Vikan


Vikan - 15.05.1941, Side 12

Vikan - 15.05.1941, Side 12
12 ir. Gálginn er einmitt búinn til handa mönnum eins og ykkur, og böðullinn hefir haft lítið að gera upp á síðkastið. Hann myndi verða ykkur þakk- látur, ef þið fengjuð honum eitthvað að starfa.“ „Það verðið þér en ekki við, sem kveðjið heim- inn i þetta skipti, Cardby." „Ég hefi hitt svona auðtrúa menn fyrr, flestir þeirra sofa nú svefninum langa í fangelsiskirkju- garðinum. Andrúmsloftið þar hlýtur að hafa seið- andi áhrif á menn eins og ykkur. Þess vegna endið þið allir æfina þar.“ „Ef þér minnist einu orði enn á gálgann, Card- by, slæ ég yður svo, að þér gleymið því ekki fyrst um sinn.“ „Það er ykkur líkt. Að miða skammbyssu á mann, sem ekkert hefir nema vasaklút sér til varnar, og hóta svo að berja hann til óbóta. Það er eins og að binda fyrir augun á bami, áður en maður þorir að gefa því utan undir. Það er kjark- ur að tarna!" „Ef þér hættið ekki þessari ósvífni, vitið þér á hverju þér eigið von.“ „Á hverju get ég svo sem átt von frá manni eins og yður? Þér ættuð heldur að fara út og mylja grjót.“ „Hættið þessu,“ sagði Clare. „Við skulum held- ur tala skynsamlega og rólega um þetta. Hvað mikið viljið þið fá fyrir að stöðva bílinn og sleppa Cardby út ? Þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta einkamál á milli okkar Lefty Vincents og mín. Þið eigið ekkert sökótt við Cardby. Það er hrein tilviljun, að hann hefir blandast í þetta mál. Sleppið honum og farið með mig til Vincents. Þið skuluð engu tapa á því.“ „Ég þakka gott boð,“ sagði Sammy. „En það, sem um er að ræða, er ekki það, hvað ég geti fengið fyrir að sleppa Cardby, heldur hvað ég fæ, ef ég skila honum ekki á tilsettum stað og stundu. Lifið er okkur kærara en allir þeir peningar, sem þér hafið umráð yfir. Nei, ungfrú góð. Það er ekkert við þessu að gera. Þið verðið hér bæði.“ Það hvein og söng í hemlunum og billinn hall- aðist um leið og beygt var til annarrar hliðar- innar. Rétt á eftir heyrði Mick óm af samtali. Svo nam vagninn staðar. ÞRETTÁNDI KAPlTULI. Gálgafrestur. Varðmennimir iitu kvíðafullir hvor á annan, og spenntu finguma um gikkinn. Mick hallaði sér lítið eitt áfram, lagði hendumar á gólfið, og bjó sig til stökks. Samtalið hélt áfram, en þau gátu ekki greint orðaskil inni í bílnum. „Ef þér segið eitt einasta orð, skýt ég,“ hvísl- aði Sammy. Félagi hans kinkaði kolli til sam- þykkis. Clare leit á Mick og síðan á varðmenn- ina. Ein röddin úti varð nú greinilegri. Mick gat heyrt orð og orð á stangli: „Já, en þetta er alveg satt .... aftan úr biln- um .... sjáið sjálfir." „Hver fjandinn er að?“ tautaði Sammy. „Marty hefði ekki átt að nema staðar. Við þurf- um að flýta okkur.“ „Yður skjátlast. Það hefir einhver logið þessu að yður. Það er ekkert að hjá okkur.“ Hin röddin hækkaði sig nú líka. Maðurinn virt- ist ekki gera sig ánægðan með þetta. Það mátti greinilega heyra, þegar hann kallaði: „Ég fullvissa yður um, að það hefir verið hringt til mín út af því.“ VIKAN, nr. 20, 1941 „Nú, hvað um það ? Það hefir einhver háðfugl. ætlað að gabba yður.“ „Þá fer ég og gái inn í bílinn.