Vikan


Vikan - 24.07.1941, Page 1

Vikan - 24.07.1941, Page 1
Æfintýri Eftir D&smond ■tfjoílcbiLdbj.e. Desmond Holdridge landkönnuður og rithöfundur hefir nýlega ferð- azt um meginland Suður-Ameríku og eru ferðalýsingar hans sendar ýmsum skólum. Á fyrri ferðum sín- um hefir hann lifað með Indíána- flokkum, gert uppdrætti af lítið þekktum landsvæðum og ferðazt um afskekkta hluta Brasilíu og Venezuelu fyrir Brooklyn-safnið. Árið 1939 var hann meðlimur brezk-amerísku nefndarinnar, sem rannsakaði möguleika á að senda landflóttamenn til brezku Guiana. Holdridge hefir skrifað f jórar bæk- ur, sem byggðar eru á rannsóknum hans í Suður-Ameríku, þar á meðal skáldsöguna ,,End of the River“, sem út kom á síðast liðnu ári. Fyrir tólf ánim tilkynnti Henry Ford, að hann hefði í hyggju að rækta gúmmí handa fyrirtæki sínu á ekrum í Brasilíu. Öllum nema Ford fannst þetta ómerkilegt — mjög einkennandi fyrir Ford, sem var gramur yfir brezk-hollenzku einokuninni og verðlaginu. Þegar mesta nýjabrumið var af fregninni, gleymdi al- menningur henni. En nú snertir fram- leiðslugeta þessi alla Ameríku. Hvað hefir Ford gert í Brasilíu öll þessi ár? Það hefir ríkt dauðaþögn um málið. Átti þögnin að hylja, að allt hefði mis- heppnast? Það virtist mikilsvarðandi að vita það, svo að ég fór til að sjá þetta með mínum eigin augum. Ég kom aftirr fullur aðdáunar á geysi- legum framkvæmdum. Inni í miðjum frum- skóginum, 700 mílur inni í landinu, vaxa 3 milljónir ungra gúmmitrjáa. Þau munu byrja að gefa af sér gúmmi 1 stórum stíl árið 1943. Árið 1948 ættu þau að minnsta Framhald á bls. 3. Fords í Brasilíu. í grein þessari er sagt frá gúmmíframleiðsl- unni í heiminum og hinum geysi þýðingar- miklu tilraunum með rœktun gúmmítrjáa í héruðunum kringum Amazon-fljótið.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.