Vikan


Vikan - 10.02.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 10.02.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 6, 1944 „Ég var að leita að sprungu, vinur minn.“ „Sprungu?" „Já — í brynju stillingarinnar hjá þessari ung- frú. Mig langaði til þess að hrista úr henni til- finningaleysið. Heppnaðist mér það ? Ég veit það ekki. En eitt veit ég, hún átti ekki von á, að ég tæki á málinu á þennan hátt.“ „Þú grunar hana,“ sagði Bouc hæglega. „En hvers vegna? Hún virðist mjög skemmtileg stúlka — mjög ólíkleg til þess að fást við svona glæp.“ „Ég er sammála því,“ sagði Constantine. „Hún er köld. Hún er tilfinningalaus. Hún mundi ekki reka mann í gegn, hún mundi draga hann fyrir dómstólinn." Poirot andvarpaði. „Þið verðið báðir að losa ykkur viö þá hug- mynd, að þetta sé óundirbúin og óvæntur glæpur. En ástæðurnar til þess, að ég gruni ungfrú Deben- ham eru tvær. Önnur er vegna þess, að ég heyrði dálítið, sem þið vitið ekki núna, hvað er.“ Hann sagði þeim frá því skrýtna samtali, sem hann hafði heyrt á ieiðinni frá Aleppo. „Þetta er vissulega einkennilegt," sagði Bouc, þegar hann hafði lokið máii sínu. „Það þarf út- skýringar við. Ef það er rétt, sem þig grunar, þá eru þau bæði með -— hún og stirði Englend- ingurinn." Poirot kinkaði kolli. -,,Það er nú samt lítið, sem bendir til þess," sagði hann. „Þú skilur það, ef þau væru bæði sek, hvað myndum við þá heyra? Þau myndu bæði reyna að sanna fjærveru hins frá glæpnum. Nei, það gerist ekki. Sænska konan, sem ungfrú Debenham hefir aidrei séð fyrr, sannar fjærveru hennar, og MacQueen, einkaritari þess myrta, ber vitni um fjarveru Arbuthnots ofursta." „Þú sagðir, að það væri önnur ástæða til þess, að þig grunaði hana," minnti Bouc hann á. Poirot brosti. „Ójá, hún er sálfræðileg. Ég spurði sjálfan mig, hvort það væri mögulegt, að ungfrú Debenham hefði upphugsað þennan glæp. Þvi að ég vissi, að það hlaut að vera kaldur, gáfaður og hugmynda- ríkur heili. Og það á vel við ungfrú Debenham." Bouc hristi höfuðið. „Ég held, þú hafir á röngu að standa, vinur minn, ég get ekki séð nokkurn glæpasvip á þessari ungu ensku stúlku." ,,Jæja,“ sagði Poirot og tók upp síðasta vega- bréfið ,,nú erum við komnir að síðasta nafninu á listanum. Hildegrade Schmidt, herbergisþerna." Hildegrade Schmidt, sem hafði þegar verið kvödd á staðinn, kom inn í borðstofuvagninn og stóð og beið kurteislegá. Poirot benti henni að setjast niður. Hún settist niður og beið róleg þess, að hann spurði hana. Hún virtist yfirleitt mjög hæglát — mjög virðingarverð, en ekkert framúrskarandi gáfuleg. Poirot spurði Hildegrade Schmidt algjörlega andstætt því, sem hann spurði Mary Debenham. Hann var mjög vingjarnlegur og elskulegur, og konan var algjörlega róleg. Þegar hann hafði látið hana skrifa niður heimiiisfang sitt, hóf hann spurningai' sínar. Samtalið fór fram á þýzku. „Okkur langar til þess að vita eins mikið og . hægt er, um það sem gerðist í nótt, sagði hann. „Við vitum, að þér getið varla sagt okkur mikið um sjálft morðið, en þér hafið ef til vill séð eða heyrt eitthvað, sem skiptir engu máli fyrir yður sjálfa, en gæti verið okkur mikilsvert. Þér skiljið það ?“ Hún virtist ekki skilja. Breiðleita og góðlega andlitið hennar breytti ekki um svip, þegar hún svaraði: „Ég veit ekkert." „Nú, þér vitið til dæmis, að húsmóðir yðar sendi eftir yður í gærkvöldi." ■ „Já, það.“ „Munið þér hvað klukkan var?“ „Nei, ég svaf, þegar þjónninn kom inn og kall- aði á mig.“ „Já, já. Er það vanalegt, að hún sendi svona eftir yður?“ „Ekki óvenjulegt. Hin náðuga frú krefst oft aðhlynningar á nóttunni. Hún sefur ekki vel.“ „Jæja, þér fóruð á fætur, þegar kallað var á yður. Fóruð þér í slopp?" „Nei, ég fór í fötin mín. Ég gæti ekki farið inn til hennar hátignar i morgunslopp." „Og þó er það mjög fallegur sloppur — skar- latsrauður, er það ekki?