Vikan


Vikan - 24.02.1944, Side 5

Vikan - 24.02.1944, Side 5
VIKAN, nr. 8, 1944 5 ö— . ,s Vegi Pramhaldssaga: mar- r ástarii Eftír E. A. ROWLANDS ' Þessi síðustu orð Sergiu, sem hún sagði svo hægt og án allrar kaldhæðni vöktu aftur dreng- skap Carrillion lávarðar. Hann skildi, að hún segði það ekki, til þess að vera kaldhæðin, en af því að hún vildi bæta fyrir það, sem hún hafði gert honum rangt til, og bjarga heiðri hans. Hann þekkti hana nógu vel til þess að vita, að hún myndi ekki óttast það, að játa það opinberlega, sem hún hafði nú játað fyrir honum, og það var þessi kraftur hennar, sem var svo mikill, og hann dáðist að, Allt, sem var gott og heiðarlegt til hjá honum, braúzt því fram. ,,Þér misskiljið mig alveg,“ sagði hann og var nú aftur orðinn rólegur. „Faðir yðar verður auð- vitað að vita sannleikann — það sem þér sögðuð mér. Annars getur hann ekki skilið hvers vegna við slítum trúlofun okkar. En hvað öðru viðkem- ur — þá er ég ekki það fífl að ég sé að segja öllum frá því. Það fólk, sem við erum með, mun liklega álíta, að yður hafi á síðasta augnabliki fundizt aldursmunurinn á okkur of mikill, og ég vil biðja yður um að lofa þeim að halda það. Það er ekki nauðsynlegt að aðrir fái að vita sann- leikann en faðir yðar, ég vona að þér skiljið, að ég eigi það að yður, að þér farið að þessari ósk Kiinni." Sergia leit á hann, og hún skildi nú, að þessi kurteisi Carrillións lávarðar stafaði af því, að hann vildi ekki að hægt væri að segja . neitt aiðrandi um þá stúlku, sem hann hafði heiðrað með bónorði sínu. ,,Eg skal lofa yður því Carrillion lávarður, að taka allt tillit til yðar í framtiðinni," sagði hún ákveðin ,,en ég vil ekki lofa yður því að segja aðeins föður mínum sannleikann, sá dagur getur komið, að ég verði að segja öðrum manni frá seskuglöpum mínum; en ég fullvissa yður um það, að ef það kemur fyrir, þá verður sá maður þess verðugur." „Þér getið gert það, sem yður líkar,“ sagði Carrillion lávarður reigingslega; „viljið þér sjálfar tilkynna föður yðar, að trúlofun okkar sé slitin, eða á ég að gera það?“ spurði hann svo. „Ef þér vilduð gera það, væri ég yður mjög þakklát," sagði lafði Sergia, sem bliknaði við. tilhugsunina um föður sinn. „Ég þakka yður margfaldlega fyrir það, hversu vel þér hafið tekið þessu, Carrillion lávarður, og verið þér sælir!" „Verið þér sælar, ungfrú Sergia," sagði Carr- iilion lávarður og hneigði sig, og án þess að rétta hermi höndina gekk hann rösklega að hurðinni, sem lokaðist fljótlega á eftir honum. En nú var Sergiu allri lokið. Hún lagðist niður á legubekkinn og fól andlitið í höndum sér og í arinað skiptið þennan dag grét hún biturlega. XVII. KAFLI. Akvörðun Sir Allans. Herbergisþerna Sergiu, Bertha, komst með miklum erfiðismunum upp á hæðina með þau bréf, sem hún. vonaði, að húsmóður hennar mundi þykja vænt um að fá. Hún gat alls ekki skilið, að lafði Sergia vildi búa á svona stað; hún átti svo margar fallegar hallir, sem hún gat búið í; og Bertha gat yfir- leitt alls ekki skilið, að hún vildi vera úti í svona veðri. Hún hrökk næstum því við, þegar hún náði toppinum, því að þar sat Sergia á stórri stein- hellu. Forsaea * Lafði Sergia Wierne, dóttir ** * hins ríka Stanchester lá- varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu í London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður sinn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi i sveit. Fyrir tilstilli sir Allans Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, sem býr með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hann fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. Nú á Sergia von á gestum til Stanley Towers; hún kemur því til Mary snemma um morg- un daginn áður og fara þær út að ganga. Það kvelur Mary, að Julian bróðir Hennar hefir andúð á Sergiu. Stanchester lávarður kemur til Stanley Towers og Sergia býður systkinunum í veizlu þangað, en Julian vill ekki fara. Hann undirbýr opnun nýja lestr- arsalsins. Sergia meiðir sig á dansleiknum og Julian bindur um handlegg hennar. Julian fær Sergiu til að hjálpa Oldcastle bónda, gegn áreitni manns aðnafni Warden. Sergia hjálpar Oldcastle með peningagjöf. En einmitt um þetta leyti verður sprenging í verksmiðjunni og um tuttugu manns slas- ast hættulega. Sergia kemur oft í sjúkra- húsið og huggar og hjálpar þeim sem hafa særst. Ekki tekst að hafa upp á þeim mönn- um, sem voru valdir að sprengingunni. Frú Armstrong og Mary fara í burtu sér til hressingar, en Julian er heima. Dag nokk- urn biður Sir David Julian um að tala við Sergiu fyrir sig út af Warden, þar sem hann megi ekki vera að því. Julian fer til Sergiu og ákveða þau að fara út saman næsta dag. En þegar hann svo kemur dag- inn eftir má hún ekki vera að þvi að fara út með honum, hún þarf að heimsækja gamla konu í nágrenninu. Sergia spyr, hvort hann vilji ganga með sér þangað. Þegar þau eru aftur á heimleið í gegnum skóginn, játar Julian henni ást sína, en Sergia segist aldrei geta gifst honum. Julian reiðist og heldur að hún hafi aðeins leikið sér að tilfinningum hans og lætur mörg biturleg orð falla í hennar garð. Hann fer svo og skilur hana eftir í örvænt- ingu. Noklcru síðar hittir Julian Sir David og segir honum, að hann sé að fara frá Stanchester og hann ætli sér af landi burt. Sir David kemst að því, hvað muni valda brottför Julians, því að á meðan þeir eru að tala saman, fær hann bréf frá Sergiu, þar sem hún tilkynnir trúlofun sina og Carrillions lávarðar. Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið hitti svo Sergia Julian úti á götu. Þau tala ekki saman, en hún finnur þá að hún getur alls ekki gifzt Carrillioni lávarði og segir honum það. Berthu fannst svo sorglegt, að sjá hana sitja þama í gamalli grárri kápu og svo undarlega fjarlæga á svipinn. „Ó, lafði Sergia!“ sagði stúlkan kviðin, „það er ekki gott fyrir yður að sitja héma í rigningu og stormi. Mér finnst þessi vindur fara í gegnum merg' og beiri.“ „Hvers vegna komuð þér þá hingað?" spurði Sergia og sneri náfölu andlitinu að Berthu. „Hvað hefir gerzt? Vill einhver tala við mig?“ „Nei, lafði, en pósturinn kom áðan, og mér datt í hug, að þér vilduð fá bréf yðar?“ sagði Bertha og dró nokkur bréf upp úr vasanum á þykku kápunni sinni. Sergia kinkaði kolli til stúlkunnar og tók við bréfunum, en það brá fyrir þjáningarsvip á andliti hennar, þegar hún sá að annað var frá Sir Allan, en hitt frá föður hennar. „Þér ætlið þó ekki að lesa bréfin hérna?" sagði Bertha áköf. „Ég vissi ekki, að það væri svona kalt hérna og mér finnst ekki þér ættuð að sitja lengur héma úti í rigningunni. Þér verðið að af- saka, lafði Sergia, en ég er hrædd um, að þér getið orðið veikar." „Ég verð ekki veik,“ sagði Sergia og brosti sorgmædd; hún var hrærð af umhyggju Berthu. „Það rignir alls ekki, það er bara þokan, sem gerir allt svona rakt; en hún er hættulaus, og ég finn engan kulda." „Ó, hvernig getið þér sagt það! Það er blátt. áfram rok. En guð veit, að það er nógu leiðin- legt inni líka, en hér er þó verra. Svo er líka bráðum kominn hádegisverður," bætti hún við. „Ég skal koma til hádegisverðar," sagði Sergia rólega; „þér þurfið ekki að óttast um mig." Bertha sneri sér við og fór, en hún var ekkí alveg róleg um húsmóður sína, og henni fannst hræðilegt að búa á slíkum stað, einkum fyrir stúlku, sem var jafn sorgmædd og lafði Sergia. Það var Stanchester lávarður sjálfur, sem hafði skipað dóttur sinni á þennan afvikna stað; har.n var öskuvondur yfir því hneyksli, sem hún háfði vakið með því að slíta trúlofun sinni og Carrillions lávarðar. Þegar Bertha var farin, las Sergia bréf sín. Hún opnaði fyrst bréf föður sins, og andvarpaði þunglega, þegar hún las hinar miskunnarlausu ávitanir hans. Stanchester lávarður skrifaði, að hann vildi hvorki sjá hana né lofa henni framar að taka nokkurn þátt í samkvæmislífinu. Hún yrði að láta sér nægja að búa á Lock Corrie, langt frá þeim heimi, sem hún hafði móðgað svo mjög. Það var ekki þessi skipun, sem særði Sergiu mest, heldur það miskunar- og skilningsleysi, sem lá undir þeim. Sergia þurrkaði augu sín og tók upp hitt bréfið, Það var frá Sir David. Hún var lengi að brjóta innsiglið, því að hún hafði undarlega tilfinningu um, að það innihéldi ekki neitt gott. Og það var líka rétt; sú frétt, sem þetta bréf færði hennL var henni þungbærari en nokkuð annað, sem hún hafði þurft að þola. „Julian Armstrong hefir sagt upp stöðu sinni við verksmiðjuna í Stanchester og ætlar nú að fara til Ástralíu og búsetjast þar í frammtlðinni!" Sergiu svimaði, og henni fannst hjarta sitt hætta að slá, þegar hún las þessi orð. Þetta var í sannleika hræðilegt áfall. Hún hafði sagt það við sjálfa sig hvað eftir annað, að Julian Armstrong væri henni að eilífu glataður, en hún hafði aldrei vitað, hvað raun- veruleg örvænting var, fyrr en núna. Og það gerði henni ekki léttbærara, á þann hátt, sem henni var tilkynnt þetta. Sir David hlífði henni ekki. Hann sagði, hvemig hann hafði boðið Jul- ian Armstrong stöðu í Liverpool, sem væri glæsi- legt framtíðarstarf; en Julian hefði ekki viljaö taka við þvi. En niðurlag bréfsins píndi Sergiu mest. „Mér þætti fróðlegt að vita,“ las Sergia „hvort þið kvenfólkið hugsið nokkurn tima um það, hversu mikilli sorg og þjáningu þið valdið með lokkandi brosum og yfirborðs vinahótum. En þessi stúlka, (því að það hlýtur að vera kven- maður, annars hefði Julian ekki yfirgefið gamla: móður sína og systur) sem hefir valdið þessu, hún hefir meira á samvizkunni en hana grunar. Og þó mundi hún líklega ekki breyta því vonda,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.