“ Mick fór að brosa. Honum datt skyndilega ráð í hug, og hann hvíslaði brosandi að Sammy: „Ef Marty vinur yðar sleppur ekki bráðlega. héðan, er ekki að vita, hvað fyrir kann að koma. Hvers vegna kallið þér ekki til hans og segið honum að aka áfram? Eruð þér hræddur um, að einhver heyri til yðar? Ég hefði aldrei trúað, að maður, sem er eins miklum gáfum og skipulagn- ingarhæfileikum gæddur og þér, léti einhverja. mannrolu tefja fyrir sér, þegar svona mikið ligg- ur á. Kannske var það ég, sem hafði á réttu að' standa eftir allt saman." Sammy tók í handlegginn á félaga sínum og hvíslaði: „Það er alveg rétt hjá honum, Pete. Það er allt of hættulegt að bíða hér. Ég ætla að berja á rúðuna og segja Marty að aka af stað aftur.“ Mick flutti sig til hliðar til að rýma fyrir Sammy. Hann hikaði andartak, en fikraði sig svo tautandi fram eftir bílnum. Mick leit snöggt á Clare til að dæma um afstöðu hennar. En hann; hélt áfram að brosa á meðan Sammy var að. nálgast hann. Þegar hann var kominn að hliðinni á honum, lyfti hann vinstri hendinni til að berja í vegginn fram til bílstjórans. Og nú varð Mick fljótari til en hann hafði nokkru sinni áður verið. Á næstu sekúndu var allt komið á ringulreið. Mick sló með hægri hend- inni á úlnlið Sammys. Skammbyssan skall á bil- þakinu og kúlan fór í gegn um það. En í sömu svifum kippti Mick Sammy til sín með vinstri hendi, og um leið og þeir ultu um, sparkaði hann í Pete. VIPPA-SÖOUR Vippi uppi i sveit. ----- BARNASAGA. _ Síðast skildum við Vippa eftir á stórum steini niðri í fjöru, þar sem hann var að kveðja selinn, sem var svo góður að flytja hann í land, þegar Vippi var orðinn þreyttur að synda. Þið gætuð nú ef til vill haldið, að Vippa litla hafi liðið illa út af þvi að vera nú allt í einu staddur í ókunnugu umhverfi, langt frá öllum kunningjum og vinum og að hann hefði áhyggjur miklar vegna þess að hann vissi ekki, hvemig hann ætti að komast til Reykjavíkur aftur. Nei, nei! Vippa duttu slíkar hugs- anir alls ekki í hug. Hann fór að tína fallegar skeljar og ígulker í fjömnni. Það var glaða sólskin og blæjalogn. Þama var mikið af sel- um í sjónum og kópamir voru svo fallegir, að Vippi ætlaði aldrei að verða þreyttur á að horfa á selina synda og stinga sér. Stundum tók hann stein og kastaði út í sjóinn og þá hurfu þeir allir á svipstundu og Vippa þótti svo gaman að þessu, að hann klappaði saman lófunum og skellihló. En Vippi gat ekki unað lengi þarna í fjömnni. Hann varð að leita nýrra æfintýra, og gekk því upp úr fjör- unni og fór að litast um. Hann var staddur í fagurri sveit, vel sprott- in tún og reisulegur bær undir háu felli blasti við augum hans. Nú væri gaman að koma á hestbak, hugsaði Vippi. Og honum varð að ósk sinni, eins og oft áður. Þama sá hann lítinn hest úti í haganum. Að vísu var hann hnakklaus og beizlislaus. Hvað gerði það til! Vippi var öllu vanur. Mestur vandinn var að komast á bak klámum. En dettur ykkur í hug, að Vippi hafi verið ráðalaus? Nei, síður en svo! „Komdu héma, klárinn minn,“ sagði Vippi. Og hesturinn, eins og öll önnur dýr, skildi Vippa, vin okkar, og gekk með honum upp að fjárhús- vegg, sem var þama skammt frá. Vippi klifraði upp á vegginn og komst á bak. „Hodd, hodd, Rauður minn,“ sagði Vippi og hesturinn hljóp af