Vikan - 15.05.1941, Síða 11
VIKAN, nr. 20, 1941
M(ð daiiann á hæluiQU.
2Q Framhaldssaga eftir DAVID HUME.
„Það er ekki til neins fyrir yður að reiðast,"
sagði hann. „Við erum tveir, og við skjótum, ef
jþér gefið nokkurt tilefni, og það er ekki hætta
á að við hittum ekki. Það mundi ekki hjálpa
kvenmanninum, að öðru leyti en því, að hún yrði
að ljúka ferðinni i fylgd með líki. Notið skyn-
semi yðar. Þér vitið, að þér hafið tapað.“
„Já, auðvitað,“ sagði Mick. Hann vissi þvi mið-
ur allt of vel, að maðurinn hafði rétt fyrir sér.
„TJr því að þér hafið gert sígaretturnar mínar
upptækar, vilduð þér kannski vera svo góður að
gefa mér og stúlkunni sína sígarettuna hvoru?“
Sammy leit tortryggnislega á hann áður en
Jiann tók upp sígaretturnar og eldspýturnar. En
Miek setti sígarettu að vörum Clare, kveikti í
henni og síðan í anna'rri handa sér, án þess að
gera nokkuð af sér. Svo stakk hann bæði sígar-
ettunum og eldspýtunum i vasann. Þorpararnir
tveir gátu ekki annað en dáðst að því, hvað hönd-
in, sem hélt á eldspýtunni, var styrk og örugg.
Kjark skorti Mick ekki! •
„Þér haldið kannske, að þessi dæmalausi heili
yðar muni bjarga yður úr þessari klípu,“ sagði
Sammy. „Þeirri fánýtu von er yður óhætt að
stinga í vasann ásamt eldspýtunum og sígarett-
unum."
„Það er sorglegt,“ sagði Mick, „að veslings
móðir yðar skyldi verða til að fæða yður i þennan
heim.“
„Jæja, hér eigum við víst að skipta,“ sagði
Sammy og sneri sér að Pete.
„Nei, ekki strax. Það er bara umferðarljós,"
sagði Pete.
Brauðbíllinn hægði á sér og nam að lokum
alveg staðar. Mick heyrði, að fleiri bilar brems-
tiðu skammt frá. Bófamir voru á verði.
„Verið ekki órólegir," sagði Mick. ,,Ég þori að
veðja, að við höfum orðið að nema staðar við
rautt ljós í Colchester."
„Haldið yður saman, að minnsta kosti þangað
til við erum komnir fram hjá,“ sagði Sammy-.
„Það er ráðlegra fyrir yður — og vinkonu yðar
líka.“
„Ég er ekki svo vitlaus, að ég viti ekki, hvenær
ég á að þegja,“ sagði Mick. Síðasta hálftímann
hafði hann fundið kaldan súg i bakið. Yfirbygg-
ingin á bílnum var úr tré, og ein fjöl hafði verið
tekin í burtu, sennilega vegna viðgerðar. Á meðan
hann talaði, ýtti hann tveim brauðum út um rif-
una. Hann braut heilann um það, hvort hann gæti
ekki gert eitthvað annað til að vekja athygli um-
ferðarlögregluþjónsins. En áður en honum hafði
dottið nokkuð í hug, fór bíllinn af stað aftur. En
hann hélt áfram að ýta brauðum út um rifuna
með stuttu millibili, án þess að nokkur tæki eftir.
Mick velti því fyrir sér, hvort hann ætti að grípa
til einhverra róttækra ráða, áður en þau væru
komin út úr bænum. En þegar hann leit á skamm-
byssurnar, sannfærðist hann um, að minnsta til-
raun til undankomu mundi kosta hann lífið.
„Næsti viðkomustaður er kirkjugarðurinn,“
sagði hann við Clare. „Eru það nokkur blóm, sem
þér hafið sérstaklega augastað á ? Ég er viss um,
að okkar elskulegu vinir vilja gera það, sem þeir
. geta fyrir okkur.“
Clare hristi höfuðið. Tárin runnu stöðugt niður
kinnar hennar. Svo varð þögn stundarkom. Mick
Það, sem skeð liefir hingað til í sögunni:
Ameriskur stórglæpamaður, Lefty Vincent,
rænir banka þar vestra og drepur gjald-
kerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness,
reynir að koma Vincent í hendur lögregl-
unni. Það mistekst. Clare flýr til Englands.
