennar af því sem fyrir er, þar sem hún leggur leiðir sínar. Þetta kæmi nú ekki svo mjög að sök, ef flugan færi aldrei nema um svæði, þar sem allt væri ósaknæmt, en það er nú öðra nær. Hún lifir aðallega á alls konar óþverra, úldnum og morknum matarleifum og hræjum, saur og sorpi alls konar, en þar er hreinasta paradis fyrir allar sótt- kveikjur. Það má því nærri geta, hví- líkur sægur af sýklum getur tollað á fótum flugunnar og vængjum, þegar hún er búin að spígspora fram og aftur á einhverju úldnu hræi eða öðr- um viðbjóði; hafa verið taldar svo miljónum skiptir af gerlum á einni flugu. Þetta kann að sýnast ótrúlegt í fljótu bragði, en þess verður að gæta, að svo er mikill stærðarmunur á flugu og gerli, eins og á fíl og flugu. Þó kemur það oft fyrir, að flugum finnst þær vera of þungar á sér, eða ofhlaðnar af óþveranum, og Fluguvængur. Fluga situr á pelatotu! því sjást þær oft vera að ná þessu góðgæti af sér, af fótunum, vængjun- um og munnfærunum, og er því ekki skemmtilegt að horfa á þetta kvik- indi, skríðandi á matnum, sem verið er að borða, og vera þar að losa við sig eitthvað af þessum viðbjóði. — Flugur era sólgnar í öll sætindi; þær setjast því oft á eitt og annað sæl- gætið, sem á borðinu er, t. d. sykur eða annað þvílíkt, og bæta sér í munni eftir eitthvað annað ógeðs- legra, sem þær kunna að hafa verið að éta rétt áður. Þær era nefnilega síétandi; komist þær i eitthvað góð- gætið, verður þeim ekki mikið fyrir að æla meir eða minna upp úr sér af einhverju, sem þær era nýbúnar að éta, og ekki er kannske jafn- lostætt eins og þær krásir, sem þær eru nú komnar í; ælurnar eru einmitt til þess gerðar, að þær geti dregið á bátinn svo um muni af einhverju góð- gætinu. Og flúgur eru ekki vanar að víla neitt fyrir sér að æla hvar sem er, né heldur vandfýsnar um hvar þær losa sig við óþverrann af fótum sér og vængjum; þær geta því vel komið beint upp úr spýtu- bakkanum eða hrákusluddu, sem þær hafa fundið á fömum vegi, og sest á brauðið, smjörið eða hvað annað sem á borðinu er. Þeim þykir líka afskaplega góð mjólk; þær setjast því oft á mjólk og drakkna þar stundumí Það má nærri geta hve holl slík mjólk getur orðið, fyrir nú utan viðbjóðinn! Það kann heldur enginn tölum að telja þann ara- grúa af ungbömum, sem árlega deyja af völdum þessara smá- kvikinda, einkum úr berklaveiki og gamakvefi. Berklasýklana bera þær með sér úr hrákum berklasjúklinga, sem hrækt hafa hvar sem er, af sóðaskap eða hugs- unarleysi, og fluga svo sest á, og jóðlað um sínar viðbjóðslegu loðnu lappir, og svo kannske sest rétt á eftir á mjólkina, sem ætluð var ung- baminu, en ílátið opið, eða á pela- Framhald á bls. 15. Fótur af flugu. „Nafnspjald" flugunnar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.