Vikan


Vikan - 28.08.1941, Blaðsíða 9

Vikan - 28.08.1941, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 35, 1941 9 'mw , j ■x y.+Ký.-ýi {j'A&tízLMjyndíh. Vopnahlé í dýraríkinu. Á meðan styrjöldin geisar um heiminn semja tveir höfuðóvinir dýrarikisins vopnahlé i New York. Þessi óvanalega mynd af ketti og mús var tekin í auðu húsi af manni, sem fór þar fram hjá. Minnismerki, sem verið er að Ijúka við. Lincoln Borglum, sem er 28 ára er um það bil að ljúka við þessi frægu Mount Rushmore minnismerki, sem faðir hans, Gutzon Borglum, byrjaði að höggva í granit í Black Hills í suður Dakota fyrir fjórtán árum. Mynd- höggvarinn dó i marz 1941 og fól syni sínum að halda verkinu áfram. Myndirnar eru (frá vinstri til hægri) af Washington, Jeffer- son, Theodore Roosevelt og Lincoln. Vann kappsiglingu. Aleta Van Sant frá Elizabeth City veifar til Ijósmyndarans, þegar hún er að enda við að vinna kappsiglingu, sem er haldin árlega í Biscayafló- anum við Miami á Florida. Bátur hennar er nýtízku kappsiglingabátur og heitir ,,Stormy“. Nýtt embætti. Roosevelt forseti hefir gert William J. Donovan í New York að yfirmanni yfir leyniþjónustu Bandaríkjanna, og á hann að hafa samvinnu við brezku leyniþjónustuna. Donovan hefir verið mánuðum saman í þjónustu Knox flotamálaráðherra og farið sem leyni- sendiboði til ýmsra landa. „Aðmíráll“ í landhcrnum. Joseph P. D’Arezzo frá Los Angeles, sem var efstur við brottfar- arpróf frá sjóliðsforingjaskólanum í Anhapolis í Bandaríkjunum 1940 fékk ekki leyfi til að ganga í sjóherinn vegna smávegis augnveiki. Hann fór þá í landherinn og var gerður að liðsforingja. Hann er þekktur undir nafninu „Aðmírállinn" á Panamaskurðs-svæðinu, þar sem hann er nú. 'és £ Astralía býður Bandaríkjamenn velkomna! Götur Brisbane í Astralíu voru fagurlega skreyttar með brezka fánanum og fána Bandaríkjanna, þegar sjóliðar frá Bandaríkjimum gengu í gegnum bæinn. Hermennimir komu í flotadeild, sem í voru sjö herskip.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.