Vikan - 24.07.1941, Side 12
14
VIKAN, nr. 30, 1941
i
að hann var að heyja einvígi, og að frú Daubreuil
var sterkur mótstöðumaður.
„Þér haldið fast við, að herra Renauld hafi
ekki trúað yður fyrir neinu?“
„Hvers vegna haldið þér, að hann hafi trúað
mér fyrir einhverju ?“
„Vegna þess, frú mín góð,“ sagði Hautet og
var ruddalegur af ásettu ráði, „að menn segja
stundum frillum sínum það, sem þeir segja eig-
inkonunum ekki.“
„Hvernig dirfist þér!“ Frú Daubreuil stökk á
fætur og augu hennar leiftruðu. „Þér móðgið
mig, herra minn! Og það í viðurvist dóttur minn-
ar! Ég get ekkert sagt yður! Viljið þið gera svo
vel og fara héðan út!“
Því bar ekki að neita, að konan hafði borið
sigur af hólmi. Við fórum frá „Villa Marguerita",
sneyptir eins og skóladrengir. Rannsóknardóm-
arinn bölvaði sjálfum sér í hljóði. Poirot virtist
vera utan við sig. Allt í einu áttaði hann sig og
spurði Hautet, hvort ekki væri gott gistihús þar
um slóðir.
„Það er lítið gistihús í þessum hluta bæjarins,
sem heitir „Hotel des Bains“. Það er nokkur
hundruð metra niður með veginum. Það er á
þægilegum stað fyrir rannsóknir yðar. Ég vona,
að við fáum að sjá yður aftur í fyrramálið.“
„Já, ég þakka, herra Hautet.“
Við skildum, með hneigingum og beygingum,
Poirot og ég fórum í áttina til Merlinville, en hin-
ir aftur til „Villa Geneviéve.
„Franska leynilögreglukerfið er sannarlega dá-
samlegt," sagði Poirot og horfði á eftir þeim.
„Þær upplýsingar, sem þeir hafa fengið um fólk-
ið, jafnvel hvern einstakan borgara eru allar
alveg sérstæðar. Enda þótt Renauld hafi ekki átt
hér heima í meira en sex vikur, vita þeir um allt
háttemi hans og með augnabliks fyrirvara geta
þeir aflað sér upplýsinga um sparisjóðsbækur frú
Daubreuil og hvað mikið hún hefir lagt inn í
seinni tíð. En hvað um það?“ Hann snéri allt í
einu við.
Berhöfðuð stúlka kom hlaupandi niður veginn
á eftir okkur. Það var Marthe Daubreuil.
„Afsakið þér,“ sagði hún og var mjög móð,
þegar hún náði okkur. „Eg veit, að ég ætti ekki
að gera þetta. Þið megið ómögulega segja móður
minni frá því. En er það satt, sem fólk segir,
að herra Renauld hafi beðið um leynilögreglu-
mann, áður en hann dó, og að þér séuð leyni-
lögreglumaðurinn ? “
„Já, ungfrú," svaraði Poirot blíðlega. „Það er
alveg rétt. En hver sagði yður þetta?“
„Francoise sagði henni Anélie, stúlkunni okkar,
það,“ sagði Marthe og roðnaði.
Poirot gretti sig.
„Það er ómögulegt að halda nokkru leyndu í
máli eins og þessu. Jæja, það gerir ekkert til.
Hvað var það, sem þér vilduð, ungfrú?“
Unga stúlkan hikaði. Hana langaði til að segja
eitthvað, en hún var hrædd. Að lokum hvíslaði
hún: ,
„Er nokkur, — sem liggur undir grun?“
Poirot horfði hvasst á hana. Síðan svaraði hann
og færðist undan.
„Við höfum ákveðinn grun.“
„Já, ég veit það — en er það einhver sérstakur,
sem þið grunið?“
„Hvers vegna viljið þér vita það?“
Ungu stúlkunni virtist bregða við þessa spurn-
ingu. Nú datt mér líka í hug, það sem Poirot
hafði sagt áður um daginn: „Stúlkan með skelfdu
augun.“
„Herra Renauld var alltaf mjög góður við mig,“
svaraði hún að lokum. „Það er ekki nema- eðli-
legt, að ég hafi áhuga á þessu.“
„Nú jæja,“ sagði Poirot. „Já, ungfrú góð. Nú
sem stendur liggur grunurinn aðallega á tveimur
manneskjum."
„Tveimur ?“
Ég hefði getað svarið, að hún varð undrandi og
að henni létti.
Vikunnar.
Lárétt skýring: — 1. harmsöngur.
— 15. magrir. — 16. dauðanum. —
17. tveir samst. -— 18. gagn. -— 19.
ný. — 20. get. — 21. kveikur. — 23.
leiði. — 24. sk. st. — 26. tveir samst.
— 27. rándýr. — 29. kyrð. — 31. neit-
un. — 32. húðunarefni. — 34. fáan-
legt. — 36. yfirfór. — 40. staðfesta.
— 41. trufluðum. — 42. vötn. — 43.
ílát. — 44. sterk. — 45. hrifning. —
48. ókurteis. — 51. blaut. — 52. yfir-
stétt. — 53. fljótur. — 55. mala. —
56. tveir eins. ■— 57. nefnifall. — 59.
máttartré. — 61. mynt. —■ 62. sama
mánaðar. — 63. draup. ■— 65. henda.
— 67. samþykki. — 69. mjúk. — 70.
amboð. — 72. söngmenn. -— 73. sjóð-
andi. — 76. mjólkina. — 78. hómó-
pati.
Lóðrétt skýring: — 1. dáðaferð. — 2. eldfæri.
