Vikan


Vikan - 24.07.1941, Page 7

Vikan - 24.07.1941, Page 7
VIKAN, nr. 30, 1941 7 Tonie leit út á milli augnaháranna og sá, að hún lá í sæti sínu og kona í hvítum einkennisbúningi var hjá henni. „Ég hefi sent eftir umsjónarmanninum. Hann setur hana til þjónusufólksins og lofar henni að vinna fyrir matnum, eða .. ,,Vitleysa!“ sagði ungi maðurinn. „Ég býst við, að hinir farþegarnir myndu vera fáanlegir til að stuðla að ...“ „Enn meiri vitleysa! Halló,“ sagði hann, þegar Tonie opnaði augun. „Hvernig líður yður?“ „Ágætlega," hvíslaði hún og brosti. „Getið þér gengið inn í borðsalinn? „Eg býst við því.“ „Eruð þér skyldur henni?“ spurði hjúkr- unarkonan. „Já,“ sagði hann alvarlega. Þegar þau komu inn í borðsalinn, var hann næstum auður. „Þér þurfið ekkert að útskýra. Þér eruð ekki fyrsta stúlkan, sem fær þá grillu að fara til Hollywood.“ „En hvað ætlið þér nú að gera?“ spurði hann. Andlit hans hafði breytzt frá því um morguninn og hann léit út fyrir að vera mjög hryggur. „Eigið þér foreldra?“ Tonie hristi höfuðið. „Auminginn. En systur eða bræður?“ Tonie hristi aftur höfuðið. „Kunnið þér að hraðrita?" „Nei,“ sagði Tonie. „Það getur ekki gengið, að þér deyið úr hungri. Ég sé um yður til New York, en hvað þá? Hvað heitið þér, annars?“ „Tonie. Sjáið þér til, faðir minn .. .“ „Ég veit það, Tonie. Faðir yðar dó, og þér voruð lagleg, ung stúlka og hélduð, að þér gætuð komizt að við kvikmyndirnar eins og hver önnur. Svo keyptuð þér yður falleg föt fyrir alla peningana og fóruð svo af stað. Ég sé, að það hlýtur að hafa kostað eitthvað töluvert þetta, sem þér eruð í. Og svo .. . Ég skil bara ekki, af hverju þér fóruð ekki með ódýrari lest, svo að þér gætuð fengið nóg að borða.“ Augu Tonie ljómuðu. „Hér hittir maður fólk af betra taginu.“ Eftir stundar þögn sagði ungi maðurinn: „Ég vinn hjá banka.“ „Það hlýtur að vera gott,“ sagði Tonie. „Þér hélduð það ekki lengur, ef þér hefð- uð lent í því, að reyna að halda friði á milli Grayson gamla og Morrie Silver. Silver er brjálaðasti maðurinn í Hollywood og Grayson er þráasti maðurinn í New York. „Jæja,“ sagði Tonie. Framhaid á bls. 15. VIPPA-SOGUR Vippi’ raskar nœturró gestanna BAKNASAGA Dað var ausandi rigning. Allan lið- langan daginn hafði rignt svo mikið, að varla var hundi út sigandi, og fólkið, er lá í tjöldunum umhverfis vatnið, varð að sitja inni og gera sér það til skemmtunar, sem hægt var. Sumir sváfu og dreymdi um, að það væri sólskin og yndislegt veður. Ein- staka piltur eða stúlka voru úrill vegna rigningarinnaj og hafði það fólk allt á hornum sér. En í flestum tjöldunum var þó einhver gleðskapur á ferðum. Það voru sagðar sögur og æfintýri og sungið mikið, fögur ljóð og fjörug lög. 1 sumum tjöldunum var eitthvert hljóðfæri: munnharpa, gítar eða mandólín, sem stytti mönn- um stundir þennan rigningardag. En nú skulum við i nokkur augna- blik hverfa úr tjöldunum og heim að reisulega sveitabænum, sem stóð við norðurenda vatnsins. T?ar hafði bónd- inn byggt stórt steinhús, af því að á sumrin var þama mikill gestagangur vegna þess hve sveitin var fögur. Dvalargestunum á sveitabænum hafði leiðzt í dag. Þeir höfðu orðið að hírast inni, en voru auðvitað komnir upp í sveit til þess að njóta útiverunnar í sumarfríinu. En það var annað, sem ekki bætti úr: víð- tækið var bilað, svo að ekki var hægt að hlusta á útvarp. Og hvaða gagn var að því, að stórt og gott píanó stóð í' stóru stofunni, þegar enginn var til þess að spila á það? Unga fólkið langaði mikið til að dansa, en undirspilið vantaði og því var frá- munalega daúft hljóð í öllum og flestir gengu snemma til hvílu og' vonuðu, að betra veður yrði daginn eftir. Nú víkur sögunni til Vippa, vinar okkar. Hann hafði eins og aðrir orðið að halda sig inni allan daginn og kunni því illa, eins og þá mun renna grun í, sem fyigzt hafa nokkuð með ferli hans. Að vísu hafði verið spil- að og sungið í tjaldinu þeirra, en Vippi syaf mestan hluta dagsins. Oft hafði hann þó vaknað, en þegar hann heyrði regnið bylja á tjaldinu án af- láts, þá lagði hann sig á hitt eyrað og sofnaði aftur. Um miðnættið rumskaði Vippi enn einu sinni. Þá voru hinir tjaldbúarnir sofnaðir. En hvað var þetta? Enginn dropi heyrðist falla á tjald- ið! Það var hætt að rigna! Vippi glaðvaknaði á svipstundu, og af því að hann var búinn að sofa svo mikið um daginn varð hann and- vaka og lá um tíma kyrr og glápti upp i loftið. Hvernig væri