Vikan


Vikan - 30.08.1945, Side 3

Vikan - 30.08.1945, Side 3
VTKAN, nr. 35, 1945 3 Gróðrarstöð Rœktunarfélags 'J"1 'l - k" ■ '■ ■•■■■■ í. Framhald af forsíðu. skrifuð grein um það í ársrit þess og segir þar m. a.: „.. . var það á Hólum í Hjalta- dal í marzmánuði, að stofnun Ræktunar- félags Norðurlands var hreyft. Var það Sigurður Sigurðsson, skólastjóri, sem fyrstur vakti máls á þessu og hlaut þessi uppástunga hans hinar beztu undirtektir þeirra manna, sem þá voru staddir á staðn- um, bæði heimilisfastra og aðkominna. Var kosin nefnd manna til þess að semja um- burðarbré/ og senda um allt Norðurland, til þess að leita álits 'og styrks manna, og varð árangur þessarar ráðstöfunar sá, að þegar hinn endanlengi stofnfundur félags- ins var haldinn á Akureyri, 11. dag júní- mánaðar 1903, var tala félagsmanna orðin 553; ennfremur hafði félaginu safnast nokkrar fjárgjafir og loforð um styrk, bæði frá einstökum mönnum og búnað- arfélögum. Bæjarstjórn Akureyrar hafði sam- þykkt að gefa félaginu kost á að fá 25 dagsláttur af landi ókeypis undir vænt- anlega gróðrarstöð og var því boði tekið. Á fundinum var samþykkt fjárhagsáætl- un fyrir næstu tvö árin, samþykkt lög fyrir félagið og stjórn kosin. I stjórnina voru kosnir: Páll Briem, amtmaður, Stefán Stefánsson, skólameistari og Sig- urður Sigurðsson, skólastjóri. Allir þess- ir menn höfðu átt drjúgan þátt í stofn- un félagsins, höfðu markað stefnu þess og starfssvið og voru með gáfum sínum og áhuga sérlega vel til þess fallnir, að bera þenna nýgræðing fram til þroska og sigurs. Því miður naut félagið ekki lengi áhuga og framsýni Páls Briem, eftir eitt ár sagði hann af sér formannsstarfinu vegna brottfarar sinnar til Reykjavíkur. Árið eftir flutti Ársritið dánarminning hans. —“ Stefán skólameistari Stefánsson tók við Norðurlands. formannsstarfinu af Páli Briem og hélt því til dánardags, 20. janúar 1921, en þá tók við Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir. Þegar hann flutti til Reykjavíkur, þá tók við for- mannsstörfum Jakob Karlsson afgreiðslu- maður og bóndi. Sigurður Sigurðsson var framkvæmdastjóri fyrstu árin og auk þess stjórnarnefndarmaður og lífið og sálin í flestum framkvæmdum félagsins. Um þessa f jóra menn segir í Ársritinu, að þeir hafi „borið mestan vanda og virðingu af stjórn Ræktunarfélags Norðurlands og vafalaust eru í þessum mönnum sameinað- ar þær dyggðir, sem þurftu til þess, að bera nýjar stefnur fram til þroska og sigurs, svo sem áhugi og áræðni, víðsýni, mál- snilld, rökfimi og prúðmannleg fram- koma.“ í stuttu máli var tilgangur félagsins þeg- 1 Páll Briem, amtmaður, fyrsti formaður Ræktun- arfélags Norðurlands. Hann átti drjúgan þátt í stofnun félagsins. Rúgakur í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands. Rúgurinn er mann- hæðar hár. (Ljósm. E. Sigurgeirsson). .Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands 1904, þegar verið var að undir- búa trjáræktina. ar 1 upphafi sá, að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar á Norðurlandi og að útbreiða meðal almennings þekkingu á öllu því, sem að jarðrækt lýtur og líkindi eru til að komið geti að gagni. Ýmsir ágætir og áhugasamir menn hafa verið í þjónustu Rækt- unarfélagsins frá stofnun þess, en árið 1924 tók Ólafur Jónsson við framkvæmdastjórastörfum, sá maðurinn, sem lengst hefir gegnt því starfi og unnið óhemju mikið og gott verk fyrir félagið. Ræktunarfélagið hóf starfsemi sína í svonefndu Naustagili, sem er sunnan við Akureyrarbæ. Þar er aðalstöð félagsins nú. Þar voru að nokkru leyti óræktarmóar og framburður lækjar, sem fell- ur um gilið. Á þessu landi hóf félagið þegar ýmsar tilraunir, t. d. með trjárækt og blómarækt. Árangurinn af trjárækt félagsins er mjög glæsilegur. Margar tegundir trjágróðurs, bæði innlends og erlends, hafa náð ágætum þroska í stöð félagsins, enda er það orðið víðþekkt um landið fyrir uppeldi trjáa- og runnaplantna. Garðyrkjukonur hafa á síðari áratugum séð um blóma- og trjá- ræktina. Ræktunarfélag Norðurlands hefir frá upphafi notið styrks frá Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.