Vikan


Vikan - 10.02.1944, Page 6

Vikan - 10.02.1944, Page 6
6 VTKAN, nr. 6, 1944 og sorg, sem hann fann til. Sergia trúlofuð Carrillioni, og hún tilkynnti það sjálf! Honum fannst það hræðilegt. Honum fannst hann vera að verða vitstola. Að hann hefði getað elskað, já, elskaði enn þá konu, sem gat gengið í svona hjónaband! Það var pina að hugsa til þess. Þegar hann loksins leit upp, mætti hann rann- sakandi augnaráði Sir Davids og skildi, að hús- bóndi hans hefði allt i einu komizt að sannleik- anum. Það var almennt álitið, að Sir David væri harð- snúinn og kaldur, og hann hafði meira að segja sjálfur gaman af því að gorta af því, að hann léti aldrei tilfinningarnar ná valdi á sér; en þegar hann nú lagði hönd sína á öxl Julians, skildi hann, að Sir David var sannur vinur hans. „Kæri Armstrong,“ sagði hann, „maður verður að sætta sig við örlögin, ef þér hafið ákveðið að fara burt af Englandi, þá sé ég það núna, að það er bezt fyrir yður, en takið ekki ákvarðanir yðar í of miklum flýti. Bíðið og athugið málið; maður verður alitaf að íhuga ákvarðanir sínar — og maður veit aldrei hvað getur gerzt.“ Hann þagnaði stundarkorn og hugsaði um, hvort hann ætti að minnast á Sergiu eða ekki, en þegar hann komst að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að þegja, þrýsti hann aðeins hönd Julians hjartanlega og lét hann fara. Þegar hurðin hafði lokazt eftir honum, var Sir David þungbúinn á svipinn. „Hver skyldi hafa trúað þvi, að Julian væri ástfanginn af svona stúlku?“ spurði hann sjálfan sig „og þó, hvers vegna ekki. Hann er bara alltof góður handa henni, því að þegar hún getur gifzt Carrillion, þá getur hún ekki verið þess virði, sem ég áleit. Vegna hvers gat hún ekki látið veslings Armstrong í friði?" 'XIV. KAFLI. Trúlofun Sergiu. Eftir að Sergia hafði, dag þennan, yfirgefið Julian í skóginum, hafði hún verið þrjá daga i Stanley Towers, og henni fannst þessir þrir dagar vera heil eilífð. Hún hafði því farið til Parísar, þar sem lafði Marion var og skemmti sér vel. Alla næstu viku sást Sergia alltaf i fylgd Carrillion iávarðar, en þegar vikan var liðin, bað hann hennar aftur, og nú tók Sergia bónorðinu. Lafði Marion var frá sér numin og kyssti Sergiu og klappaði, og Sergia tók öllum ástaratlotum hennar með þeim kulda og fyrirlitningu, sem nú var aftur farin að setja svip á hana. Sergia hafði ekki skrifað Mary Armstrong, eftir að hún var farin frá Stanley Towers; en hún hafði ekki verið trúlofuð í klukkutíma fyrr en hún hafði ákveðið að tilkynna Sir David trú- lofunina, hún hafði líka lengi skuldað honum bréf. „Julian fær líklega að vita það hjá honum,“ hugsaði hún, „og það styrkir þá álit það, sem hann nú hefir á mér, og hann læknast. Sir David sýnir honum jafnvel bréfið; og ég vildi óska, að hann gerði það, og þegar hann svo heldur, að ég eigi ást hans og 'virðingu ekki skilið, þá syrgir hann ekki lengur og gleymir mér líklega fljót- lega.“ Sergia sendi bréfið, án þess að tárfella, og hún vonaði að það mundi lækna Julian; hún hafði grátið nóg i þessa þrjá daga í Stanley Towers, nú var hún eins og steinrunnin. Henni fannst hún ekki lengur geta gert greinarmun á réttu og röngu, en hún var þó viss um, að hún gerði Juliani Armstrong bezt með því, að giftast Carrillioni lávarði. Stanchester lávarður hafði aldrei verið jafn hjartanlegur við dóttur sína og nú, þegar metnaði hans hafði svona óvænt verlð fullnægt; hann kom þegar í stað til Parísar, og í fyrsta sinni á ævinni, sýndi hann Sergiu eitthvað sem líktist föðurlegri umhyggju. Á meðan hún var í París, fékk hún tvö bréf, bæði frá Mary Armstrong, en hún geymdi þau bæði óopnuð. Henni fannst ósjálfrátt, að henni myndi líða illa, ef hún læsi þessi bréf, og þó að þau gætu líklega ekki fengið hana til þess að hverfa frá ákvörðun sinni, gátu hin skrif- uðu orð Mary þó opnað augu hennar fyrir sann- leikanum, og hún óskaði þess að vera blind, þang- að til Carrillion lávarður