Vikan


Vikan - 24.07.1941, Page 14

Vikan - 24.07.1941, Page 14
VIKAN, nr. 30, 1941 henni niður í kjallara. Fino og ég önnumst Cardby. Þú ferð á undan, ég á eftir. Evans, þér gangið við hliðina á mér. Fino, kveiktu á vasa- ijósinu þínu. Við verðum að fá einhverja birtu. Komið þér nú, Cardby. Næsta sinn, sem þér sjáið þetta herbergi, mun verða eftirminnilegt fyrir yður. Ég mun sjá fyrir því“ „Mér er sönn ánægja að fara, bara ef ég get sloppið við yður augnablik. Þér eitrið andrúms- loftið. Við skulum halda af stað.“ Mennimir lyftu Clare Furness upp, eins og hún væri mélpoki og síðan fór fylkingin af stað. Mick varð stöðugt örvinglaðri, eftir þvi sem tíminn leið. Allt virtist vonlaust. 1 hvert skipti, sem honum datt eitthvað í hug, fannst honum það heimskulegt og ófært og hætti að hugsa um það. Hann þorði ekki að reyna að flýja. Það væri sjálfsmorð, þegar hann hafði tvo byssu- kjafta í bakið og vopnaðan mann fyrir framan sig. Fino gekk á undan eftir ganginum og að stiganum, eftir forstofunni, gegn um eldhúsið og að hurð, sem var í horninu. Hann var búinn að opna hurðina, þegar Lefty skipaði þeim að nema staðar. „Bíðið augnablik. Ég ætla að athuga þetta herbergi.“ Mick rannsakaði líka eldhúsið. Einu húsgögnin þar var stórt borð úr furu og fjórir stólar. Fyrir framan eldavélina var ofurlítið teppi og vaskur í einu horninu. 1 öðru horni var ruslhrúga. Tveir gluggar voru á herberginu og jámsténgur fyrir báðum. Hurðin við eldavélina var úr þungri eik. Hin hurðin var líka úr eik og með tvþfaldri læs- ingu, en lyklana vantaði. „Þér eruð lánsamur, Cardby," sagði Vincent. „Ég er hættur við að setja yður og stelpuna niður í kjallarann. Eldhúsið er eins og það hafi verið byggt til að vera fangelsi. Evans, setjið þér vörð fyrir utan hvern glugga og einn við bakdyrnar. Ég skal sjál£ur annast dymar fram í forstofuna. Ef þau langar til að fara niður i kjallara, þá mega þau það. Kastaðu stelpunni bara á gólfið. Ég bíð héma ásamt hinum, á meðan þér setjið verð- ina út. Þér getið blístrað, þegar því er lokið.“ „Þetta er bara snotur vistarvera," sagði Mick. „Rétt er það. En þér fáið ekki að vera hér lengi. Nú er víst bezt fyrir yður að fara að fást við stúlkuna, Cardby. Hún er að rakna við. Ef til vill sendir hún yður eitt af þessum brosum, sem geta brætt hjörtun. Er það annars nokkuð, sem yður þóknast, herra minn, áður en við förum ?“ „Þið gætuð skilið eftir lampa. Ungfrú Furness gæti ef til vill hljóðað, ef hún vaknaði í myrkri. Það er líklega ekki til of mikils mælzt. Ég get að minnsta kosti ekki skotið neinn með lampan- um.“ „Gott og vel,“ sagði hann. „Þér getið haft lampann, sem stendur á borðinu. En þér skuluð ekki reyna nein brögð, Cardby. Það er álíka sennilegt, að þér sleppið héðan, eins og að þér verðið hundrað ára." Mick kveikti á lampanum og þegar Evans gaf merki um, að hann væri búinn að setja menn á vörð, leit Vincent í seinasta sinn í kringum sig í herberginu. Mick hafði sett ungu stúlkuna á stól, og þar sat hún í hnipri og skalf. „Það lítur út fyrir að allt sé i lagi," sagði Vincent að lokum. Nú læsi ég þessari hurð, en það er líka gott fyrir yður að muna, Cardby, að ég býð með hlaðna byssu fyrir utan." „Ég vona, að þér ofkælist