að fá sér svolitla göngu, hugsaði Vippi, fyrst hætt var að rigna. Hann fór hljóðlega út úr tjaldinu til þess að vekja ekki Kötu og Hörð og Kjartan og Helgu. Vippi gekk niður veginn, sem lá að sveitabænum við vatnsendann. Hann lék sér að því dálitla stund að láta steina fleyta kerlingar á vatninu. Síðan gekk hann heim að húsinu. Þar var opinn gluggi á neðri hæðinni. Það var aftur farið að rigna, svo að Vippi hugsaði með sér að rétt- ast væri að líta þarna inn, af því að hann hafði aldrei komið þangað áður, og vita, hvað hann sæi. Hann klifraði upp þakrennuna og fór inn um gluggann. Fyrir öðrum enda þessa stóra herbergis stóð píanó. Gaman væri að heyra hljóðin í því, hugsaði Vippi, og fór upp á stólinn og studdi á nóturnar. Hvað var þetta ? Dvalargestirnir, sem sváfu uppi á loftinu, vöknuðu hver á fætur öðrum við það, að farið var að hamra á píanóið niðri. Var þá að dreyma vegna vonbrigðanna út af því, að ekki var hægt að dansa um kvöldið, þótt flesta langaði til þess? Nei, þetta var engin ímyndun. Það var einhver að leika sér að píanóinu, ein- hver, sem ekki kunni að spila. En að vera að þessu um hánótt, þegar fólk átti að sofa. Lætin voru svo mikil, að það var ekki nokkur iifs- ins leið að festa blund aftur. Að vísu varð stundum ofurlítið hlé á „spil- verkinu“, en það var aldrei löng stund. Nú brast suma gestina algerlega þolinmæðin og þutu upp úr rúmum sínum, til þess að fara niður og fá þessum ófögnuði hætt. Frammi á ganginum mættust f jór- ar manneskjur, sín úr hverri átt, og allar í náttfötum. Þar var virðuleg frú, hnellin og fyrirferðarmikil; lítill maður, en með voðalega mikla ístru; feiknarlangur piltur, sem sá illa, en hafði gleymt að setja á sig gleraug- un, og ung og fjörug stúlka, sem hafði hálft í hvoru gaman af þessu stripli um miðja nótt og fór fyrir frænku sína um fimmtugt, sem var í sama herbergi. Þau fjösuðu um þetta dálitla stund á ganginum og héldu síðan niður. En þau töluðu svo hátt, að Vippi heyrði í þeim og faldi sig. „Hver sem það var, hefir hann séð að sér,“ sagði frúin. Og þau fóru öll upp aftur. En rétt um sömu mundir og gest- irnir voru allir komnir inn í herbergin sín, var aftur byrjað að hamra á pianóið, svo að ómögulegt var að sofa. Sömu fjórar mannesþjumar mættust á sama stað. Þar fóru fram líkar, umræður og svo var haldið niður. Aftur heyrði Vippi til þeirra og faldi sig. Enn sneri fólkið upp og bjóst við, að nú fengi það að leggjast til svefns í næði. Nei! Hávaðinn hófst á ný, engu minni en áður. Fjórmenningarnir hittust á gang- inum og voru sammála um, að eitt- hvað dularfullt væri við þetta og frúin ætlaði að fara að segja ýmsar sögur um duiarfull fyrirbrigði, þegar unga stúlkan greip fram í fyrir henni og bauðst til að læðast niður og at- huga málið, ef ungi maðurinn há- vaxni kæmi með henni. Það var sam- þykkt. Þau fóru afar hljóðlega og Vippi varð þeirra ekki var. Stúlkan opnaði varlega hurðina og gægðist inn. Það lá við, að hún skellti upp úr af hlátri, þegar hún sá litla pottorm- inn við hljóðfærið. Hún benti piltin- um að kíkja inn. Hann sá allt í þoku, af því að gleraugun vantaði og hálf- rokkið var í herberginu. „Ég sé ekkert! Þetta er varla ein- leikið," sagði pilturinn. En stúlkan þekkti Vippa. Hún hafði séð hann hjá tjaldinu og meira að segja talað við hann. Hún bjóst við því, að hann mundi fá ríflega ráðnirfgu fyrir þetta uppátæki og langaði til að koma honum undan. Stúlkan bað piltinn að bíða. Hann vildi fara inn með henni, en hún bannaði það og hann gegndi því. Hún fór inn og lokaði á eftir sér, tók i hnakkadrambið á Vippa og ávítaði hann ofurlitið og skipaði honum að fara út sömu leið og hann kom. Hann varð auðvitað hræddur, en þá klapp- aði hún á kollinn á honum og sagðist ekki skyldi klaga hann. Og Vippi flýtti sér út og heim i tjald. Fólkið spurði og spurði stúlkuna, en hún svaraði ekki nema því, að hávaðinn mundi hætta og enginn fékk skýringu á málinu hjá henni. Það varð til þess, að upp úr þessu myndaðist draugasaga, sem var í fyrstu runnin undan rifjum feitu frú- arinnar — því að ekki voru liðnir nema tveir dagar frá næturæfintýri Vippa, þegar hún hélt því frarn, að stúlkan hefði kveðið drauginn niður. Frúin hafi veitt það upp úr langa piltinum, (að stúlkan hefði haft um hönd einhverjar særingar inni i stcí- unni og enginn kom út um þessar einu dyr, sem voru á herberginu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.