Vikan


Vikan - 24.07.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 24.07.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 30, 1941 5 r O vanaleg EG er einkaritari hans, en hann kallar mig hraðritarann sinn, af því að hann er dálítið gamaldags. Hann er bara venjulegur maður og rekur vefnaðar- vöruverzlun. I borg, þar sem menn halda, að allt sé keypt tilbúið, heldur hann áfram að selja álnavöru. Við erum sjötíu og fimm, sem vinnum við það, og allt gengur vel. Hann er alltaf kallaður „gamli klettur- inn“. Það er samt ekki af því að hann lík- ist kletti, því að hann er gamall, horaður Norðurríkjabúi. Hann segist sjálfur horf- ast beint í augu við staðreyndirnar. En það er eitthvað sérstakt við hann; ég veit ekki vel, hvað hægt er að kalla það. Maður finn- ur það ekki víða nú á dögum. Það er eitt- hvað líkt álnavörunni hans, eitthvað sem ekki á heima hér lengur, og þó er gott að eiga við hann. Tökum t. d. daginn í gær. Hann var nauðbeygður til að segja manni upp. Hann hafði vitað í heila viku, að hann varð að gera það. Bómullarsalan var búin í ár, og þar að auki var Perkins ekki duglegur sölumaður. „Ungfrú Beatty, það verður víst að vera Perkins," sagði hann. „Það er eins gott að ljúka því af. Viljið þér biðja hann að koma hingað?“ Hann fægði gler- augun sín og ræksti sig. Ég vissi vel, hvað honum féll þetta illa. Perkins kom inn. Hann var ungur mað- ur og flumósa, sem hafði ekki mikið sjálfs- traust. Hann settist á harða stólinn, sem herra Abernathy bauð honum. Ég lokaði hurðinni og byrjaði að skrifa á ritvélina. „Ég býst við, að þér vitið, hvað ég ætla að segja,“ sagði Abernathy og sneri sér umsvifalaust að málinu. „Ég neyðist til að láta yður fara, Perkins.“ „Ég var hræddur um það,“ sagði Perk- ins og var dálítið nefmæltur. „Ég er víst ekki það, sem þér kallið duglegan sölu- mann.“ „Ef til vill er eitthvað, sem þér vilduð heldur gera en vera sölumaður,“ sagði „gamli kletturinn.“ „Yður hæfir ef til vill betur eitthvert annað starf. Þér ættuð að líta vel í kring um yður, sonur sæll. Og látið þér þetta ekki á yður fá.“ „Þér getið frómt um talað, herra Abern- athy,“ sagði Perkins og var allt í einu orð- inn hugrakkur. „Þér hafið komizt vel áfram, svo að yður finnst þetta ekki neitt.“ „Ég varð að byrja eins og þér,“ svaraði „gamli kletturinn“. „En ég treysti sjálfum mér alltaf. Ég sagði sjálfur upp fyrsta starfinu, sem ég hafði, til þess að fara að vinna sjálfstætt. Það var fyrir þrjátíu og fjórum árum síðan. Það þurfti kjark til þess.“ „Því get ég trúað.“ „Það var ekki á mínu starfssviði. En þegar ég sagði upp, var ég dauðskelkaður. uppsögn. S M Á S A Q A eftir Margaret Lee Runbeck. Ég geymdi seinasta umslagið með launun- um mínum, sem nokkurs konar öryggi. Ég opnaði það ekki einu sinni. Ég ætlaði að geyma það, þangað til ég þyrfti verulega á því að halda. Eitthvað áþreifanlegt, ef í nauðirnar ræki. Og ég var hvað eftir annað í vandræðum. En ég hugsaði sem svo, að á meðan ég hefði enn ekki opnað umslagið, þá ætti ég þó alltaf eitthvað. Ég bar það árum saman í skjalatöskunni minni.“ Perkins stóð upp og bjóst til að fara. Þegar manni hefir verið sagt upp, þá lang- ar hann ekki til að hlusta á sögur um vel- gengni annarra. En allt í einu sagði „gamli kletturinn“: „Drengur minn, ég trúi á yður. Þér minnið mig á sjálfan mig, þegar ég var á yðar aldri. Þér munuð ryðja yður braut á ein- hverju sviði.