“ Hún starði á hann. „Hann er dökkblár bómull- arsloppur." „Ó! ég var bara að gera grin. Við skulum halda áfram. Því næst fóruð þér til prinsessunnar. Og hvað gerðuð þér, þegar þér komuð þangað?" „Ég las upphátt fyrir hana. Ég les samt ekki vel upphátt, eri hennar hátign segir, að það sé því betra — hún sofni þvi fyrr. Þegar hún var orðin syfjuð, sagði hún mér að fara, svo að ég lokaði bókinni og fór aftur í klefa rninn." MAGGI O G RAGGI Raggi: Gerðu það, systir, má ég fara að ieika við strákana? Systirin: Raggi, ég hefi sagt þér það I síðasta sinn, að þú átt að vera heima í dag!! Raggi: Elsku systir, leyfðu mér það, frá og með þessum degi skal ég gera allt, sem þú biður mig um! Systirin: Þú lofar því? Raggi: Já, já! Systirin: Þá verður þú heima í dag!! „Vitið þér, hvað klukkan var þá?“ „Nei.“ „Hvað voruð þér lengi hjá prinsessunni ?“ „Rúmlega hálftíma." „Gott. Haldið áfram." „Ég náði fyrst í aukaábreiðu úr klefa mínum. Það var mjög kallt, þó að kynt væri. Ég breiddi teppið yfir hana, og hún bauð mér góða nótt. Ég hellti vatni í glas hjá henni. Svo slökkti ég ljósið og fór.“ „Og svo?“ ',,Það er ekkert meira. Ég fór aftur i klefa minn og fór að sofa.“ „Og hittuð þér engan á ganginum?" „Nei.“ „Þér sáuð ekki, til dæmis, konu í skarlatsrauð- um slopp með útsaumuðum drekum?" Hún horfði mildum augum á hann. „Nei, alls ekki. Það var enginn þar, nema lestarþjónninn. Allir sváfu." „En þér sáuð lestarþjóninn ? “ „Já.“ „Hvað var hann að gera?“ „Hann kom út úr einum klefanum." „Hvað?" sagði Bouc og hallaði sér fram. „Hverjum?" Hildegrade, virtist aftur skelfd, og Poirot leit ávitandi á vin sinn. „Það er eðlilegt," sagði hann. „Lestarþjónn- inn verður oft að svara hringingum á næturnar. Munið þér hvaða klefi það var?“ „Það var svona um miðjan vagninn. Tveim eða þrem dyrum frá prinsessunni." „Viljið þér gjöra svo vel að segja okkur ná- kvæhilega, hvar það var og hvað gerðist?" „Hann hljóp næstum á mig. Það var þegar ég var að koma úr klefa minum með ábreið- una.“ „Og hann var að koma út úr öðrum klefa á hendingskasti. 1 hvaða átt gekk hann?“. „Til mín. Hann baðst afsöltunar og gekk eftir ganginum í áttina til borðstofuvagnsins. Bjalla hringdi, en ég held ekki, að hann hafi svarað henni.“ Hún þagnaði, en sagði síðan: „Ég skil ekki. Hvernig er það —.“ Poirot talaði hughreystandi. „Það er bara tímaspursmál," sagði hann. „Þessi veslings lestarþjónn hefir haft nóg að gera þessa nótt — fyrst að vekja yður, svo að svara hring- ingunum." „Það var ekki sá lestarþjónn, sem vakti mig. Það var annar." „Annar! Höfðuð þér séð hann áður?" „Nei.“ „Haldið þér, að þér munduð þekkja hann aft- ur, ef þér sæjuð hann?“ „Ég býst við því.“ Poirot hvíslaði einhverju að Bouc. Sá síðar- nefndi stóð upp og gekk að hurðinni til þess að gefa fyrirskipun. Poirot hélt áfram spurningum sínum, á sinn vingjarnlega hátt. „Hafið þér nokkurn tíma komið til Ameríku, ungfrú Schmidt?" „Nei. Það hlýtur að vera skemmtilegt land.“ „Þér hafið líklega heyrt, hver sá myrti í rauninni var?“ „Já, ég hefi heyrt það. Það var hræðilegt, illt. Góður guð ætti ekki að leyfa slíkt. Við erum ekki svona vond í Þýzkalandi." Tár voru komin í augu konunnar. Hennar stérka móðurlega sál var hrærð. „Það var hryllilegur glæpur," sagði Poirot alvarlegur. Hann dró lítinn klút upp úr vasa sínum og rétti henni. „Er þetta vasaklútur yðar, ungfrú Schmidt?" Það var augnabliks þögn á meðan konan at- hugaði hann. Hún leit upp. Hún hafði roðnað dálítið. „Ó, nei, ég á hann ekki.“ „Þér sjáið, að hann er merktur með H. Þess vegna hélt ég, að þér ættuð hann."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.