var að eilífu kominn upp á milli hennar og Julians. Carrillion lávarður var eins einlægur elskandi og hin kuldalega unnusta hans leyfði. Þar sem hann varð að bæla niður tilfinningar sínar í hennar garð, þá sendi hann sem vott þeirra dýr- mætar gjafir, se,m Sergia tók á móti með tóm- læti og leit varla á; en Carrillion lávarði fannst til um það, sem einhver annar elskhugi hefði móðgast af. Þegar þau komu aftur til London, var farið að undirbúa brúðkaupið af miklum krafti. Lafði Sergia gekk um eins og í svefni; allt sem hún gerði var eins og í draumi, það var alveg eins og hún væri hætt að geta hugsað. Þrem dögum fyrir brúðkaupið hafði Sergia af einhverri ástæðu ekið ein út; hún hafði um morg- uninn farið í siðasta skiptið til saumakonu sinnar, og eins og svo oft kemur fyrir, hafði þessi kona eins og vakið Sergiu með nokkrum hversdags- legum orðum. Einhver undarleg hræðsla hafði gripið hana, og þegar hún var komin aftur inn í bifreiðina, hafði hún það á tilfinningunni, að hún gæti ómögulega hitt Carrillion lávarð. Hún vissi, að hún myndi hitta hann, ef hún færi beint heim, af því að honum var boðið í hádegisverð með henni og lafði Marion þennan dag, og hann var líklega kominn og beið í nýja húsinu, sem átti að vera brúðargjöf Stanchester lávarðar til dóttur sinnar. Lafði Sergia vildi ekki viðurkenna, að hún væri hrædd, en þegar hún hallaði sér aftur í hinu mjúka sæti bifreiðarinnar, barðist hjarta hennar eins og það ætlaði að springa. Hún skipaði bílstjóranum að aka í allt aðra átt heldur en heim. Sergia hugsaði ekki um annað en, hvernig hún ætti að losna við að hitta Qarrillion lávarð. Það var í nóvemberlok, en veðrið var svo bjart, að það minnti á síðsumardag, og bifreiðin brunaði hljóðlaust eftir breiðri götunni. Loksins rétti Sergia úr sér, ekki gat hún haldið áfram að aka, og hún skipaði bílstjóranum að nema staðar fyrii’ framan gullsmiðsbúð; hana grunaði varla, hvar hún var stödd, eða hvað hún vildi kaupa. Hún vildi bara' draga tímann. Þjónninn opnaði fyrir hana hurðina, og Sergia steig út, en i þvi að hún ætlaði inn í búðina, kom einhver á móti henni. Hann baðst fljótt afsökunnar, Sergia leit upp — það var Julina Armstrong! Þau hrukku bæði við og horfðu ráðþrota á hvort annað. Sergia herti sig upp fyrst, en hún fann til mikíls sársauka, þegar hún sá hið föla, þjáða andlit Julians. Hún vissi vel, að það var hennar vegna, sem hann þjáðist, og henni fannst eins og hún hefði gengið á barmi hyldýpis án þess að vita það. Julian hafði nú aftur náð jafnvægi, hann rétti ekki Sergiu liöndina, en horfði beint framan í hana. „Sir David Hurst sagði, að þér mynduð giftast bráðlega," sagði hann; „ég var í heimsókn hjá honum, þegar bréf yðar kom, og þar sem ég býst varla við því* að við hittumst aftur, vil ég óska yður til hamingju." Hann beið ekki eftir því, að hún þakkaði, en kvaddi kurteislega og var horfinn í fjöldann. Frá þessari stundu, vissi Sergia varla, hvað hún gerði. Hún gekk hægt til bílstjórans og skip- aði honum að fara heihi án hennar. Svo reikaði hún um, þangað til hún tók allt í einu eftir því, að hún vár komin að inngangi kirkju nokkurrar, sem var opin, af því að þar átti að vera guðs- þjónusta. Ennþá var enginn kominn, og Sergia var þakklát í huga, þegar hún gekk að sæti og settist niður. Erla og unnust- inn. Erla: Ó, ég er svo lukkuleg, að þú skulir fá leyfi í kvöld. — Hvað ? Ertu að leggja af stað núna? Þá verðurðu kominn eftir svona klukkutíma —. Hermaðurinn: Hvað gengur á ? Þú ert eins og ný- sleginn krónupeningur! Oddur: Ég er á leið að hitta kærustuna mína — hittumst síðar — Oddur: Halló, sælir. Eg ætla — nei, ég ætla alls ekkert —. Oddur: Liðsforinginn: Heyrðu, mikill ógurlegur lubbi er á þér. Ég skil þú ætlar beint til hárskerans! Flýttu þér! Hörmung og plága! Oddur: Heyrðu, Erla, hershöfðinginn bað mig um að fara ekki úr herbúðunum í nokkra daga. i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.