“ Hr. Abernathy tók í höndina á honum og sagði honum, að hann gæti tekið tveggja vikna laun hjá gjaldkeranum. Þá sagði hann allt í einu: „Hérna, gjörið þér svo vel, mig langar til, að þér takið líka gamla umslagið með laununum mínum. Það er enn einnar viku laun í því, fjórtán dollar- ar; það voru miklir peningar í þá daga. Ég vil, að þér hafið það, ef til vill hjálpar það yður.“ Hann tók það upp úr tötralegu skjala- töskunni, sem hann skildi aldrei við sig. Ég hafði séð umslagið áður, stórt, grátt með feitu letri: Payson’s Palace, Brattle- boro. „Ha, þakka yður fyrir, hr. Abernathy. Jæja, eftir öll þessi ár.“ „Einhvern tíma, þegar þér standið fyrir einhverju stóru fyrirtæki, þá látið þér það ef til vill af hendi við ungan mann, sem þér trúið á,“ sagði „gamli kletturinn“ bros- andi. Þannig gerði hann þetta allt miklu létt- bærara fyrir Perkins. Það er alveg sama um hvern er að ræða. Það, að vera sagt upp, gerir mann sjúkan í öllum líkaman- um. Þá heldur maður, að engum, sem nokk- uð getur, hafi nokkurn tíma verið sagt upp áður. * Perkins beið eftir mér, þegar búðinni var lokað og var ekki nærri eins felmtraður á svipinn og við hafði mátt búast. „Ungfrú Beatty, mig langar til að segja yður ofurlítið,” sagði hann um leið og hann tók í handlegginn á mér og leiddi mig út. „Ég veit, að þér sáuð það, sem „gamli kletturinn“ gerði í morgun." „Já, hann er bezti karl. En það gekk honum rétt eins og yður núna. Hann hefir alltaf sagt, að þér mynduð eiga framtíð fyrir yður á einhverju sviði.“ „Ég hefi verið að hugsa um þetta í allan dag. Ég hefi verið að hugsa um það, að eiginlega er það ekki neitt voðalegt, þó að manni sé sagt upp. Pjölda manns er sagt upp, áður en þeir finna, hvar þeir í raun- inni eigi heima.“ „Vissulega. Það eru ekki allir eins heppn- ir og „gamli kletturinn“, að segja sjálfir upp.“ „Það er það, sem mig langaði til að segja yður. Honum var sagt upp! Ég opn- aði umslagið, sem hann hafði aldrei opnað og sá miðann, sem hann hafði aldrei séð. Hann sagði upp rétt áður en átti að reka hann! Fjórtán dollarar og miði, sem stóð á, að þeim þætti það leiðinlegt, en hann hefði ekki hæfileika til að gegna þessari stöðu. Og athugið þér h a n n ! Ég geri ekki ráð fyrir að ég hafi neitt að óttast.“ Þctta er eini Bandaríkjamaðurinn, sem tók þátt í árás brezku sprengjuflugvélanna á Bardia í Libyu, sem var gerð áður en Bretar tóku borg- ina. Ungi maðurinn heitir H. Thomson Brundidge og er tuttugu og þriggja ára. Hann er frá St. Louis í Bandaríkjunum, en er nú undirforingi í brezka flughemum. Brundidge hefir sömu rétt- indi og flugmenn, sem ekki eru í herþjónustu. | Vitið pér pað? = 1. Hvað hétu Þingvellir, áður en þar var : Alþingi háð? i 2. Hvað er „Agcenzia Stefani“ ? 1 3. Hverjir voru fyrstu kristniboðar á Is- i landi og hvenær komu þeir út hingað? = 4. Hvað heitir hermálaráðherra Banda- i ríkjanna? 1 5. Hvað heitir Islendingurinn, sem nýlega fór til London og á að tala þar viku- i lega i útvarp á islenzku? i 6. Hvenær og hvar og að ráði hvers var fyrsta klaustur stofnað á Islandi? i 7. Hverrar þjóðar var Jeppe Aakjær, hve- nær fæddist hann og fyrir hvað var : hann frægur ? i 8. Hvar eru Álandseyjar? ' i 9. Um hvaða leyti lagðist niður notkun lýsislampans hér á landi ? Í 10. Hver er Sally Salminen? Sjá svör á bls. 14. 1111111111111111111111IIIII lllllllllllllimil lllll n III ll■limmlll■l■l■■■i■■l■■■■■■■■i■l■»l■■i ^immimmimmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmiimimmmmmmmmiiiimmiimmmimii b.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.