Vikan - 15.05.1941, Page 13
VIKAN, nr. 20, 1941
13
Bœn fyrir friði.
Framhald af bls. 4.
guði, að hún fellur á kné og biður: ,.Ef
barninu mínu batnar, skal ég gera allt,
sem í mínu valdi stendur til þess að gera
líf þess fagurt og göfugt ..." Á þessari
stund þjáningarinnar hefirv henni yitrast
sýn. Hún hefir séð, hvað • barnið henn-
ar gæti orðið, hvað skapari þess hefir ætl-
að því að verða. Hún sér draum sinn,
draum allra mæðra. Hún sér möguleika,
ekki aðeins síns eigin barns, heldur allra
barna, alls mannkynsins. Hún biður í vit-
und þess máttar, sem mannlegur andi býr
yfir. Og þessi bæn hennar boðar nýtt líf.
Eins og móðirin gæti heimurinn kné-
kropið í dag. Eins og henni gæti honum
vitrast sýn. Eins og hún gæti hann beðið
þess, að Hfi barnsins síns yrði þyrmt, að
friður mætti koma til þess að skapa hið
nýja líf, hinn nýja draum, sem þjáningin
fóstraði.
Þó að ég tali máli friðarins, er mér ijós,
að sú stund getur komið í lífi manns eða
þjóðar, að hún verði að grípa til vopna.
Eg veit, að til eru verðmæti, sem eru dýr-
mætari en lífið sjálft. Gildi píslarvættis-
ins er byggt á þessari trú. Dauði píslar-
vottarins skapar stundum þeim sem eftir
lifa skilyrði til betra lífs. Ég trúi ekki að
betri heimur rísi upp af rústum þessarar
styrjaldar. Ég trú því ekki, að styrjöldin,
sem nú geisar í Evrópu sé píslarvætti. Ég
er sannfærður um, að hún er sjálfsmorð,
bæði sigurvegarans og þeirra sigruður.
Það er í þeirri trú, að ég tek undir orð
kínversku konunnar fyrir meira en tvö
þúsund árum, „ráðið mitt var leiðin eina.“
Það er í þeirri trú, að ég hvet til umburð-
arlyndrar, staðfastrar og víðsýnnar af-
stöðu til friðar. Ekki friðar, sem byggður
er á beizkri auðmýkingu annars aðilans
og hrokafullri valdabeitingu hins. Heldur
friðar, sem byggður er á gagnkvæmri ósk
um sameiginlega velferð. Sá friður mundi
ekki þurfa að styðjast við samninga, sem
síðan vrðu rofnir, þegar mest á riði. Hann
þyrfti ef til vill að styðjast við vopn í
fyrstu. Hann yrði kannske ekki annað en
það, sem við 'köllum vopnaður friður —
ekki svo mjög frábrugðinn því ástandi,
sem nú ríkir í Evrópu, en nógu frábrugð-
inn til þess að mynda grundvöll fyrir frek-
ari samningum.
Sá friður, sem vona má að rísi upp af
þessum vopnaða friði, yrði auðvitað að
vera byggður á þeirri einu mögulegu trygg-
ingu fyrir varanlegum friði, sem til er —
sem sé gagnkvæmum skilningi og hagnaði.
Ef ,,Hitlerisminn“ er andi, sem ekki
verður drepinn eða lokaður inni, hvernig
er þá hægt að koma tauti við hann ? Það er
aðeins hægt með því að „reka hann út“,
svo að notuð séu orð biblíunnar. Til þess
að reka út þennan anda, verður að bjóða
Þýzkalandi og heiminum, ekki stríð —
heldur frið — stórkostlegri og göfugmann-
legri frið en nokkurri þjóð hefir verið boð-
inn til þessa. Lífrænan, en ekki steinrunn-
inn frið, sem hægt er að sveigja til eftir
þörfum mannanna. Því að friður, sem
ekki tekur tillit til breytinga og framfara,
mun vissulega aldrei verða varanlegur.