— 3. tónn. —■ 4. kjaftur. — 5. áminnt. — 6.
skrái. — 7. þyngdareining. — 8. athugist. ■—- 9.
gætur. — 10. öldur. ■— 11. umferð. — 12. úttekið.
— 13. raup. — 14. molar. — 22. húsdýr. — 23.
forsetningar. — 25. róður. — 26. örlagadís. —
28. hvíldi. — 30. óhapp. — 31. aukist. — 33. dapra.
— 35. fræðirit. — 37. erfiði. -— 38. forsetning.
— 39. atviksorð. — 40. sjá eftir. — 45. ferða-
týra. — 46. fædda. — 47. sjá. — 48. lofa. — 49.
kraps. — 50. skrumara. — 54. keyri. — 58. hög.
— 59. burðarás. •— 60. hreyfing. — 61. braut. —
64. blása. — 66. hús. — 68. boga. — 69. tíndi.
-— 71. korn. — 72. ambátt. — 74. — 47. lóðrétt.
— 75. handritasafnari. — 76. veizla. — 77. næst-
komandi.
Lausn á 97. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: — 1. Samvinnufélögin. - 15. okraðir.
— 16. áleitni, — 17 .K. A. — 18. mað. — 19. iðn.
— 20. að. — 21. Sit. — 23. óðu. — 24. ar. — 26.
út. — 27. ýta. — 29. rl. — 31. la. — 32. dútl. —
34. ábúð. — 36. ógirt. — 40. stoði. — 41. tilhald.
— 42. svarrar. — 43. lek. — 44. lag. — 45. bræð-
ing. — 48. skarans. — 51. rótir. — 52. rörin. —
53. alin. — 55. safi. — 56. ni. — 57. næ. — 59.
nón. — 61. út. — 62. tl. — 63. frú. — 65. ást. — 67.
af. — 69. æði. — 70. öra. — 72. ei. — 73. reifaða.
■— 76. skárann. — 78. innanstokksmuna.
Lóðrétt: -— 1. sokkadót. — 2. aka. — 3. mr. —
4. van. — 5. Iðast. — 6. niði. —7. nr. — 8. fá.
— 9. élið. — 10. leður. — 11. öin. — 12. Gt. —
13. Ina. — 14. niðraðir. — 22. Tý. — 23. óa. —
25. rúgi. — 26. úlfheðinn. —- 28. tó. — 30. Látra-
röst. — 31. lúða. — 33. tillæti. — 35. borgara. —
37. tahir. — 38. s. d. — 39. is. — 40. salar. —
45. brandari. — 46. róli. — 47. gá. — 48. sá. —
49. nift. — 50. snillina. — 54. ló. — 58. æfðan. —
59. nú. — 60. ná. — 61. útrás. — 64. riðs. — 66.
sökk. — 68. fen. -— 69. æfa. — 71. arm. — 72.
enn. — 74. in. ■— 75. at. — 76. sk. — 77. au.
„Dað er alveg áreiðanlegíu
Það er álitið, að lengsta orð í heimi sé
í bókinni Ecclesiagusaen eftir Aristofanes.
Orð þetta, sem þýðir kjötmusl (,,lafs-
kássa“), er á grísku með 171 staf.
*
Þó að fundizt hafi beinagrindur úr
frumhestum bæði í Suður- og Norður-Ame-
ríku, lifðu engir hestar í Ameríku frá því
á ísöld þangað til fram á 16. öld, þegar
Spánverjar fluttu þá inn frá Evrópu>
*
Nikulás I., sem réð ríkjum í Montenegro
frá 1860—1918, var einn hinna lýðræðis-
sinnuðustu þjóðhöfðingja, sem nokkru
sinni hafa verið uppi. Hann gekk um í
höfuðborginni, Cettinje, eins og hver annar
óbreyttur borgari, þúaði þegna sína og
þeir kölluðu hann „faðir“. Auk þess, sem
hann var þjóðhöfðingi, var hann dómari,
hirðskáld, leikhússtjóri og póstmeistari. í
höllinni var herbergi, sem hann notaði sem
póstskrifstofu og seldi þar sjálfur frímerki.
Hann var þá oft til með að gefa vinum
sínum eitthvað hjartastyrkjandi í kaup-
bæti. *
I Prag eru tveir mjög merkilegir hlutir.
Annar er klukka í turni ráðhúss Gyðinga.
Vísarnir ganga í öfuga átt við það, sem
þeir gera á öðrum klukkum, og tölustaf-
irnir eru hebreskir. Hinn hluturinn er mjög
stór kross á Karls-brúnm, sem á að sýna
krossfestinguna og er með áletrun á he-
bresku. Árið 1696 var Gyðing nokkrum
ógnað til þess að skera krossinn út, með
því að hóta honum ógurlegum pyndingum.
En þar eð Gyðingurinn óttaðist hegningu
Jehova fyrir að heiðra Krist svona, risti
hann skýringuna inn í tréð á hebresku.
*
I biblíunni eru 263 nöfn og titlar not-
aðir við Jesús Krist.
Svör við spurningum á bls. 5:
1. Bláskógar.
2. Itölsk fréttastofa.
3. Þorvaldur víðförli Koðransson og‘ Friðrekur
biskup. Árið 981.
4. Patterson.
5. Bjami Guðmundsson.
6. 1133, á Þingeyrum, að ráðstöfun Jóns biskups
Ögmundssonar. Þar var munkaklaustur.
7. Danskur, fæddur í Aakjær á Jótlandi, frægur
fyrir kvæði og sögur úr heimahögum sínum.
8. Finnskur eyjaklasi við mynni Bottneska fló-
ans.
9. Um og eftir 1870.
10. Finnsk skáldkona, sem meðal annars hefir
skrifað skáldsöguna „Katrina".