Vikan


Vikan - 10.02.1944, Síða 4

Vikan - 10.02.1944, Síða 4
4 VIKAN, nr. 6, 1944 Bréfið Hennar ÖMMU Rúnu leiddist að vera í skóla. Hún hafði nú tekið ákvörðun sína. Hún var alveg viss. Er hún beygði sig yfir stílabókina, féllu gullnu lokkarnir um andlit hennar og huldu tvö tár, sem runnu hægt niður kinnar hennar. Allt hafði gengið illa þennan morgun. I fyrsta lagi hafði Rúna ekki kunnað lex- íuna sína. Og þegar hún hafði staðið upp til þess að lesa, hafði hún mislesið jafnvel hin auðveldustu orð. Og nú var stór blek- blettur eins og pollur í miðri stílabókinni hennar. Rúna bældi niður í sér ekkann. Hún hafði búizt við, að það yrði allt öðru vísi að sækja skóla í litla áttstrenda skólahúsinu. Er pabbi hennar hafði verið kallaður í herinn til þess að taka þátt í stríðinu milli Norður- og Suðurríkjanna, þá hafði hann farið með Rúnu til ömmu hennar í austur Pennsylvaníu. Rúna hafði hlakkað mikið til þess að sækja skóla í sama skólahúsinu og faðir hennar hafði gengið í, er hann var lítill drengur. Hún hafði heyrt svo margar skemmtilegar sögur af skólagöngu föður síns, að hún bjóst við, að það yrði eintómt gaman að sækja skóla í áttstrenda húsinu. Hún hafði reynt að hugsa um það, er að því kom, að hún varð að kveðja föður sinn. £& Rúnu þóttu lexíumar langar og erfiðar. Að sitja á hörðum bekk og streit- ast við orð, sem hún skildi alls ekki — skelfing var það þreytandi. Rúna horfði tárvotum augum á ljóta blettinn á stílabókinni sinni. Hvað myndi nú kennarinn segja? Hann nálgaðist hana. Nú stóð hann bakvið hana og horfði yfir öxl hennar. Rúna þorði varla að draga andann, er hún beið eftir hinni alvarlegu áminningu kennarans. En hann sagði ekkert. Rúna hefði orðið undrandi, ef hún hefði getað lesið hugsanir kennarans. Hann var að hugsa um það, að gullnir lokkar og blá augu géra engan að góðum nemanda. Sjálft sólarljósið virtist fangið i lokkum Rúnu. Augu hennar voru eins blá og gleym-mér-eiarnar niður við lækinn. En jjegar að því kom, að hún ætti að nema lexíur sínar, þá fann Rúna alltaf eitthvað skemmtilegra að hugsa um, hugsaði kenn- arinn. Hún gæti auðveldlega lært, ef hún vildi reyna það. Það var mjög leiðinlegt, að hún skyldi eyða tímanum svona til ein- skis. Kennarinn lagði höndina ekki óvingjarn- lega á boginn kollinn, en hann sagði álcveð- inn: „Rúna Bell, þú verður að vera kyrr eftir skólatíma og skrifa þessa setningu fimm sinnum. Og engar klessur, mundu það!“ Tímarnir liðu ákaflega seint, og á eftir skriftartímanum kom landafræði og reikn- Smá.s<i^.cL eftir Evelyra Ray Sickels. ingur. Svo voru frímínúturnar. Það fannst Rúnu venjulega bezti tíminn í skólanum. En núna stríddu strákarnir henni með því að hlaupa og hoppa í kringum hana og hrópa: „Ullarhaus! Ullarhaus!“ Rúna var fegin, þegar frímínútunum var lokið. Það, sem eftir var af skólatíma dagsins, virtist aldrei ætla að líða, en að lokum stóðu börnin upp og sungu lokasönginn. Og svo hlupu börnin út í sólskinið. Rúna var ein eftir. Hún varð að skrifa fimm sinnum þessa löngu setningu: „Vertu dugleg að læra, meðan þá ert ung.“ Og hún varð að skrifa það, án þess að setja nokkra klessu. Hún gat farið eftir hinum vandlega skrifuðu orðum, en hún gerði sér litla hugmynd um, hvað þessi löngu og leiðinlegu orð þýddu. Og 'henni stóð alveg á sama. Rúna leit á kennarann, sem sat við borð sitt og var að útbúa penna fyrir næsta dag. Hún andvarpaði djúpt og fór að skrifa með ískrandi fjaðrapennanum á drifhvíta örkina. Sólin var komin lágt á loft í vestrinu, er Rúna að lokum lauk við síðasta orðið. Það var ekki ein klessa á vandlega skrif- uðum línunum. En hve hún var þreytt, er liún labbað'i af stað heimleiðis! Skelfing var skólinn leiðinlegur! Hún ætlaði víst ekki að fara þangað aftur! Hún ætlaði að vera heima VEIZTTJ —? 