Vincent eltir hana og fær enska glæpafé-
laga í lið með sér. Mick Cardby rekur leyni-
lögreglustöð í félagi við föður sinn. Þeir eru
fengnir til að vernda Clare í Englandi, og
tekur Mick á móti henni og ekur með hana
um þvert og endilangt landið og bófamir
á hælum þeim. Þau komast alltaf undan, en
nú er Vincent sjálfur kominn til landsins,
óánægður yfir árangursleysi eftirfararinn-
ar. Sögunni víkur aftur að Clare og Mick.
Þau em á flótta í bílnum, þegar springur
hjá þeim og bíllinn veltur út af veginum.
Þegar þau eru að komast undan bílnum,
standa vopnaðir bófar yfir þeim og skipa
þeim upp í brauðbíl og aka burt.
sýndist Clare vera að því lcomin að falla í yfirlið
aftur. Varðmennirnir sátu hreyfingarlausir og
störðu á þau.
„Hvenær veitist okkur sá heiður, að hitta Lefty
Vincent?" spurði Mick. „Ég vildi ógjarnan koma
of seint eftir allt það ómak, sem mannauminginn
hefir gert sér til að vera stundvís.“
„Við skulum sjá um, að þið komið ekki of
seint," sagði Sammy byrstur. „Það verður aldrei
langt þangað til hann slæst i hópinn — ef það er
yður og vinkonu yðar ekki á móti skapi.“
„Nei, það er nú eitthvað annað. Ákveðið bara
stund og stað, og þá skulum við gera það, sem í
okkar valdi stendur til að ekkert verði því til
hindrunar. Mér er ekki almennilega ljóst, hvemig
maður á að haga sér frammi fyrir svoha miklum
mönnum. Þér gerðuð mér greiða, ef þér gæfuð
mér nokkrar bendingar í þá átt. Eru nokkrar sér-
stakar viðhafnarreglur viðhafðar í fyrsta skipti,
sem maður hittir morðingja, þjóf, bankaræningja
og stórglæpamann?"
„Ég hefði gaman af að heyra yður segja þetta
í viðurvist Vincents sjálfs,“ sagði Sammy. „Ég
hefi aldrei hitt hann, en ég 'hefi heyrt ýmislegt
um hann. Ég hlakka til að heyra, hvaða álit hann
hefir á Mick Cardby.“
„Hann þorir sjálfsagt ekki að mæta mér nema
með hendurnar bundnar á bak aftur og umkringd-
an af vopnuðum bófum, heigullinn sá ama. Vin-
eent er eins og þið hinir — ekkert nema grobbið
og mikilmennskan, en huglaus, þegar á reynir.“
„Haldið yður saman, ef yður langar til að lifa,“
sagði Samrriy.
„Ég gæti slegið ykkur niður á svipstundu, ef við
stæðum jafnt að vígi,“ sagði Mick. „En þið þorið
ekki annað en sitja með skammbyssurnar í hönd-
unum andspænis óvopnuðum manni. Og svo þyk-
ist þið vera heljarmiklir karlar! Leggið frá ykkur
skammbyssurnar augnablik, þá skuluð þið fá að
sjá sitt af hverju."
„Nei, við látum ekki gabba okkur svona,“ sagði
Sammy. „Ég hefi séð menn eins og yður fyrr. Ég
læt ekki gabba mig.“
„Mér datt svo sem i hug, að ykkur myndi bresta
kjark til þess. En úr því að ég á að deyja hvort
sem er — og ekki er hætta á að dauðir menn
ljóstri upp, — þá getið þið væntanlega sagt mér,
hvernig þið funduð okkur.“
„Hefir annar eins gáfumaður og Cardby ekki
getað reiknað það út ennþá?“ sagði Sammy háðs-
lega. „Ef þér hefðuð notað þessa heilakörtu yðar
þótt ekki væri nema í eina mínútu, mynduð þér
aldrei hafa lent í þessari klípu. Þér voruð allt of
slunginn, karl minn, þar í liggur skissan. Næst
ættuð þér að reyna að haga yður eins og fábjáni
og vita, hvort yður gengur ekki betur. Þegar þér
notið heilann, fer bersýnilega allt í hund og kött.
