Vikan


Vikan - 30.08.1945, Blaðsíða 7

Vikan - 30.08.1945, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 35, 1945 7 Vetrarmynd frá Gróðrarstöðinni. Premst eru grenitré. (Ljósm. E. Sigur- geirsson). Kom á staurum i Gróðrarstöðinni. Kornið er sett á staurana til þurrkunar. Á myndinni sést suðuryfir Eyjafjörð. Garðsárdalur fyrir miðju. (Ljósm. E. Sigurgeirsson). GRÓÐRARSTÖÐ RÆKTUNAR- FÉLAGS NORÐURLANDS. (Framliald af bls. 3). Búnaðarfélagi íslands, enda var það búnaðarsamband fyrir Norðlendingafjórð- ung fram yfir 1930. Þegar ritstjóri Vikunnar var á ferð á Akureyri í sumar og skoðaði gróðrarstöð- ina í fylgd framkvæmdastjórans, fékk hann eftirfarandi upplýsingar um hana og starfið, eins og það er nú í höfuðdráttum. Trjástöðin er rekin að nokkru leyti sem sýnisreitur og uppeldisstöð fyrir plöntur, en aðalstarfsemin er hinsvegar ræktunar- tilraunir, bæði með grasrækt og garðrækt. Allt land stöðvarinnar er um 30 ha. og meginið af því ræktað sem tún, röskur hektari er með matjurtum og nálægt iy2 hektari trjágróður. Kornræktin tekur yfir um einn hektara. Sex til sjö hektarar eru óræktaðir. Grasræktartilraunir eru aðallega áburð- ar- og forræktartilraunir, en auk þess hafa verið gerðar margar tilraunir með ýmis- konar grasfræssáningu, en þær hafa lagst mikið niður á stríðstímunum, vegna þess að ekki hefir verið hægt að fá fræ til þeirra. Sérstaklega voru gerðar tilraunir með ýmiskonar belgjurtir. Árangurinn af þeim hefir verið mjög góður, því að rækt- im belgjurtanna hefir háft mikinn sparn- að köfnunarefnisáburðar í för með sér. Af innlendum belgjurtum má nefna smára og umfeðming. Auk þess hafa verið gerðar til- raunir með rauðsmára, ertur, flækjur, lúp- ínur og lúsernur (alfa-alfa). Tilraunir í.garðyrkju hafa aðallega fjall- að um samanburð á mismunandi stofnum, sáðtíma, hirðingu o. fl. I sambandi við garðyrkjuna og trjáræktina eru haldin námskeið á vorin og eru nokkrir nemend- anna sumarlangt og hafa margir þeirra síðan fengizt við leiðbeiningar í garðyrkju. Gróðrarstöðin rekur kúabú í sambandi við starfsemina. Hefir hún tuttugu kýr og auk þess nokkur geldneyti. Fast starfsfólk við stöðina eru fram- kvæmdastióri, aðstoðarmaður, maður sem sér um kúabúið, og garðyrkjukona yfir sumartímann. Auk þess er allmargt annað starfsfólk í stöðinni á sumrin. Helztu trjátegundirnar eru íslenzkt birki, reyniviður, lerki, sem mun nú há- vaxnast allra trjáa í stöðinni, greni og fura. Af runnum má nefna rauðvíði, hegg, geitblöðung, síberiskt baunatré, gullregn, rauðblaðarós og hundarós. Auk þess eru berjarunnar, ribs, sólber og hindber. Inn á milli þessarra trjáa er fjöldi blómateg- unda, en sumsstaðar eru trén orðin svo há IbúSarhúsið í Gróðrarstöðinni. Myndin mun tekin 1937. og limmikil, að ljósið kemst ekki niður að rótum þeirra og þar vex því enginn gróður. Jarðræktartilraunirnar eru nú algerlega reknar fyrir styrk úr ríkissjóði og eftir fyrirmælum tilraunaráðs í jarðrækt. 1 sumar hafa verið gerðar tilraunir í Gróðrarstöðinni með súgþurrkun á heyi, en ekki er hægt að fara út í það hér að lýsa þeim tilraunum. Ræktunarfélagið gefur út ársrit um starfsemi sína og hefir það komið út síð- an 1903, og þar er að finna allar heildar- skýrslur um starfsemina. Núverandi stjórn skipa, auk Jakobs Karlssonar, Stefán Stefánsson, bóndi á Svalbarði og Steindór Steindórsson, kenn- ari við Menntaskólann á Akureyri. Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, er fæddur 23. marz 1895 á Freyshólum í Valla- hreppi í Suður-Múlasýslu, sonur Jóns Ólafssonar frá Mjóanesi, og Hólmfríðar Jónsdóttur konu hans, frá Freyshólum. Ólafur var á Hvanneyri 1915—17, starfs- maður Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1918—19. Sigldi til Danmerkur 19.21 og stundaði nám við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1924. Þá kom hann heim og tók við Gróðr- arstöðinni og hefir verið framkvæmda- stjóri síðan. Ólafur hefir mikinn áhuga á rannsókn óbyggðanna, einkum Ódáða- hrauns og hefir ferðast manna mest um það. Nú er í prentun bók eftir hann um Ódáðahraun. Er það mikið rit, með f jölda mynda og uppdrátta. Ólafur Jónsson er kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur, Sigurðs- sonar verkstjóra í Reykjavík. í VEIZTU—? = 1. 1 fyrri heimsstyrjöld .varð að flytja 3 smálestir af ýmiskonar varningi með hverjum hermanni, sem fluttur var frá U. S. A. til Evrópu. 1 síðari heims- styrjöldinni varð að flytja 18 smálestir með hverjum hermanni í vopriuðu her- fylki. En hve margir menn eru í hverju herfylki ? Vitið þið það? = 2. Hvaða borg er stundum nefnd „borgin eilífa?" | 3. Hver uppgötvaði undraefnið radíum? | 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Chopin? = 5. Hverrar þjóðar var Frithjof Nansen? : 6. Hver var forseti Bandaríkjanna næst á undan Pranklin Delano Roosevelt? i 7. Hvað heita þrjár stærstu eyjar heims- | ins? = 8. Hverrar þjóðar var málarinn Rem- 1 brant? | 9. Hvaða Suður-Amerikuríki er stærst? Í 10. Hverrar þjóðar var skáldið Longfellow ? Í Sjá svör á bls. 14. '''UMiMiimiimiimiMimiMiiiimmmitiiMiiiiiitMiiiiiiiiiiMiiiimimi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.