Vikan


Vikan - 13.01.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 13.01.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 2, 1944 inginn, það er stóri Italinn. Hann kemur frá Ameríku — Chicago — og mundu, að vopn Itala er hnifur og hann rekur fórnardýr sitt meira en einu sinni í gegn.“ ,,Það er alveg satt.“ „Þetta er án efa ráðningin á leyndarmálinu. Þeir hafa eflaust verið báðir, Ratchett og hann, við barnsránið riðnir. Cassetti er ítalskt nafn. Svo hefir Ratchett svikið hann á einhvern hátt. Italinn sendir honum fyrst aðvörunarorð og hefnir sín að lokum eins og við höfum séð. Þetta er allt mjög auðskilið.“ Poirot hristi höfuðið. „Ég er hræddur um, að það sé ekki alveg svona einfalt,“ sagði hann lágt. „Ég er sannfærður um, að þetta sé rétt,“ sagði Bouc, sem varð stöðugt hrifnari af tilgátu sinni. „En hvað um þjóninn með tannpínuna, sem sver, að Italinn hafi aldrei farið út úr klefanum ?“ „Það eru einmitt tormerkin á því.“ Poirot ljómaði. „Já, það er rétt, til allrar óhamingju fyrir til- lögu þina, allrar hamingju fyrir ítalska vin okkar, að þjónn Ratchetts skyldi hafa verið með tann- pínu.“ „Það kemur í ljós,“ sagði Bouc með mikilli sannfæringu. Poriot hristi höfuðið aftur. „Nei, það er nú varla svo einfalt," sagði hann. 14. KAFLI. Vitnisburður rússnesku prinsessunnar. „Við skulum sjá, hvað Pierre Michel segir- um þennan hnapp,“ sagði hann. Það var aftur kallað á lestarþjóninn. Hann leit spyrjandi á þá. Bouc ræskti sig. „Michel,“ sagði hann „hérna er hnappur af ein- kennisbúningi yðar. Hann fannst í klefa amerísku konunnar. Hvað getið þér sagt um það?“ Lestarþjónninn þreifaði ósjálfrátt á fötum sínum. „Ég hefi ekki misst nokkurn hnapp, herra,“ sagði hann „það hlýtur að vera einhver mis- skilningur," „Það er mjög skrýtið." „Ég get ekki gert grein fyrir því, herra.“ Mað- urinn virtist undrandi, en ekki á nokkurn hátt sekur eða ruglaður. Bouc sagði fyrirlitlega: „Eftir því hvar hann fannst, virðist það mjög augljóst að maðurinn, sem var inni í klefa frú Hubbard í nótt hafi misst hann.“ „En herra, það var enginn þar. Það hlýtur að vera ímyndun hjá frúnni.“ „Nei, það var ekki ímyndun, Michel. Morðingi Ratchetts fór þá leið og missti þennan hnapp.“ Þegar Pierre Michel gerði sér grein fyrir mikil- vægi orða Bouc varð hann alveg óður. „Það er ekki satt; það er ekki satt!“ hrópaði hann. „Þér ásakið mig um glæpinn. Ég, ég er saklaus. Ég er algjörlega saklaus! Hvers vegna ætti ég að vilja drepa mann, sem ég hefi aldrei séð fyrr?“ „Hvar voruð þér, þegar bjalla frú Hubbard hringdi?“ „Ég sagði yður það áðan, að ég hefði verið í næsta vagni að tala við félaga minn.“ „Ég mun senda eftir honum." „Gerið það. Ég bið yður, gerið það.“ Það var kallað á lestarþjóninn úr næsta vagni. Hann staðfesti strax frásögn Pierre Michels. Og bætti því við að lestarþjónninn úr Bukarest- vagninum hefði líka verið þar. Þeir höfðu verið að 'tala um snjóinn og stöðvunina. Þegar þeir höfðu talað í einar tíu minútur, hélt Michel, að hann heyrði í bjöllu, og þegar hann opnaði hurð- ina á milli vagnanna, höfðu þeir allir heyrt það greinilega — bjallan hringdi stöðugt. Michel hljóp strax til þess að svara hringingunni. „Þarna sjáið þér, að ég er ekki sekur,“ hrópaði Michel ákafur. „Og þessi einkennisbúnings-hnappur, hvernig skýrið þér það?“ * t „Það get ég ekki. Mér er það alveg hulið. Mig vantar engan hnapp.“ Báðir hinir lestarþjónamir lýstu því yfir, að þeir hefðu ekki misst nokkurn hnapp; líka að þeir hefðu ekki komið inn í klefa frú Hubbard. „Verið rólegir, Michel,“ sagði Bouc, „og reynið að rifja upp fyrir yður augnablikin, þegar þér hlupuð fram, til þess að svara hringingu frú Hubbard. Mættuð þér nokkrum í ganginum ?“ „Nei." „Sáuð þér nokkurn fara á undan yður fram ganginn?" „Ég verð aftur að svara ,,nei“. „Einkennilegt," varð Bouc að orði. „Ekki svo mjög,“ sagði Poirot. „Hér er um timaspursmál að ræða. Frú Hubbard vaknar og verður þess vör, að einhver er í klefa hennar. MAGGI JG KAGGI. Eftir vVally Bishop. 