ekki í súgnum," svaraði Mick. „Engin hætta. Jæja, piltar, hlaupið þið nú upp og farið að spila. Gleymið ekki, hve hár vinn- ingurinn er. Ég hefi rekið spilaknæpur og séð þúsundir dollara undir í einu spili, en engan vinning eins og þennan. Sú var tíðin, svei mér þá, að ég hefði sjálfur fleygt mér út í þetta spil með áfergju. Það er ekki til svo lítils að vinna!" Mennimir glottu, þegar þeir fóru út. Vincent veifaði hæðnislega, um leið og hann lokaði hurð- inn á eftir sér. Lykli var snúið í ryðguðum lásn- um. Mick snéri sér að Clare og yppti öxlum. Þau voru orðin ein eftir. „Það var nú það,“ sagði hann. „Langar yður ekki í sígarettu, góða? Tóbak er gott fyrir slitn- ar taugar, ef þér hafið ekki heyrt það áður." Hún hristi höfuðið þreytulega. Clare hafði gengið í gegn um allt, sem hún gat afborið. Nú var hún alveg yfirbuguð. Mick hrii. j;sólaði um eldhúsið, tók í járnsteng- umar og fullvissaði sig um, að ekki væri hægt að bifa þeim. Hann tók það ekki sérlega nærri sér. Þótt hann gæti rifið þær út úr múrveggn- um, þá voru verðir fyrir utan. Síðan gekk hann að ruslhrúgunni í horninu. Innan um hrúgu af gömlum dagblöðum lágu hlutir, sem virtust vera frá blikksmiðju. Það voru mismunandi löng járnrör, þunn blýplata, tveir gamlir vatnskran- ar og hrúga af eldivið. Hann tók nokkur blýrör og athugaði, hvort hægt væri, að nota þau sem vopn. Clare hafði hallað sér fram á borðið. Hugb- anir hennar voru allar í þoku af hræðslu. Mick fór aftur til hennar. „Það er ekki úti um allt enn, væna mín," sagði hann blíðlega. „Að minnsta kosti erum við bæði lifandi enn þá og- að mestu ómeidd. Það er engin ástæða til að vera verulega áhyggjufullur, fyrr en allt er algjörlega vonlaust. Og það er ekki fyrr en maður hættir að geta andað." „Þér vitið vel, að þetta er allt vonlaust. Ég hefði átt að vera kyrr í Bandaríkjunum og taka á móti því, sem ég átti að fá. Nú eigum við bæði að deyja." „Vitleysa! Standið þér upp og athugið nýja heimilið yðar, á meðan ég legg höfuðið ofurlítið í bleyti." Mick gekk enn einn hring í eldhúsinu og reykti. Hann hafði stöðugt gætur á stúlkunni. Hann hélt á einu af járnrörunum, sveiflaði því og óskaði, að hann fengi tækifæri til að nota það, áður en hann yrði skotinn niður. En allt i einu nam hann staðar og leit til skiptis á dagblaðahrúguna og blýplötuna. Hann gat að minnsta kosti stytt sér stundir með þvi að búa sér til gott barefli. Clare starði á hann, Frá viðbúnaði Bandaríkjamanna. Nýr aðstoðarmaður. Robert A. Lovett frá New York hefir verið útnefndur sérstakur aðstoðar- maður við flugmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Það varð mjög mikil nauðsyn á að bæta þessum starfsmanni við, þegar flugflotinn var stækkaður. Vippa-sagan er á bls. 7. þegar hann byrjaði að rífa mjóar lengjur af pappír og troða þeim þétt niður i annan enda blýrörsins. Mick tróð bréfunum, þangað til hann gat aðeins fundið efsta lagið með vísifingri. Síðan reif hann blýplötuna, þangað til neglur hans brotnuðu og stakk litlum bitum af henni niður í rörið ofan á pappírinn. Hann lauk við verkið með því að troða bréfi ofan á allt saman. Síðan sveifl- aði hann rörinu og brosti. Sá, sem fengi högg í höfuðið með þessu, mundi ekki hreyfa sig í