Sennilega hefir hann ekki verið skapaður í þeim
til gangi.“
„Já, þetta er nú allt saman mjög fróðlegt, en
ég er litlu nær fyrir þvi. Ætlist þér til að ég
klappi fyrir yður eða falli grátandi um hálsinn
á yður?“
„Verið ekki með þessi látalæti, Cardby. Það
fer yður svo illa. 1 Banbury voru þér sannfærður
um, að auðvelt mundi að finna yður í yðar eigin
bil, var það ekki? Þess vegna tókuð þér einn af
okkar bílum og skilduð yðar eftir. Það var snjall-
ræði, finnst yður ekki? Þér fóruð úr bíl, sem við
þekktum tæplega í sjón, í annan, sem við þekkt-
um frá því að hann kom úr verksmiðjunni. Þegar
þér skilduð bílinn yðar eftir handa okkur, gerðuð
þér okkur þann mesta greiða, sem þér gátuð. Ég
þakka yður kærlega fyrir. Og kæra þökk fyrir,
að það skyldi springa hjá yður í Bedford. Það er
dásamlegt, hvað veiða má upp úr lögregluþjóni,
ef maður leggur sig í framkróka. En mest þakka
ég yður fyrir heimsókn yðar á lögreglustöðina í
Newmarket. Við sáum gamla bilinn okkar þar
fyrir framan. Það var ómögulegt að komast hjá
því að sjá hann. Þá var það, sem við tókum brauð-
bílinn að láni.“
Mick hlustaði á þessa frásögn með hálfgremju-
legu brosi. Þegar Sammy hafði lokið máli sínu,
sneri Mick sér að Clare og yppti öxlum.
„Ég bið yður afsökunar, Clare. Allt, sem þessi
náungi segir, er rétt. Það var heimskulegt af mér
að taka þennan bil. Það lítur út fyrir að ég hafi
gert hVerja vitleysuna á fætur annarri."
„Hvaða máli skipta slíkir smámunir, eins og nú
er komið, Mick.“
„Ég var ekki fyrst og fremst að hugsa ufn.
okkur, heldur þessa tvo náunga þ'arna. Mig tekur
það sárt þeirra vegna. Mér datt ekki í hug, þegar
ég tók bilinn þeirra að láni, að þeir myndu fá
tólf eða fjórtán ára fangelsi fyrir að ráðast inn á
lögreglustöðina í Banbury. Ég er hræddur um að
þeir verði orðnir aumir i fingurgómunum af að
sauma póstpoka i Dartmoorfangelsi áður en lík-
ur. Þegar þeir koma út aftur, verður pósturinn
ímynd skrattans í augum þeirra!“
„Sparið fyndni yðar þangað til þér hittið Lefty
Vincent,“ sagði Sammy. „En ef 'Slim er nógu
hress til að koma til móts við yður á undan,
munuð þér aldrei fá að sjá Lefty Vincent. Það
síðasta, sem ,ég heyrði Slim tala um, var það,
hvað hann ætlaði að gera við yður. Og það fór
hrollur um mig við að hlusta á það.“
„Það þarf vist ekki mikið til að fá yður til að
skjálfa. En mér þykir leiðinlegt, að Slim skyldi
þurfa að fara svona. Mér var næstum því farið
gð þykja vænt um hann. Og mér leiðist, að ég
skyldi þurfa að merkja hann. Það er meira i hann
spunnið en ykkur alla hina til samans. En það er
honum kannske fyrir beztu, að hann hitti mig
ekki. Þá kemst hann hjá að lenda í gálganum."
„Hvað eigið þér við með því? Á að hengja ein-
hvern?“
„Ef þér hafið eins mikla vitglóru í hausnum og
þér viljið vera láta, þá hljótið þér að skilja, að
menn eins og þið sleppa ekki hjá að verða hengd-