1. Hvenær og' hvar er Jóhannes Sveins- son Kjarval listmálari fæddur? 2. Hverrar þjóðar var tónskáldið Felix Mendelssohn og hvenær var hann uppi? 3. Hvað er eyjan Nýja Guinea stór? 4. Eftir hvern er þetta erindi og úr hvaða kvæði: Feldur em eg við foldu frosinn og má ei losast; andi guðs á mig andi, ugglaust mun ég þá huggast. 5. Hver skrifaði Jean Christophe, tíu binda skáldsöguna heimsfrægu? 6. Hvernig er öminn í hjúskaparmál- pm? 7. Hvaða þýzk prinsessa var rússnesk drottning ? 8. Hver var það, sem lærði að tala heyrn- arlaus og sjónlaus? 9. Hver var Aiskylos? 10. Hver var Thomas Aquinas? Sjá svör á bls. 14. hjá ömmu. Elsku amma! Rúnu þótti vænna um hana en nokkurn annan í heim- inum, fyrir utan pabba sinn vitanlega. Hún ætlaði að segja ömmu frá þessum löngu og leiðinlegu kennslustundum. Hún ætlaði að segja henni, hvernig strákarnir stríddu sér. Amma mundi skilja hana. En hve hún mundi vera fegin, að hafa Rúnu heima hjá sér. Rúna var svo ánægð við þessa tilhugsun, að hún hljóp, það sem eftir var leiðarinn- ar heim. Amma, sem var í rósóttum baðm- ullarkjól með hreina, hvíta svuntu, sat á lágum ruggustól í eldhúsinu. I kjöltu hennar lá bréf. „Amma, ég ætla ekki í skólann aftur,“ hrópaði Rúna. „Ég er orðin þreytt á því, að reyna að læra að lesa. Allir geta lesið betur en ég . . . og . . . strákarnir stríða mér út af hárinu á mér.“ Amma sagði ekki neitt. Svo stakk hún bréfinu í vasann og tók Rúnu í kjöltu sér. Amma hélt henni þétt að sér og fór að rugga sér fram og aftur. „Þegar ég var lítil telpa,“ sagði amma, ,,hafði ég glóbjart hár og blá augu eins og þú.“ Rúna hreiðraði betur um sig. En hve henni þótti gaman að sögunum hennar ömmu! Fyrst hún ætlaði að vera kyrr heima, þá mundi amma segja henni sögur 4 hverjum degi. En það var miklu betra en að fara í skóla! Rúna dró andann djúpt af ánægju. „Mamma og pabbi bjuggu ásamt sex börnum sínum í bjálkahúsi í skóginum,“ hélt amma áfram. „Indíánarnir voru allt í kringum okkur, þeir læddust eins og skuggar á milli trjánna. Þótt pabbi segði, að þeir væru mjög vingjarnlegir, þá vor- um við börnin samt hrædd við þá. Oft, er ég lék mér við bræður mína og systur nálægt húsinu, komu Indíánarnir og horfðu þögulir á okkur. I fyrstu vissi pabbi ekki, hvers vegna þeir voru svona forvitnir. En dag nokkum komst hann að því. Indíánarnir bentu á mig og tautuðu: „Sólarbam. Færir velgengni." Faðir minn sagði, að þeir væm hugfangnir af mér, vegna glóbjarta hársins og bláu augn- anna. Því ég var eina ljóshærða barnið í fjölskyldunni. Öll hin vom dökkhærð. Indíánarnir héldu, að sólarbamið færði : þeim velgengni, sem það var hjá.“ Rúna hallaði glóbjarta kollinum upp að [ öxl ömmu. En hve hún var fegin, að nú : voru engir Indíánar! „Dag einn kom sjálfur Indíánahöfðing- : inn heim til okkar,“ hélt amma áfram. „Hann sagði, að þjóðflokkur sinn vildi, að : ég kæmi og byggi hjá þeim í kofum þeirra. : Indíánarnir mundu verða mjög góðir við hana — barnið með hárið eins bjart og sólarljósið og augu eins blá og himininn! 5 Mikli andinn mundi vera þeim hliðhollur, jj ef þeir hefðu sólarbarnið hjá sér. Þeim mundi ganga allt í vil — veiðin mundi : vera góð, og árstíðirnar góðar. Þessu hafði : verið lýst yfir á ráðstefnunni í kringum Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.