Vikan


Vikan - 13.08.1942, Page 9

Vikan - 13.08.1942, Page 9
VIKAN, nr. 28, 1942 9 Hetjan þelrra. Á myndinni sást frú Virginia Dempsey og 3 Vi árs gamall sonur hennar, James Stewart Dempsey, dást áð mynd af manni sínum og föður, James C. Dempsey kaftbátsforingja. Hann var nýlega sæmdur heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu gegn Japönum i Kyrrahafinu. Myndin sýnir áhöfnina af brezkri sprengjuflugvél af Halifax-gerð vera að drekka te, rétt áður en lagt var af stað i árásarleiðangur. Þessi flugvél var ein af þeim 1036 flugvélum, sem gerðu árásina á Ruhr og Rínarhéruöin 30. maí s.l. Var það mesta loftárás, sem torezki flughertnn hefir gert til þessa og stóð í eina og hálfa klukku- stund. Myndin er af A. P. Lloyd, flugmarskálki, yfir- manni loftvamanna á Malta. — Hann hefir stjómað loftvömunum af slíkum dugnaði, að Malta hefir varizt hinum 2300 loftárásum, sem Öxulríkin hafa gert á hana til þessa. 600 óvina- flugvélar hafa verið skotnar niður i árásunum. Amerískur sjóliði. Myndin t. h. sýnir nýjasta útbúnað amerískra sjóliða. Þetta er mjög hent- ugur og fyrirferðarlítill útbúnaður, og fljótlegt að gripa til hans, hvort sem er á sjó eða landi. Hann fékk eklti að ganga í herinn. Myndin sýnir Frederick Donna- telli ásamt konu sinni og bömum. Hann langaði svo mikið til þess að fara í herinn, að hann skrifaði Roosevelt Bandaríkjaforseta um það. Honum hafði verið neitað um upptöku vegna þess að álitið var, að kona hans mundi ekki geta séð um bömin, ef hann færi i herinn. Kona hreystinnar. Frú Jean, kona Árthurs W. Wermuth yfirforingja, sem felldi 116 Japana á Filippseyjum og tók enn fleiri til fanga, er hreykin af manni sínum. Frú Wermuth er nú aðstoðarhjúkrunarkona við uppskurði á Ard- more-sjúkrahúsi í Femdale, Michigan. Nunnur í New York búa sig undir striðið. Nunnur, sem starfa við St. Vincents sjúkrahúsið í New York hafa nýlega hafið námskeið til þess að kenna hjálp í viðlögum. Á myndinni er verið að kenna að lyfta sjúklingi upp á sjúkrabörur. Lítill „Óhurchill“. Á myndinni t. h. sést þriggja ára gamall drengur, Juan Angel Franco, sem á grímudansleik í Puerto Rico kom fram í gervi Winston Churchill og vakti hrifningu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.