Vikan - 27.07.1944, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 30, 1944
„Mamma!" sagði Ágústa. „Hvemig geturðu
sagt svona!"
„Ég segi það, og ég meina það! kvenfólk er
kvenfólk hvort sem það gerist í dýnu eða i heyi!“
Renny stökk upp. „Nú fer ég!" sagði hann
biturlega. Hann sneri sér að föður sínum.
„Er þér alvara?"
„Já! Ég vil að þú haldir þér frá Maurice —
skilyrðislaust."
„Má ég hitta hann, til þess að segja honum
frá því?“
„Já, en ekki lengur."
Renny sneri sér að Malaheide. „Mér þætti vænt
um, ef þú vildir koma út'með mér!" sagði hann
tryllingslega.
„Skólastrákurinn býr víst í þér enn þá —
heldurðu það ekki?" sagði iiann og brosti hæðnis-
lega.
Renny þaut út úr stofunni. Elisa, sem hafði
staðið fyrir utan hurðina með tebakkann og beðið
þangað til aftur væri rólega inni, gekk nú há-
tíðlega inn um dymar. Ánægjustuna heyrðist,
þegar hún birtist.
Renny beið frammi í forstofunni. Hann teygði
úr handleggjimum og kreppti hnefana; hann
teygði úr mögmm líkama sinum og andaði úr
sér reiði og hatri á Malaheide með langri stunu.
Innan úr dagstofunni heyrði hann rödd ömmu
sinnar, hvassa og ráðríka, sem var að hallmæla
honum, eins og hann átti von á. Hann leit á
útskorinn refshaus, sem var fyrir ofan snagana,
og gretti sig.
XV. KÁFLI.
Maurice og Renny.
„Og þess vegna á að stía okkur í sundur, ein-
mitt núna, þegar við fyrst getum farið að njóta
þessa bölvaða sumars," sagð'i Renny að lokum
biturlega.
„Við hefðum orðið að skilja þrátt fyrir það,“
svaraði Maurice. „Við pabbi urðum sammála um
það, að það sé bezt að ég fari burt um stund.
Ég á ættingja á Nova Scotia, eins og þú veizt;
ég ætla að heimsækja þá, þangað til mesti æs-
ingurinn er liðinn hjá!“
„Ef þú átt að bíða eftir því," sagði Renny
svartsýnn, „þá kemurðu ekki aftur fyrr en þú
ert orðinn gráhærður. Hér gleyma menn aldrei
neinu."
„Þegar nokkrir mánuðir eru liðnir verður það
samt ekki eins erfitt. Heima á ég við. Nú er
það þanriig, að við erum feimin, þegar við erum
saman. Við tölum kurteislega saman undir borð-
haldinu og reynum að láta eins og allt sé í
bezta lagi. Það er hræðilegt!"
„Hvers vegna gerið þið það?"
„Maður neyðist til þess. Mamma getur ekki
sagt við mig, að hún hafi ekki getað sofið af
sorg yfir mér. Pabbi getur ekki sagt, hvers vegna
hann hefir enga matarlyst. Og — ef ég myndi
segja, hvemig mér er innanbrjósts .... nei, það
er alveg óhugsandi! Við neyðumst til að láta
eins og allt sé eins og venjulega; en það er ákaf-
lega erfitt."
„Já, það hlýtur það að vera," svaraði Renny.
„Ég er alveg niður brotinn af þvi. Ég verð
að fara í burtu."
Renny andvarpaði. „Það er liklega bezt fyrir
þig. En mér þykir leitt að þú farir."
Þeir voru á leið niður litla, sendna stíginn,
sem lá niður að vatninu. Maurice greip í hand-
legg vinar síns og hélt honum fast. „Þú hefir
alltaf reynzt mér vel. „Ég hefi eyðilagt allt fyrir
þér, eins og fyrir Möggu og mér. Ég þoli ekki
að hugsa til þess! Við skulum fara niður í báta-
skúrinn og ná í kajakinn minn. Pabbi þinn
getur ekki haft neitt á móti því að við róum
dálitla stund saman, þegar við verðum aðskild-
ir svona lengi."
„Ágætt," mig langar til þess," sagði Renny.
„Pabbi mundi aldrei hafa sagt neitt, ef amma.
hefði ekki neytt hann til þess."
„Já, en af hverju þessi læti núna?" sagði
Mauriee. „Ég skil það ekki."
„Þú skilur það ekki, þvi að þú veizt ekki allt.
Þú veizt ekki, að ég heimsótti Elviru og Lúlú.
Það var það sem olli óveðrinu."
Maurice nam staðar á miðjum veginum og
leit á hann. Gráu augun hans voru alveg dökk í
dapra, föla andlitinu.
„Þú líka!" sagði hann þunglega. „Þú heim-
sóttir þær! Guð minn góður, hvers vegna?"
Renny leit skjótt og ögrandi til hans.
„Ég vildi sjá Lúlú aftur."