1. RaggiÉg er að velta því ^yrir mér hvort eg á að fara í jkólann — eða að veiða! i. Raggi: Það er yndislegt »reiðiveður núna — kannske ég hætti við að fara í skólann. á. Raggi: Nei, ég ætti heldur að fara i skól- ann. — 4. Raggi: Það var gagnslaust að vera að rölta svona fram og a.oar! Eins gott ég veiði á með- an ég er að hugsa mig um! 1 eina eða tvær mínútur liggur hún kyrr, eins og stirðnuð, með lokuð augun. Ef til vill hefir ná- unginn notað þau augnablik til þess að laumast á brott. Þá fer hún að hringja bjöllunni. En lestar- þjónninn kemur ekki strax. Hann verður hring- inganna ekki var fyrr en hún hringir í þriðja eða fjórða skipti. Ég myndi, persónulega, álíta, að það væri nægur timi — „Til hvers? Til hvers, herra minn? Minnist þess, að það eru djúpir snjóskaflar." „Honum hafa staðið tvær leiðir opnar, þessum þrjóti okkar,“ sagði Poirot með hægð. „Hann gat laumast inn i annan hvorn snyrtiklefann, eða — hann gat líka horfið inn í einhvem klefann." „En þeir voru allir fullir af farþegum." „Einmitt það.“ „Þér eigið við, að hann hefði getað farið inn í sinn eigin klefa?“ „Poirot kinkaði kolli.“ „Það stendur heima — stendur heima," taut- aði Bouce. „Á þessum tíu mínútum, sem lestar- þjónninn er fjarverandi, kemur morðinginn frá sínum eigin klefa, fer inn i klefa Ratchetts, myrð- ir hann, lokar hurðinni og setur fyrir hana keðj- una að innanverðu, fer út, gegnum klefa frú Hubbard, og er kominn óáreittur inn í sinn klefa, um það bil sem lestarþjónninn kemur aftur." Poirot muldraði: „Þetta er nú ekki alveg svona einfalt, vinur minn. Vinur okkar, læknirinn hérna, mun skýra það fyrir yður.“ Bouce lét lestarþjónana þrjá á sér skilja, að þeir mætti fara. „Við eigum enn eftir að tala við átta far- þega — Dragomiroff prinsessu, Andrenyi greifa og frú hans, Arbuthnot ofursta og herra Hard- man. Þrjá þriðja-farrýmis farþega — ungfrú Debenham, Antonio Foscarelli, og þjónustustúlku frúarinnar, ungfrú Schmidt." „Hvert þeirra ætlið þér að tala við fyrst — Italann?" „En hvað yður verður tiðrætt um þennan Itala! Nei, við skulum byrja efst. Má vera að princessan sýni okkur það lítillæti, að veita okkur nokkurra mínútna viðtal. Berið henni þau skila- boð, Michel!" „Já, herra," svaraði lestarþjónninn, sem var að fara út úr vagninum. „Segið henni, að við viljum fúslega koma til hennar, ef henni er ver við að ómaka sig hingað," kallaði Bouce á eftir honum. En Dragomiroff prinsessa gaf ekki um að þiggja þetta boð. Hún korrl inn í veitingavagn- inn, laut höfði lítið eitt og settist andspænis Poirot. Smágert andlit hennar, sem var ekki ósvipað frosk-smetti, var enn gulara en daginn áður. Sannarlega var hún ófríð í fylsta máta, en þó var það um hana, eins og froskinn, að augu hennar voru eins og gimsteinar, dökk og glampandi, og lýstu miklu viljaþreki og gáfna-magni, sem maður skynjaði þegar í stað.“ Rödd hennar var djúp, mjög svo skýr, og það var eins og urgaði lítilsháttar í henni. Hún batt fljótlega enda á málskrúð Bouces, er hann var að afsaka ónæðið. „Þér þurfið ekkert að afsaka, herrar mínir. Mér skilst, að hér hafi verið framið morð. Auðvitað verðið þér að hafa tal af öllum farþegunum. Ég skal með ánægju aðstoða yður, að þvi leyti sem í mínu valdi stendur. „Þér eruð ákaflega vinsamlegar, frú,“ sagði Porirot. „Alls ekki. Það er skylda. Hvað óskið þér að vita?“ „Fult skírnarnafn yðar og- heimilisfang. Ef til vill mynduð þér vilja rita þetta sjálfar?" Poirot rétti henni pappírsörk og blýant, en prinsessan bandaði við honum hendi. „Þér getið skrifað það,“ mælti hún. „Það er ekkert vandasamt: Natalia Dragomiroff, 17 Avenue Kléber, París." „Þér eruð á heimleið frá Konstantinopel?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.