Vikan


Vikan - 30.08.1945, Qupperneq 1

Vikan - 30.08.1945, Qupperneq 1
Gróðrarstöð Rœktunarfélags Norðurlands. Ræktunarfélagið var stofnað á Akureyri 11. júní árið 1903, en svo hefir verið að orði komizt, að það hafi fæðst að Hólum í Hjaltadal 26. marz sama ár, því að þá stakk Sigurður skóla- stjóri Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, upp á því, að stofnað yrði slíkt félag, og fékk málið þegar góðar undirtektir. Ölafur Jónsson, framkvæmdastjóri Ræktunarfé- lags Norðurlands síðan 1924, í komakri gróðrar- stöðvarinnar. Tré 8—9 m. á hæð, trjáræktin var undirbúin 1904 Gróðrarstöðin 1927. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson) Oennilegt má telja, að flestir, sem eitt- ^ hvað stanza á Akureyri, fari og skoði Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands. Svo mjög er hún rómuð, að ferðalöngum finnst þeir mega til með að sjá hana. Og það er ótrúlegt, að nokkur, sem þangað fer, verði fyrir vonbrigðum. Á leiðinni inn að Gróðrarstöðinni neðan úr bænum fær maður forsmekk af því, sem koma skal. Þar eru trjágarðar við mörg hús og marg- ir fallegir og tré mjög há, eftir því sem gerist hér á landi. Einn ber þó sérstaklega af, en þar eru einkar hávaxin tré og þéttur skógur. En þar var einmitt vísir til trjá- ræktarstöðvar, áður en Ræktunarfélagið hóf starfsemi sína. Sú stöð var sett á stofn að tilhlutun amtráðs Norðuramtsins árið 1900, sennilega mest fyrir forgöngu Páls Briems amtmanns. Jón Chr. Stephánsson veitti stöðinni forstöðu til 1908, en þá fékk Ræktunarfélagið hana til eignar og um- ráða. Nú er hún í einkaeign. Þegar Ræktunarfélagið var 25 ára, var Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.