„Lúlú!" Maurice endutók nafnið með samblandi
af létti og mestu undrun. „Lúlú! Hvers vegna —
hvernig í veröldinni? Já — ég get ekki ímynd-
að mér, að þú sért ástfanginn af henni."
„Vegna hvers ekki?"
„Nú — í fyrsta lagi er hún heilum mannsaldri
eidri en þú. Og svo — svo lítur hún út fyrir
að vera hættuleg."
Renny hraðaði göngunni eftir veginum um
leið og hann muldraði: „Að minu áliti er hún
lagleg kona."
Maurice náði honum og hló hátt og feimnis-
lega. „Ja, þegar þér finnst það — en ekki skil
ég, hvað þú hefir getað sagt við hana. Mér leið
næstum því illa nálægt henni.
„Þú skildir hana ekki," sagði Renny.
„Ég sver það — að mig furðar að þú skulir
hafa gert það. Ég get ekki hugsað mér, að hún
eigi við þig. En það þýðir kannske, að þú kunn-
ir betur mannasiði en ég."
„Hún er dásamleg."
Þeir þrömmuðu áfram á ijósum strigaskónum
yfir heita jörðina. Þeir beygðu inn á mjóan,
krókóttan stig, og stuttu síðar sást vatnið og
auð hvit strandlengjan. Vatnið var gárótt, blátt
og gijáandi eins og silki. Skýin voru í þykkum
bólstrum út við sjóndeildarhringinn. Liti þeirra
var ekki hægt að nafngreina, þau voru hvorki
blá, rauð eða gyllt, heldur sambland af öllum
þeim litum.
Piltamir ýttu bátunum út af sandinum, stukku
upp í hann, og Maurice ýtti frá með ár sinni.
Með þrem áratökum voru þeir komnir inn í nýj-
an heim, fljótandi, gagnsæan og bjartan heim,
þar sem þeir voru losaðir við hin þvingandi bönd
landsins. Þeir höfðu farið úr peysunum og slétt
húðin á líkömum þeirra glansaði, eins og kopar
í sólinni. Þeir réru samtaka, hinnir krystalskæru
dropar, sem drupu af árunum, fylltu þá af friði.
Þeir litu nú rólegar á atburði síðustu vikna;
eftir því sem þeim færðust lengra frá landi,
fannst þeim þeir frjálsari, og hvor í sínu lagi
horfði inn í sjálfan sig eins og kyrran brunn.
Langt um síðar sagði Maurice: „Þú segir, að
hún sé dásamleg. Þýðir það, að hún hafi lofað
þér að elska sig?"
„Já!“
„Varstu lengi þama á bænum?"
„Ég var eina nótt."
Maurice horfði á bak vinar síns og athugaði
leik vöðvanna í fagursköpuðum líkamanum,
horfði á hve hann bar höfuð sitt hátt.
„Ég held ekki, að ég hafi nokkurn tíma skilið
þig, Renny," sagði hann.
„Það er ekkert erfiðara að skilja mig heldur
en hestinn minn."
„Nei — en það er víst heldur ekki svo auðvelt
að skilja hann." Það var léttir að tala um hest-
inn. „En það gleður mig að þú skulir fá að
eiga hann. Ætlarðu að þjálfa hann fyrir keppn-
ina?"
„Já. Ég veit ekki, hvað verður úr honum. Ekki
frerimr en pabbi veit, hvort nokkuð verður úr
mér."
„Mér þykir það afskaplega leiðinlégt, að ég
skuli hafa leitt þig inn í allt þetta," sagði
Maurice. „Það er allt mér að kenna."
„Það þarf ekki að leiða mig, ég hefði áreiðan-
lega sjálfur fundið leiðina."
Maurice var dálítið ergilegur. Hónum hafði
fundizt hann að sumu Ieyti fremri Renny — eins
og reyndur maður í samanburði við di;eng. Nú
var það Renny, sem hafði yfirbragðið. Skipti
hans við Elviru virtust nú allt í einu barnaleg
og lítilfjörleg.
„Viltu ekki segja mér eitthvað um Lúlú?"
sagði hann. „Hvemig var að tala við hana? Mér
fannst hún alltaf skopast að mér."
„Ó, ég man ekkert, hvað hún sagði!" Hann tók
fastar um árina. Skýin út við sjóndeildarhringinn
voru nú eins og rauðgljáandi og gleyptu bæði
himininn og vatnið.
MAGGI
OG
KAGGI.
V
r
a>4 Jl\ Vf
1. Óll: Þú segir að þessi nýja flugvél geti hafið
sig upp og sezt hvar sem er?
Raggi: Já; og ég ætla að fá mér eina eftir
stríð!
2. Raggi: Þá get ég flogið yfir land og sjó og
lent á einum fimmeyring.
3. Óli: Heyrðu, eftir hverju eram við að bíða?
4. — Við skulum strax fara og finna þennan
fimmeyring, sem þú ætlar að lendá á!!!