Vikan


Vikan - 10.02.1944, Page 3

Vikan - 10.02.1944, Page 3
VIKAN, nr. 6, 1944 3 KIRKJAN og íeíÆhúsíð. Framhald af forsíðu. En nú skulum við hverfa frá Danmörku og fara í langferð, alla leið til Ástralíu- negranna, ef þeir eru ekki liðnir undir lok. Við spyrjum til vegar, hvar leikhúsið, eða kvikmyndahúsið, sé og hvar kirkjan sé. Svarið kemur á óvart. Þau eru á sama staðnum, það er sami staðurinn. Menn þekkja ekki muninn á þeim, þau eru eitt. Prestur og meðhjálpari og organisti og kór eru ekki einungis persónur, sem gegna ýmsum störfum í kirkju, heldur og leikar- ar staðarins, hirðleikarar fólksins. Enginn hinna svörtu náunga mundi skilja spurn- ingu vora um það, hvað kirkja og leik- hús ættu sameiginlegt, ekki vegna þess að þeir þekki eigi kirkju og leikhús, heldur af því að hjá þeim rennur hvorttveggja sam- an. Kirkja og leikhús er hæsti tindur og kjarni lífs þeirra, en þau eru ekki aðskil- in. Hátíðahöldin á hinum heilaga stað, í blótlundinum, við andasúlurnar, dansinn í forynjulegum búningum, grímurnar sér- kennilegu, drungalegir hljómar trumb- anna, hækkandi og lækkandi söngtónarnir — þetta er hvorttveggja í senn: leikhús og kirkja, sjónleikur og guðsþjónusta, tón- leikur og messa, leikdans og bæn. Leik- húsið og kirkjan er hér svo nátengt hvort öðru, að það kemur ekki til greina að ræða sambandið á milli þeirra. Og sama verður uppi á teningnum, ef við fljúgum áfram og lönduni í einhverj- um tatarabæ milli Síberíu og Mongólíu og fáum að horfa á geysi-áhrifamikinn sjón- leik í einu af tjöldunum, þegar særinga- maðurinn setur fólkið í samband við guð þess með hinni sérkennilegu svipbrigða- list sinni, dularfullum orðum, afkáraleg- ustu líkamshreyfingum, töfrablöndnum flautuleik og tilbreytingalausum söng. Og ekki verður útkoman önnur, ef við hverfum aftur í tímann og lendum sem framandi fuglar, en þó hjá okkar eigin kynþætti, norrænum forfeðrum, og erum viðstaddir hátíð í hofi þeirra: kirkja og íeikhús er eitt og hið sama; goðinn er allt í senn: höfðingi, prestur og aðalleikari. Listin heilaga á sér aðeins eitt takmark: að nálgast guð, og um guðsþjónustu án hinnar heilögu listar með fórnfæringu, dansi, hljómlist og svipbrigðalist var ekki að ræða. Og enn er það sama sagan, ef við höld- um til gamla Grikklands, þar sem við álít- um að vagga leikhússins hafi staðið. Hvað voru hinir fornu grísku sjónleikir annað en guðsdýrkun fólksins? (í svigum er hægt að skjóta inn: hvað annað voru ólympsku leikarnir? Sýndu þeir afl og leikni ? Látum svo vera, en fyrst og fremst voru þeir guðsþjónusta, hafi Grikkjanum ▼erið líkaminn jafn-heilagur og sálin. Einnig á þessu sviði hefir tíminn komið á skilnaði: aðskilið íþróttir og kirkju). Það, sem leikarinn gerði á sviðinu, var þetta: Hann flutti fólkinu guðdómleg öfl, sem héldu því uppi og sköpuðu því örlög. Leik- arinn þjónaði sem prestur. Menning vor á rætur að rekja til þess, að tvö fljót iiafa runnið saman á danskri grund: Fljótið frá Grikklandi og fljótið frá Gyðingalandi. Og förum við með hinu síðarnefnda í áttina að upptökum þess, þá munum við aftur einn góðan veðurdag koma í musteri eða heilaga tjaldbúð, á Sínaíf jalli eða í Midíanseyðimörk, þar sem prestar og æðstiprestur í skrautlegum skrúða þjóna guði og fólkinu í sömu andrá, en reykelsið angar, söngur hljómar og dans dunar. Við mætum Davíð á leiðinni til fjallsins heilaga með hina endurheimtu sáttmálsörk. Og það er fagnaðar-guðs- þjónusta og skínandi leiksýning fyrir hátíðafólkið — alla nema drottninguna, en sú kona hefir verið langt á undan sín- I Hellas var sjónleikurinn heilög athöfn, hluti guðsdýrkunarinnar, og hlautbollinn stóð fyrir miðju sviðinu. um tíma: hún fitjaði uppá nefið, er hún sá konung og leikara og prest. í einni persónu. Hún tilheyrði í rauninni þeirri kynslóð, sem var uppi löngu seinna og er þeirrar skoðunar, að leikhús og kirkja eigi að vera algerlega aðskilin. En samtíðin skildi hana ekki. Fólkið söng Davíð hósíanna og vaggaði sér eftir hljóðfalli hinna heilögu söngva. Levítarn- ir og söfnuðirnir lögðu sinn skerf til hins guðdómlega sjónleiks með því að syngja ,,Davíðssálma“ á hinn eldgamla hátt, sem ennþá bergmálar í messum dönsku kirkj- unnar, fyrir altari og frá bekkjunum; það er hið hátíðlega samtal gömlu hebresku ,,leikaranna“, eins og messuklæðin eru síðustu leifar hins heilaga leikarabúnings guðdómlegra sjónleikja. Og eining leikhúss og kirkju er ekki bára fornsaga frá því fyrir daga Krists. Mestan hluta þess tíma, er kristin kirkja hefir starfað sem þjóðkirkja í Evrópu, hefir hún sameinað sjónleik og guðsþjón- ustu. Á miðöldum — því skínandi og nið- dimma tímabili — var kirkjulífið samtímis leikhúslíf, hin gamla einingarmenning reis þá upp úr gröf sinni og lifði án klofn- ings í aldaraðir. Sjálf guðsþjónustan, há- messan, var mikill og áhrifaríkur sjónleik- ur, þrunginn fegurð og dulrænu, þar sem öll þjáning tilverunnar og fögnuður fékk útrás. Prestar, djáknar og messudrengir, sem hreyfðu sig alltaf eftir ákveðnum reglum j.við klukknahringingu og sálmasöng, rofinn stundum af djúpri dauðakyrrð, sýndu í kórnum með máluðu gluggarúðunum, undir hvelfingum, er teygðu sig til himins, hinn volduga leik endurlausnarinnar: Sköpun mannsins í allri sinni dýrð, synda- fallið og hinar miklu hörmungar mann- kynsins, komu guðs til jarðarinnar í hin- um dásamlega leyndardómi guðspjallsins, fórn hans á Golgata-altarinu, nærveru hans í hinu vígða brauði og blessaða kaleik. Þetta var og er leikur, var og er mesti leikur allra tíma. Thit Jensen hefir heppnast að lýsa með mjög miklu hugmyndaflugi og á litríkan hátt í skáldsögu sinni um „Stygge Krum- pen,“ hvað miðalda kirkjuhátíð var mikill Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.