bráð. Hann heyrði ekkert hljóð í öllu húsinu. Þau hefðu eins vel getað verið í grafhverfingu. „Hvað ætlið þér að gera við þetta rör,“ spurði Clare. „Ég er bara að leika mér að búa eitthvað til, sem meiri kraftur er í en hnefunum einum. Það er ónotalega kalt hérna. Ætli ég gæti ekki kveikt upp í eldavélinni ? Það er viðarhlaði þarna í horn- inu og nóg af gömlum dagblöðum." „Það tekur því ekki, Mick. Mér er ekkert mjög kalt. Við verður víst varla svo lengi hérna. Áður en þér eruð búinn að kveikja vel upp, þá ..." Hún þagnaði, þvi að hún sá, að Mick var hætt- ur að hlusta á það, sem hún sagði. Hann stóð grafkyrr á gólfinu. Augu hans voru agnarlítil, eins og hann væri að einbeita huganum að ein- hverju, og hann starði upp í loftið. Clare leit líka upp, en sá ekkert merkilegt og beið bara eftir, að hann segði eitthvað. En Mick sneri sér frá henni og byrjaði að stika fram og aftur um gólf- ið. Annað slagið lyfti hann rörinu upp og leit á það. Henni fannst hann hafa gjörbreytzt á einu augnabliki. Mínúturnar liðu og enn gekk hann fram og aftur um gólfið og nam aðeins staðar til þess að horfa á blaðahrúguna, eldavélina eða mis- löngu rörin. Hún var farin að halda, að hann væri ekki með öllum mjalla, þegar hann gekk að vaskinum og skrúfaði frá krönunum. Hann brosti. Það var eltki lokað fyrir vatnið. Clare sá, að hann var fölur og reyndi mikið á sig. Hann gekk hægt til hennar. Hún sá að hendur hans skulfu ofurlítið. „Hvað er nú að, Mick?" spurði hún. „Ástand- ið getur ekki versnað, og samt eruð þér enn föl- ari núna." „Getur verið. Mér hefir dottið dálítið í hug." „Já, en það hefir þó ekkert gerzt, sem þér hafið ekki vitað um áður." Mick flýtti sér ekki að svara. Þegar hami að lokum hóf máls, talaði hann hægt cg gætilega: „Clare, það er þannig' ástatt fyrir okkur, að við eigum ekki um neitt að velja. Ef við bíðum, þangað til þeir hætta að spila, þá er úti um allt. Mig langar ekkert til að sitja hér og bíða. Allt frá þvi að ég var litill drengur, hefi ég slegið frá mér, ef einhver hefir gerzt of nærgöngull. Ég hefi oft átt ýmislegt á hættu. Það er það, sem ég er að hugsa um að gera núna. Líkurnar fyrir því að þetta takist eru eins og einn á móti hundrað. En dauðinn bíður okkar hvort eð er. Þorið þér að hætta á það? Það var ekki annað, sem ég vildi vita." „Auðvitað. Ástandið getur ekki orðið verra en það er. Ég treysti yður, Mick, hvað sem þér gerið. Ef þér eruð reiðubúinn að hætta lífinu, þá er ég tilbúin." „Ég vil, að þér vitið þetta eins og það er. Ef það, sem ég er að hijgsa um, tekst, er mjög sennilegt, að við getum kvatt þennan heim." „Ég vil það miklu heldur en bíða eftir að spilið verði búið. Ég hefi sagt yður, að hvað, sem þér gerið, þá fylgi ég yður. Byrjið þér bara, og ef það* mistekst, þá gerir það ekkert til. Þá höfum við leikið og tapað. Það er allt og sumt." „Þér eruð fyrirmyndar stúlka," sagði Mick innilega. „Ég myndi ekki reyna þetta, ef ég sæi nokkra aðra leið. En dauðinn bíður okkar hvort sem er, Clare, og við getum þá eins vel valdið honum sjálf eins og beðið eftir því, sem við eig- um í vændum hjá Vincent." „En hver er þessi áhætta, sem þér eruð að tala um, Mick?"

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.