stað, því að svona létta byrði þótti honum bara gaman að bera. Fyrst brokkaði klárinn með Vippa á bakinu en svo langaði strákinn til að láta „gamm- inn geisa“ og hottaði á hestinn, til þess að hann hlyþi hraðara. Og nú fór Rauður á harðastökk. Þetta er gaman! hugsaði Vippi og herti enn meir á hestinum. En það hefði hann ekki átt að gera, því að allt í einu nam klárinn snögglega staðar fyrir framan stóran skurð fullan af vatni og Vippi hentist af hestinum og steyptist beint á höfuðið niður í skurðinn og á bólakaf. En aumingja Rauður stóð eins og viðundur á bakk- anum og skildi auðsjáanlega ekkert í því, að Vippi sat ekki kyrr, þótt hann stanzaði við skurðinn! Þetta hlaut að vera klaufaskapur, hugs- aði Rauður. Strákpottormurinn kann ekki einu sinni að sitja á hesti! En Vippi hafði ekki búizt við þessu baði, og var þó fljótur að átta sig og taka sundtökin og klifraði síðan upp á bakkann hinu megin. „Vertu sæll, Rauður minn!“ sagði hann. „Ég held ég haldi áfram gang- andi. En þetta var ágætur reiðtúr Vippi settist framan á bílinn og var hinn hreyknasti. og það gerði ekkert til þó að þú steyptir mér á hausinn niður í skurð- inn.“ Rauður hneggjaði. Það var kveðja hans til Vippa og svo fór hann að bita gras, eins og ekkert hefði ískorizt. íslenzku hestarnir eru rólegar og skynsamar skepnur og láta sér ekki bregða út af smámun- um. Þess vegna eiga allir að vera nærgætnir og góðir við hestana. Þeir hafa tilfinningar, eins og mennirnir. Vippi labbaði um í móunum og skoðaði falleg blóm, sem urðu á vegi hans og stundum beygði hann sig niður og lyktaði af þeim. Það var yndislegt, að vera uppi í sveit í svona góðu veðri! Og fuglarnir sungu allt í kringum hann og sumir þeirra voru að kenna ungunum gínum að borða og Vippa þótti ósköp gaman að horfa á þetta allt saman. Allt í einu beygði Vippi sig og ætl- aði að slíta upp fallega sóley, af því að hann langaði til að eiga hana. En hvað gerðist þá? Þegar Vippi var kominn með fallegu fingurna sina að sóleynni, sagði hún og breiddi úr yndislegu blöðunum, svo að þau nyti sólarinnar eins og frekast var unnt: „Taktu mig ekki, vinur minn! Lof- aðu mér að lifa lengur. Það er svo dásamlegt að vera til í svona góðu. veðri.“ „Ég skal lofa þér að lifa, sóley min!“ sagði Vippi. „Það eiga allir að vera glaðir og hamingjusamir, þegar veðrið er svona gott.“ Og hann hélt áfram og komst upp á þjóðveginn, og gekk eftir honum: nokkra stund. Svo heyrði hann í vörubil og nam staðar og veifaði, því að hann langaði til að fá að sitja í honum. En bílstjórinn anzaði Vippa. ekki og ók framhjá honum. En bíl- stjóranum hefndist fyrir þetta. Vippi heyrði háan hvell. Það hafði sprung- ið eitt hjólið á bílnum. Vippi gekk að bílnum, hneigði sig og sagði: „Stundum eru menn eins fljótir að, ganga, eins og að fara í bíl.“ En hann hafði ekki gengið lengi,. þegar annar bill kom á eftir honum og nam staðar og bílstjórinn sagði: „Hvert ert þú að fara, litli minn? Viltu ekki sitja í hjá mér?“ „Jú, þakka þér fyrir,“ sagði Vippi. „En ég vil helzt ekki vera inni í bíln- um Má ég ekki vera hérna fram- an á?“ „Jú, jú,“ sagði bílstjórinn og svo- óku þeir áfram.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.