Að heimurinn verði að breytast, verði
að fá nýja skipan, eru allir hugsandi menn
sammála um. Margir af beztu mönnum
Englands flytja þennan boðskap nú. Ekki
þarf í því sambandi að minna á annað en
ræður Lothians lávarðar hér í Bandaríkj-
unum, og margra annarra stjórnmála-
manna í Englandi. Spurningin er, hvort
við eigum að reyna að skapa þennan nýja
frið, og hvort gera eigi það eftir langa og
ægilega styrjöld eða áður. Þessa spum-
ingu finnst mér, að allt hugsandi fólk í
Bandaríkjunum hafi rétt og skyldu til að
íhuga, vinna að og ræða um.
Og við konurnar, því að eins og ég sagði
í upphafi, tala ég hér aðeins sem kona,
og þá ef til vill aðallega til kvenþjóðar-
innar — hvað getum við gert annað en
„gengið um garðinn og tínt gleym-mér-ei ?“
Hvað getum við gert annað en gætt okkar
heimilis? Við getum haldið hugum okkar
og hjörtum opnum. Haldið huganum opn-
um, ekki aðeins með því að lesa dagblöð,
greinar og bækur um stríð, heldur miklu
fremur með því að lesa sögu og heimspeki.
Við eigum ekki að eins að kynna okkur þau
deilumál, sem nú eru efst á baugi, heldur
líka þau vandamál, sem forfeður okkar
áttu við að stríða, til þess að við séum
betur fær um að dæma hlutlægt um nú-
tímann, og til þess að við getum miðlað
öðrum af þessari þekkingu.
En það er ekki einungis að fortíð og
nútíð, sem við eigum að beina augum
okkar. Við þurfum líka að horfa til fram-
tíðarinnar, þeirrar framtíðar, sem börnin
okkar eiga að erfa. Hvers óskum við þeim?
Hver er sú sýn, sem vitrast hefir okkur
þeim til handa, og hvernig getum við gert
þá sýn að veruleika? Er langvarndi styrj-
öld leiðin? Hvers konar friður væri líkleg-
ur til úrlausnar? Og hvenær ætti sá friður
að koma?
Áður en þér beygið yður fyrir öllum
þeim röksemdum, sem telja, að ómögulegt
sé að semja frið nú, og í fljótu bragði
virðast svo sannfærandi. Áður en þér tak-
ið undir hin trylltu stríðsóp, bið ég yður
í allri auðmýkt að íhuga kostina. Og ég
bið yður einnig, þrátt fyrir það vonleysi
og þá örvæntingu, sem ég veit að ásækir
yður, að halda fast við draumsýnina, ef
hún hefir vitrast yður. Draumar eru ekki
eins þýðingarlausir og sumir vilja vera
láta. Þeir hafa átt sinn þátt í orsaka-
tengslum sögunnar. Eins og Whitehead
segir í bók sinni „Æfintýri hugsjónanna":
„Mannkynið dreymir um það, sem koma á,
og þegar fylling tímans kemur gerir það
drauminn að veruleika.“ Það þarf mikla
þolinmæði til að bíða eftir „fyllingu tím-
ans.“ Það þarf á að halda þeirri staðfestu,
trú og þrautseigju, sem lýsir sér í orðum
kínversku konunnar fyrir tvö þúsund ár-
um: „En ráðið mitt var leiðin eina.“
Einn af varkárustu mönnum • Reykjavikurbæjar
var nýlega að lœra að stjórna bíl. Hann ók út
fyrir bæinn með kennara sínum og; fór sér að engu
óðslega. Kennaranum þótti hægt farið, og var að
skora á lærisveininn að aka hraða, en ekkert
dugði. Þangað til kennarinn leit um öxl og sagði:
„Gætið yðar! Það er hestvagn á eftir okkur.“
Maggi og Raggi
Kalli gamli: Jæja, Maggi, svo þú
ert kominn í skóialögregluna.
Maggi: Já, ég er í yngri deildinni
og ég á að vera héma á horninu hjá
þér.
Kalli gamli: Það var gott. Þetta er
afleitt horn. Hérna er epli handa þér.
Ég gái alltaf að því, að halda um-
ferðareglurnar.
Maggi: Þakka þér fyrir, þakka þér
kærlega fyrir.
Kalli gamli: Alltaf er ég heppinn. Maggi: Hinir ávaxtasalarnir gefa
Ég fæ alltaf svo góða stráka hérna nefnilega aldrei epli.
á hornið.
Maggi: Það er engin hætta fyrir
þig, Kalli. Við vörpum alltaf hlut-
kesti um þetta horn.